Jólahlaðborð og fleira

Bloggið ber þess glöggt merki hvernig tíminn líður hjá mér. Finnst ég vera rétt búin að skrifa hér inn en það er víst vika síðan síðast. Síðasta helgi leið hratt enda margt að gera með Aðalheiði Karen. Hún kom í flugi á föstudag með systur Siggu vinkonu. Var með mér í vinnunni frá smá tíma en svo byrjuðum við dagskráWinkeða þannig kl. 16. þá var afi sóttur í vinnuna og farið heim. Síðan í mat til langafa harðfisks og langömmu pönnuköku, þetta eru viðurnefni sem AKD m&p einhvertíma og notar þegar hún er í stuði, bara gaman að því. Eftir matinn var farið heim aftur og skvísan í bólið. Á  laugardag byrjuðum við á að baka og fórum svo á Glerártorg þar sem bíll Andrésar andar var til sýnis. Henni leiddist nú ekki að skoða hann. Eftir þá ferð brunuðum við svo í Jólahúsið og þar fannst þeirri stuttu sko margt að sjá. Hellirinn með Grýlu og Leppalúða var samt sá staður sem hún vildi ekki koma neitt nálægt eftir að hún kíkti þar inn í byrjunCool Skrítið eða hvað? Eftir þetta brölt okkar fórum við svo í afmæli til Siggu vinkonu en hún varð fimmtug þennan dag. Flott veisla sem hún hristi fram úr erminni frúin sú enda snillingurWizard.  Sunnudagurinn var aðeins erfiðari því þá var AKD farin að sakna systur sinnar og auðvitað foreldra en það slapp nú samt alveg til. Það var aftur farið á Glerártorg og svo út á leikvöll. Síðast en ekki síst þá var svo amma pönnukaka með pönnsu kaffi og það fannst þeirri stuttu ekki slæmt. Langafi sýndi henni líka eyrnalokka sem hún á að fá þegar hún fær göt í eyrun og setti auðvitað vist ferli af stað með því. En hvað um það hún fær göt  í dagHalo byrjaði að suða í mömmu sinni þegar hún kom suður aftur á mánudag. Stelpu skottið var ákveðin í að borða tvennt á Akureyri það var heitt slátur og pönnukökur hún fékk hvoru tveggja og var sko sæl og ánægð með það.  Það var kát og glöð stelpa sem fór í flug á mánudag heim til mömmu, pabba og Jóhönnu Kristínar. Amma stóð eftir og saknar þeirra allraInLove

Framundan er tími veislna, jólahlaðborða og jóla stúss. Annað kvöld erum við á leið í sextugs afmæli. Pabbi verður sjötíu og fimm ára 25. nóv. en þann dag fer hann í undirbúning fyrir hjartaþræðingu og verður svo þræddur þann 26. Vonandi gengur það allt vel.

Hvað ætlaði ég að skrifa um jólahlaðborð??Wizard Það kemur bara seinna.

Best að renna sér ljúflega inn í þennan dag og reyna að vera dugleg.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Góða helgi

Jónína Dúadóttir, 20.11.2009 kl. 08:00

2 Smámynd: Birna Dúadóttir

 Hann pabbi þinn rúllar þessu upp, enda hörkukarl

Birna Dúadóttir, 20.11.2009 kl. 08:23

3 Smámynd: Aðalheiður Magnúsdóttir

Birna mín ég efast ekki um að gamli rúllar þessu upp. Maður finnur samt að hann er hálf stressaður yfir þessu. En eins og þú veist þá eru karlarnir í þessari fjölskyldu hörkutól

Aðalheiður Magnúsdóttir, 20.11.2009 kl. 13:46

4 Smámynd: Birna Dúadóttir

Akkúrat sæta

Birna Dúadóttir, 20.11.2009 kl. 15:51

5 identicon

Kærar afmælis- og <3 kveðjur, elsku frænka mín, til pabba þíns og ykkar allra.  Hann rúllar þessu upp.

Kristbjörg Clausen (IP-tala skráð) 24.11.2009 kl. 16:17

6 identicon

Kærar afmælis- og  kveðjur, elsku frænka mín, til pabba þíns og ykkar allra.  Hann rúllar þessu upp.

Kristbjörg Clausen (IP-tala skráð) 24.11.2009 kl. 16:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband