Færsluflokkur: Vinir og fjölskylda

Komin heim

Nú er liðin heil vinnuvika síðan við komum heim frá Rhodos. Þetta var mjög skemmtileg ferð hjá okkur að því undanskildu að ég var illa bitin og fékk ígerð strax á fyrstu dögunum þannig að það dugði ekki annað en pensilín og bólgueyðandi sem gerir mig afskaplega sljóa þar sem ég tek nánast aldrei þvílíka lyfjablöndu. Ekki mátti heldur svala þorsta sínum með neinu áfengu á þeim tíma sem ég var á lyfjunum. Ég lét þetta þó ekki skemma ferðina sleppti bara bjórnum og öðru áfengi og var í síðbuxum enda með milli þrjátíu og fjörutíu bit á hvorum fæti.

Við fórum í þrjár skoðunarferðir og svo á grískt kvöld það nægði mér nú alveg. Hitinn var mikill svona á bilinu 26 og upp í 38° og glampandi sól alla daga nema þann sem við fórum heim. Það byrjaði að rigna á okkur í rútunni á leiðinni á flugvöllinn. Ég er búin að setja nokkrar myndir í albúm sem heitir bara Rhodos en á væntanlega eftir að bæta þar í slatta enda mikið myndað að vanda.

Ætla ekki að setja neina heildar ferðasögu hér en mæli eindregið með þessum stað. Á vonandi eftir að fara þarna aftur sjálf.

 


Smá pistill.

Nú styttist óðum í sumarfrí hjá okkur skötuhjúunum. Áður en ég get sagt skilið við vinnuna þarf ég samt að klára ýmsa hluti þar. Þ.e. svo ég þurfi ekki að byrja á þeim þegar við komum til baka. Því hef ég setið í sól og blíðu veðri í dag við tölvuna og unnið.

Heimir og Eva eru enn að bíða eftir að geta flutt. En það styttist þó verulega í það. Skrítið að verða bara tvö eftir í kotinu í vetur. Pabbi hennar og mamma eru búin að koma tvær helgar í röð til að reyna að hjálpa til við að mála og svona. Sigurgeir hefur líka aðeins verið að aðstoða við að koma íbúðinni í lag. Málið er að sá sem á hana ákvað að taka hana alveg í gegn áður en þau flyttu svo flutningarnir töfðust eðlilega en húsnæðið verður þá líka bara betra. 

Halldóra kom eina helgi um daginn með Aðalheiði norður það var auðvitað mjög ljúft. Hætt við að maður sjái þær ekki aftur fyrr en í október þegar fjölgar hjá þeim;) en þá ætla ég suður og leika við skottu mína og hjálpa eitthvað til. Lúri á nokkrum sumarleyfisdögum til þess.

Við erum búin að týna slatta af berjum undanfarið. Búin að gera bláberjasultu og hrútaberjahlaup plús það að búa til skyr ís með bæði bláberjum, aðalberjum og aðalbláberjum í. Frysti svo líka fullt af þessum berja tegundum. Spurning hvort maður verður svo duglegur og tekur slátur í haust.

Eyfi bróðir er búinn að vera hér fyrir norðan undanfarna daga í fyrstu námslotunni sinn í kennsluréttinda námi. Hann er bara ánægður með þetta svo vonandi gengur bara vel.

Jæja ætlaði bara að setja nokkrar línur hér meðan ég fengi mér smá pásu svo nú er best að vinna meira eins og maður segir stundum. Svo bíður mín tveggja vikna frí í sól og sælu eftir mánudaginn.


Afmæli ofl.

Þann 14. ágúst varð Einar móðurbróðir minn sjötíu ára og af því tilefni brá ég mér til Reykjavíkur með kaffivélinni þann dag. Var mætt ásamt Halldóru minni í afmæli kl. rúmlega fimm þetta verður sko veisla sem seint líður úr minni. Þarna voru öll móðursystkini mín mætt og fullt af öðru skemmtilegur fólki. Það er svo skrítið að manni líður alltaf svo vel þegar maður hefur hitt alla og ég fæ líka smá hnút yfir að vera ekki duglegri að heimsækja þetta fólk mitt þegar ég er fyrir sunnan. En það er nú bara svona tíminn fer alltaf svo hratt í borginni. En hvað um það ég skemmti mér og hafði gaman af þessari óvæntu ferð minni. Upplitið á mömmu varð ekki smá skrítið þegar hún sá mig því ég ætlaði mér ekki að fara suður í fyrstu svo hún átti ekki von á mérWizard frekar en afmælisbarnið og hans kona. Jæja en ég dvaldi ansi marga klukkutíma hjá þeim yndishjónum Einari og Bergþóru, dóttirin var líka orðin útkeyrð þegar við fórum heim til hennar um kvöldið eða nóttina.  Ég mætti svo í flug kl. 7 í gærmorgunn og var mætt í vinnu um 8:30 frekar framlág en það gerir ekkert til. Þessi ferð var bæði peninga og þreytu virði. Takk kærlega fyrir mig.


Dalvík, Akureyri og Hrafnagil

Um síðustu helgi var mikið um að vera hér norðanlands. Á föstudag brunuðum við á Dalvík ásamt Önnu og Gunna til að skoða mannlífið og fá okkur fiskisúpu að hætti Dalvíkinga. Mannfjöldinn var mikill þetta kvöld enda ekki skrítið þar sem þessi hátíð hefur fest sig vel í sessi. Við röltum um og byrjuðum á að fá súpu hjá Hólfríði frænku minni og co. (reyndar borðaði ég hana ekki því flestir setja lauk í súpuna og fyrir honum hef ég ofnæmi) löbbuðum síðan áfram og var meiningin að rölta um og skoða mannlífið. Á þessu tölti okkar sáum við þvílíkar raðir við sum súpuhúsin að allavega ég varð hissa. Kannski meðal annars vegna þess að ég myndi aldrei nenna að bíða í langri röð eftir súpubollaWink Jæja en svo sáum við heim að húsi Svanhildar Hólm og Loga Bergmann þar sem auk súpu var hægt að hlusta á Hvanndalsbræður Þar var ekki bara röð heldur troðið að mér sýndist. Örugglega marga langað að berja þau augum og smakka á þeirra súpu. Við hittum Binna og Ágústu á þessu rölti og auðvitað fleiri sem við þekktum, en áfram var haldið og þau hin smökkuðu á súpu í einu húsi á leiðinni. Ég fékk mér ekki súpu fyrr en við vorum komin til Marsýjar og Vals þar fékk æðislega súpu (lauk lausa) og hvítvín með. Takk fyrir það kæru hjón. Ég varð eftir hjá þeim en hin röltu áfram. Guðný Rut og Óli komu líka þangað en ekki fleiri af skólasystkinunum þar sem Sigga var lasinn og Systa fyrir sunnan var ekki smalað fleirum þangað. En það var ljúft að hitta þær stöllur ásamt mökum þó ekki væru nein rólegheit hjá frú Marsibil, þar sem súpan þeirra hjóna rann út. Dalvík var svo yfirgefin um kl. 23 og haldið heim, það var bíll við bíl alla leið inn á Akureyri þannig að við keyrðum bara rólega og vorum komin heim um kl. 24.

Á laugardag fór Sigurgeir í göngu með hóp frá Ferðafélaginu um hinn forna Bláskógarveg sem liggur af Reykjaheiði austur í Kelduhverfi. Gangan tókst vel og hann kom hæst ánægður heim um kvöldmat. Ég aftur á móti eyddi deginum í að koma tölvunni minni í réttan gír þ.e. átti eftir að græja internetið, vírusvörnina og koma prentaranum í gang með þessu öllu. Það tókst svo nú get ég farið að vinna á hana heima.  Skrapp svo í bæinn og smá búðaráp þar sem ég á eftir að fá mér Sandala fyrir utanlands ferðina. Fann nú samt ekki það sem ég leitaði að.

Sunnudagurinn var ljúfur sofið lengi og morgunkaffið drukkið úti á palli. Skruppum svo rúnt á handverkssýninguna í Hrafnagili. Ég sá svo sem ýmislegt fallegt en þó ekkert sérstakt. Finnst þessi sýning ekki lengur vera fyrir þá sem eru að dunda sér við að föndra í frístundum heldur eru þarna orðnir hönnuðir og atvinnumenn í sumum greinum og fannst mér keyra um þverbak þegar ég sá að bakarí eða brauðgerðarhús var þarna með sama brauð og selt er í stórmörkuðum. Allavega þá var ég hálf spæld eftir að skoða sýninguna í ár.

Ég kveð í bili og held áfram að gera mitt handverk sjálf því ég keypti ekkert um helginaSmile


Fljótt líða dagarnir

Já það er víst óhætt að segja að tíminn æði áfram. Mér finnst stutt síðan ég skrifaði hér síðast en þó eru það orðnar einar þrjár vikur. Á þessum tíma erum við búin að skreppa einu sinni í útilegu, reyndar bara eina nótt. Við fórum sem sagt hring héðan frá Akureyri til Dalvíkur, Ólafsfjarðar, Siglufjarðar þar sem við stoppuðum aðeins hjá Evu Maríu, Heimir var þar og vildum við fá þau í grill um kvöldið en ungafólkið vildi frekar leika sér en koma til okkar. Svo sem ekki skrítið og að mörgu leiti bara fínt því Heimir fór og spilaði golf í fyrsta sinn og þótti það mjög gaman. Á þessu ferðalagi okkar komum við líka við í Lónskoti og á Hofsósi. Ætlunin var svo að tjalda á Hólum en þar var allt pakkað svo við héldum áfram og fórum á tjaldstæðið í Varmahlíð. Þetta er nýtt tjaldstæði en allavega ný tekið í gegn og var mjög notalegt að vera þar. Við fórum þó aftur á Hóla á sunnudeginum og hlustuðum á Rússnenskann karlakór syngja, það var hreint út magnað. Að heyra sextán karla syngja eins og um 50 manna kór væri að ræða það er frábært. Við keyrðum svo um Skagafjörð, stoppuðum meðal annars í Glaumbæ og fengum okkur kaffi þar. Fórum síðan í sund í Varmahlíð áður en við fórum á tjaldstæðið þar sem við fengum okkur kvöldmat og nutum góða veðursins þar til við pökkuðum saman og héldum heim.

Sigurgeir tók sér frí á mánudeginum og fór með foreldra sína í dagsferð að Dettifossi í Forvöð, Hljóðakletta og Ásbyrgi. Ég fór aftur á móti að vinna.

Um verslunarmannahelgina vorum við bara heima. Tókum lífinu rólega fengum gesti og svona. Fórum á orgeltónleika á föstudagskvöldinu þar sem organisti Akureyrarkirkju fór á kostum við orgelspil. Hittum þar góða vini bæði akureyrska og annarstaðar í frá.

Á laugardagskvöldinu komu Alla Gunna, Ágúst og Aron í mat til okkar. Það var svo yndislegt veður að við borðuðum úti og sátum þar reyndar langt frameftir. Eyjólfur bróðir kíkti líka aðeins á okkur ásamt vini sínum og börnum.

Á sunnudeginum kom Jón, Þorbjörg og Sandra Rún við hjá okkur einnig Binni og Ágústa og svo Erla, Már og Hilmar. Um kvöldið fórum við svo í fjörutíu ára afmæli til Helgu Þyríar. Það var mjög skemmtileg og vel heppnuð afmælisveisla hjá henni stelpunni.

Á mánudeginum bauð ég svo Eyfa bróður og hans fylgi fiskum ásamt mömmu og pabba í mat. Þannig að það var svo sem ýmislegt haft fyrir stafni þessa daga.

Síðasta vika hefur svo farið í að vinna og gera verkin sín eins og vant er,

 


Meira um sumarfrí

Við komum sem sagt heim á föstudegi úr sumarbústaðnum. Það var auðvitað yndislegt eins og alltaf þegar maður kemur heim. Ég var líka hálf þreytt því ég var búin að vera slöpp af kvefi og skít nánast alla vikuna. En laugardagurinn rann upp fagur og mildur við pökkuðum saman og ákváðum að gista á tjaldsvæðinu á Húsavík næstu nótt þar sem við vorum á leið austur í Skúlagarð þar sem hjónin Ásta og Valdi buðu í 160 ára afmæli, en þau áttu bæði áttræðisafmæli þann fyrsta júlí. Þetta afmæli var tær snilld og gaman að hitta marga Keldhverfinga og  fleiri þar.

Jón og Þorbjörg voru líka á tjaldstæðinu á Húsavík með fellihýsið sitt. En við erum orðin eins og síðustu mólikanarnir þegar við förum í útileigu. Enn með gamla tjaldið sem við fjárfestum í fyrir 17 árum þegar stóra Miklagarðsútsalan var haldin. Ég vaknaði á jörðinni því vindsængin mín lak þannig að hún var nánast vindlaus. Auðvitað neitaði ég að vera þarna aðra nótt (finnst miklu betra að sofa í rúminu mínu) en það var nú samt ákveðið að fara gamla leið austur í Kelduhverfi þennan sunnudag, tengdapabbi ætlaði með okkur til að fræða Sigurgeir um leiðina og leiðbeina honum með hvar best væri að ganga hana. Sigurgeir er sem sagt að fara sem fararstjóri þarna fyrir gönguhópi í ágúst svo það er vissara fyrir hann að vita hvert hópurinn er leiddur og hvað fararstjórinn segir. Leiðinn sem við fórum var vart fær svona jeppling þannig að ég var frekar óróleg alla leiðina. Þessi leið er þó mjög falleg og vel gróin. Við komum niður í Laufás eftir umþb. 6 tíma í heiðinni. Við keyrðum svo eftir þjóðveginum aftur til Húsavíkur þar sem við skiluðum tengdapabba og fengum okkur næringu hjá tengdó, fórum svo og tókum saman tjald og dót sem var á tjaldstæðinu og héldum heim til Akureyrar.

Segja má að þoka hafi legið yfir Akureyri alla næstu viku, en við vorum heima fram til fimmtudags þá fórum við austur í Mývatnssveit í glampandi sól og fínu veðri. Það er nú alltaf fallegt þar. Við löbbuðum með gígunum við Skútustaði, stoppuðum svo við Höfðann, fórum að hringsjánni í Dimmuborgum og þar var hægt að sjá alla leið inn á Kerlingu það var svo bjart og gott veður. Jæja hvað um það við fórum í sjoppuna í Reykjahlíð og gæddum okkur á ís. Þaðan lá svo leiðin í jarðböðin. Eftir það var haldið heim á leið stefnan tekinn á Kísilveg og ekið sem leið lá niður að laxárvirkjun og síðan eftir þjóðveginum heim til Akureyrar. Eina lykkju lagði Sigurgeir þó á leið okkar eftir krókóttum slóða upp á Geitafell, þetta vil ég ekki muna því ég tapa bæði jafnvægi og geði á að fara svona upp á fjöll hvort heldur er akandi eða gangandi, en það var ekki stoppað fyrr en á toppnum. Ég get ekki lýst útsýninu þaðan því ég sá ekkert. En þeir sem ekki vita hvernig þessi klikkaða tilfinning er þekkja þetta ekki og skilja þar af leiðandi ekki um hvað málið snýst svo þetta verður ekki rætt frekar hér.

Föstudagurinn rann upp og þurfti að sinna ýmsum erindum áður en ég færi í flug til Reykjavíkur. Sigurgeir ætlaði austur á Húsavík að gera eitthvað fyrir tengdó og fara svo í seinbúið sextugsafmæli Óla Héðins. Þetta var auðvitað ekki neitt neitt sem við þurftum að brasa en við fórum þó í miðbæinn og versluðum smá og fórum á bláukönnuna og fengum okkur kaffi. Sigurgeir fór svo austur og ég í flug suðurSmile Helginni var svo eytt í faðmi litlu fjölskyldunnar og svo með Kristínu frænku sem var í heimsókn á landinu góða en hún býr úti í Ameríku. Við höfðum það nú rólegt á föstudagskvöldinu og ég fór til þess að gera snemma að sofa.

Á laugardeginum var ákveðið að við hittumst þrjár frænkur í Kringlunni til að skrafa og fá okkur ís. Þegar við vorum litlar tók hann Fúsi frændi okkur stundum um helgar og fór með okkur niður að tjörn og gaf okkur ís þegar við höfðum gefið öndunum og svona. Í minningunni var þetta oft gert en ég held nú samt að það sé eitt af því sem maður vill muna vel úr barnæsku því ég bjó auðvitað á Akureyri en Kristín og Kristbjörg báðar í Reykjavík. Kannski var þetta samt Fúsa leið til að tengja okkur frænkurnar því við erum allar á svipuðum aldri. Ísinn í Kringlunni klikkar ekki en það er verst að þurfa að sitja á gryfju handriðinu til að borða hann. Synir Kristbjargar og Róbert sonur Kristínar voru líka með þarna. Held að þeim hafi nú þótt við heldur hallærislegar frænkurnar en þetta var nú samt yndislegur tími. Þeir alveg frábærir allir saman og þær, það er alltaf gaman með þeim. Verst þykir mér að ég fæ alltaf höfuðverk ef ég stoppa lengi í þessum blessuðu verslunarmiðstöðvum.

Við Kristín fórum svo á Síma mótið í Kópavogi en þar voru Elín Björg, Inga Bjarney og Ólöf Rún að keppa í fótbolta. Hittum þar bæði Guðrúnu systir og Óla mág og svo Eyjólf bróðir ásamt Jóni Ágústi og Önnu Siggu þar. Ákveðið var að Róbert hennar Kristínar færi til Grindavíkur með Eyfa en Kristín ætlaði að gista með mér hjá Halldóru næstu nótt.

Kvöldið var dásamlegt við vorum bara tvær (söknuðum Kristbjargar heilmikið) grilluðum okkur, drukkum hvítvín og mösuðum langt fram á kvöld. Litla fjölskyldan kom heim um kvöldið og spjallaði heilmikið með okkur líkaSmile En stelpur bara takk fyrir frábærann dag. Á Sunnudeginum tókum við því svo rólega þar til ég þurfti í flug norður kl. 15.

En alvara lífsins er tekin við á ný. Þessi viku hefur liðið hratt við vinnu og húsverk, smá prjón og svo hef ég staðið við að mæta á Bjarg þessa vikuna. Engin miskunn nú fer á mínum tíma kl. 6:10 og er sæl og ánægð með að vera komin aftur í gang.

Þar til næst hafið það gott.

 

 

 

 


Sumarfrí

Já ég er í sumarfríi og er búin að vera það síðan 27. júní. Ljúfir dagar líða og eru senn á enda. Við byrjuðum á að keyra yfir Kjöl stoppa á Hveravöllum og halda svo suður á land. Við enduðum í Minni Mástungu sem er í Þjórsárdal, þar sem við höfðum sumarbústað í eina viku. Halldóra Friðný, Dúi Grímur og Aðalheiður Karen dvöldu þarna með okkur. Við reyndum að keyra svolítið um og skoða suðurlandið aðeins fórum bæði á Eyrarbakka og Stokkseyri þar sem við skoðuðum veiðisafn, sem þar er. Skrítin tilfinning að skoða uppstoppaðan Gírafa, ljón og fleiri frumskógardýr hér heima á fróni, AKD var þó mjög hrifin af öpunum sem þarna voru uppstoppaðir. Þegar við komum til baka úr þessari ferð var auðvitað farið í pottinn og svo grillað á eftir.

Á degi tvö var húsmóðirin í rúminu náði ekki að bryðja nóg af töflum til að verða hitalaus (var búin að finna fyrir því að ég var að fá kvefpest áður en fríið byrjaði) jæja en hvað um það maður verður stundum að láta í minni pokann, mér er þó meinilla við það og er því nánast aldrei heima lasin. Aðrir fjölskyldumeðlimir fóru í sund og svona í Árnes sem er þarna skammt frá.

Á mánudeginum fórum við svo lengra upp í Þjórsárdal og skoðuðum bæði Stöng og Þjóðveldisbæinn þetta er mjög fallegt svæði og örugglega hægt að ganga heilmikið um þarna. Allaveganna sá ég það á mínum manni að hann hefði vel getað hugsað sér að tölta aðeins meira þarna. en það verður bara næst. 

Á þriðjudeginum fórum við svo í Laugarás og skoðuðum Slakka. Þar fannst mér vanta meira af húsdýrum en kannski voru þau bara í felum. Við vorum bara þrjú á ferð þann daginn þannig að þeirri stuttu leiddist nú ekki að vera með afa og ömmu í dýragarðinum eins og skilja má. Í lokin fékk hún líka að spila smá minigolf á sína vísu.

Það var hestamanna mót á Hellu og því ekki hægt annað en skella sér að skoða þann stað. Þó ekki til að fara á mótið heldur til að berja staðinn augumSmile Óskaplega finnst mér allt flatt og vítt á þessari leið. Vantar alla nálægð við fjöll og svona.  En það er nú bara ég. Á Hellu mæltum við okkur mót við Sigga sem var á Hestamanna móti með drengina sína tvo. Keyrðum svo í Köldukinn þar sem þeir bræður eiga land og hann fræddi okkur aðeins um hvað þeir væru að plana þar. Eftir þetta skildu leiðir og við héldum til baka ætluðum í sund á Árnesi en þá var laugin þar lokuð svo við fórum í næstu laug sem heitir að ég held skeiðalaug. Fórum svo heim í bústað ánægð eftir daginn.

Fimmtudagurinn fór í að skoða meira í sveitinni og keyra líka upp að Laxárdal sem er rétt við Minni Mástungu. Þetta var vissulega síðasti dagurinn og nóttin í bústaðnum því það þurfti svo að pakka saman og þrífa á föstudeginum. En vikan var búin að vera góð, að vísu dulítið vindasamt en lítil sem engin rigning. Enda má segja að þarna vanti menn svolitla vætu fyrir gróðurinn. Við spiluðum yatzy á kvöldin og bara höfðum það gott. Lágum þó nokkuð í pottinum og svona. Enda á maður að slappa af í sumarfríinu sínu, ekki satt?

Það var ákveðið að keyra ekki hefðbundna leið norður svo leiðir okkar skyldu við Árnes og unga fólkið fór til Reykjavíkur en við keyrðum sem leið lá á Þingvöll og þaðan fórum við Uxahryggjaleið og komum niður í borgarfjörð. Ég hef ekki farið þessa leið síðan ég var barn en hafði mjög gaman af þessu brölti okkar þó vegurinn væri nú ekki mjög góður. En það er allavega búið að prufa nýja bílinn á öðru en malbiki og hef ég nú trú á að minn maður eigi eftir að finna margar leiðir til að keyra núna þegar hann loksins kemst út af malbikinu.

Það kemur meira frá sumarleyfinu fljótlegaSmile

 

 


Bloggleti

Ekki er það fyrir það að ekkert gerist þessa dagana sem ég blogga ekki. Annað hvort er þetta helber leti, of mikið að gera eða ritstífla.

Við erum búin að fara suður og flytja með dótturinni og tengdasyninum. Tókum í leiðinni tvær veislur önnur var í tilefni útskriftar systkinadætra minna þeirra Þóru Bjargar Ásgeirsdóttur sem útskrifaðist sem Stúdent frá fjölbrautarskólanum í Garðabæ og  Karenar Lindar Óladóttur sem útskrifaðist sem stúdent úr Versló af náttúrufræðibraut eftir þriggja ára nám. Til lukku með þetta báðar tvær. Þóra Björg og Karen Lind

Á sunnudeginum var svo hún Erla Ásgeirsdóttir bróðurdóttir mín fermd og þá var nú heldur betur tilefni til veislu. Hér má sjá fermingarbarnið með foreldrum sínum.

Ásgeir, Erla og ÞóraDSCF4848og mynd af pakka borðinu. Mér fannst snilldar skreyting á því þar sem stúlkan er algjör skíða stelpa enda á hún nú ekki langt að sækja það áhugamál.

Á sunnudagskvöldinu skruppum við svo í Sandgerði til Jóns bróður hans Sigurgeirs og hans fjölskyldu. Auðvitað þurfti Geiri aðeins að skreppa í húsin með bróður sínum eins og sjá má hér

DSCF4855Þetta eru nú einu sinni sannir sveita piltar.

Læt þetta duga frá síðustu suður ferð en kem fljótt með fleiri fréttir og kannski myndir líka. Ég má nú samt til með að bæta einni mynd af nöfnu minni við en hún fann fullt af grænum þríhyrningum á kransakökunni hjá Erlu.

DSCF4846

 

 

 


Tónleikar, vinna ofl.

Enn og aftur er komin helgi. Þessi verður örugglega þétt skrifuð eins og svo oft áður. Sigurgeir fór ásamt Karlakór Akureyrar Geysi á Siglufjörð í dag, þeir eru með tónleika þar í kvöld. Á morgunn eru svo tónleikar hér í Glerárkirkju kl. 16 og Grill annað kvöld. Hlakka til þessa viðburða beggja. Á eftir ætlum við Eyfi bróðir að borða saman hér hjá mér enda er ég ein í kotinu. Heimir og Eva kláruðu prófin sín í gær, við buðum þeim út að borða á Greifann af því tilefni. Gott að gleðja þau annað slagið. Eva fór svo heim á Sigló í dag og Heimir keyrði suður til Halldóru.

Annars ættla ég að vinna svolítið þessa helgi svona til að búa í haginn fyrir þá næstu en þá er meininginn að fara í  borgina eins og ég hef áður skrifað um.

Ekki meira í bili


Hvítasunnan nánast búin

Þá er litla fjölskyldan lögð af stað til Reykjavíkur á ný. Sú stutta vildi alveg verða eftir hjá ömmu og afa en fór þó sátt þegar hún vissi að við kæmum eftir nokkra daga. Það er búið að hjóla og leika sér auk þess sem við skruppum á Húsavík í gær. Í morgunn skruppu Halldóra, Dúi og Aðalheiður Karen á sjó með karli föður mínum og leiddist þeirri stuttu það ekki. Hún veiddi líka einn fisk pínulítinn þorsk:) Sigurgeir fór aftur á móti á skíði upp í Víkurskarð þannig að það var rólegt hjá mér á meðan. Fór reyndar að reyna að finna eitthvað um Rhodos því þangað erum við búin að panta ferð í haust en finnst við samt vita ósköp lítið um staðinn og geta lesið fátt um hann. Gaman væri ef einhver þarna úti getur sagt mér eitthvað um þennan stað. Á ég kannski að hætta við og fara eitthvað allt annað? Jæja það verður að koma í ljós.

 Nú er aftur á móti komin tími til að vinna aðeins hjá mér því það eru bara fjórir vinnudagar í þessari viku og eins verður í þeirri næstu hjá mér þar sem við förum suður. Heilmikið að gera þá helgi fyrir sunnan tvær útskriftir, flutningar og ein ferming.

Þar til næst hafið það gott.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband