Færsluflokkur: Vinir og fjölskylda
21.3.2007 | 21:47
Slen, hvað er nú það?
Þessi dagur byrjaði frekar erfiðlega því ég vaknaði með kvef.beinverki og höfuðverk. Það er nú samt yfirleitt ekki mín deild að vera veik og liggja í rúminu svo ég gerði bara eins og stundum áður við þessar aðstæður fékk mér íbúfen og fór í skólann. Dóttir mín hefur nú reyndar sagt að menn þurfi að vera fárveikir til að ég samþykki að þeir séu veikir heima, held að það sé nú ekki rétt hjá henni. En ég allavega fór í skólann og heim um hádegi tók meira íbúfen og tók svo þrjú viðtöl eftir hádegið. Núna finn ég ekki fyrir beinverkjum né höfuðverk þó komið sé kvöld þannig að ég held að ég hafi fælt flensuna á brautvei fyrir því. Má heldur ekkert vera að því að leggjast í rúmið þarf að komast sem lengst með blessaða ritgerðina fyrir páska svo ég geti eytt páskafríinu í borginni þar sem sambýlingurinn ætlar að leggja nýtt parket hjá dóttur okkar og tengdasyni. Á nú samt ekki von á öðru en ég þurfi að hafa námsbækurnar með mér því það styttist í lokinn. Kannski maður hafi samt tíma til að hitta einhverja ættingja og vini. Hitti Sillu frænku í dag hressa að vanda á nú frekar von á því að sjá meira af henni fljótlega því aðalfrænkan kemur með flugi annað kvöld. Er nú samt ekki viss um að ég hafi mig á neitt rall um helgina. en hvað um það, kemur allt í ljós.
Over and out
20.3.2007 | 19:51
Vinir
Stundum dettur mér í hug gömul vísa þegar ég hugsa til æskuvinana, kannski vegna þess að það er svo algengt að við gleymum einum og einum gömlum í hringiðu lífsgæðakapphlaupsins. En hvað um það vísan er svona.
Gleymdu aldrei gömlum vin
þó gefist aðrir nýir
þeir eru sem skúra skyn
og skyndilega hlýir.
Gangið svo hægt um gleðinar dyr þó ég hafi sett af stað partý skoðanakönnun
19.3.2007 | 19:02
Klúður eða hvað
Í dag sat ég skemmtilegan fyrirlestur í EES eins og venjulega. Í dag var verið að fjalla um EFTA , ESB og EES. Eftir því sem ég fer í fleiri fyrirlestra í þessu fagi verð ég meira og meira spurningarmerki um hvort við eigum að sækja um aðild að Efnahagsbandalaginu eða ekki. Stundum finnst mér sem við séum komin það mikið inn í þetta að það verði ekki aftur snúið og því sé bara best að taka þátt í þessu af fullum krafti. Þegar maður fær vísa reikninginn sinn að hluta til í Evrum af því að einhverjar verslanir eru með sitt í Evrum þá veit maður ekki hvað er í gangi. En á móti hef ég líka tilhneigingu til að hugsa að þetta bandalag sé að verða of stórt sem sagt að það eigi eftir að liðast í búta aftur og þá er spurninginn hver stendur með hverjum. Kannski er þetta allt eintómt rugl í mér, en samt er ég á móti því að við hirðum bara góðu molana úr kassanum því þá erum við ekki að spila rétt. Í daga þurfti diktafónninn endilega að gefa upp öndina þegar ég var komin til að taka viðtal við einn af deildarstjórunum sem ég er að taka viðtöl við vegna lokaritgerðarinar. En þetta blessaðist nú allt og ég er komin með láns tæki fyrir morgundaginn:)
Annars held ég að það sé einhver pesti að reyna að ná bólfestu í mínum skrokki núna ættla því að fá mér Íbúfen og leggja mig smá. Þar til næst over and out
18.3.2007 | 19:13
Menn á leið til byggða
18.3.2007 | 14:49
Sambandsleysi og skítaveður.
Sem sagt mér er ekki farið að standa á sama. Í dag er skítaveður þ.e snjókomma, skafrenningur og ekta vetrarveður. Geiri fór með ferðafélaginu á Þeistareyki á gönguskíðum í gær og ég hef ekki hugmynd um hvernig þeim gengur. Víkurskarðið var ófært áðann og ég á ekki von á að það sé orðið fært. Líður ekki vel að frétta ekkert af þessum ferðalöngum. Annars er ég samt búin að vera bara þokkalega dugleg í dag. Er búin að vera að lesa mér til og undirbúa fyrir viðtölin sem ég er að fara að taka vegna lokaritgerðarinar. Mamma var loksins orðin hitalaus í gær svo nú fer þetta vonandi allt að koma hjá þeim þarna á Kanarý. Þau eru búin að framlengja ferðina um eina viku svo vonandi fær hún góða sól og hlýju á þeim tíma. Ég sjálf hef verið að velta fyrir mér hvað ég geri til að fagna í vor (ef mér tekst að klára skólann) og viti menn aldrei þessu vant þá vildi ég helst halda heljar partý Ég sem venjulega vill ekki halda uppá neitt nema fyrir aðra;) En þetta er allt á teikniborði hugans. Findist nú samt gaman að vita hvað ykkur lesendum góðum finnst Á ég að slá upp heljar partýi eða á ég bara að kúra einhversstaðar með Geira mínum? Mig er farið að langa til að fá vinina og ættingjana í heimsókn og sprella smá en kannski er ég bara að vera eitthvað klikk í hovedet
Best að gera eitthvað af viti allavega reyna það
Þar til næst farið vel með ykkur
Heiða
17.3.2007 | 17:17
Leti
Hvað á maður að gera við leti Ég er að berjast við þvílíka takta í sjálfri mér núna. Langar mest af öllu að leggja mig þó ekki væri nema í klukkutíma eða svo. Dagurinn er búinn að vera heldur rólegur, samt er ég nú búin að geta það sem ég ætlaði mér í stjórnunarverkefni og svo auðvitað aðeins að lesa í sambandi við viðtölin sem ég þarf að taka í næstu viku. Kannski ég leyfi mér bara að leggjast fyrir framan sjónvarpið með popp og kók í kvöld:) það væri allavega tilbreyting frá því að sitja við tölvuna
16.3.2007 | 20:24
Mikið að gera í dag:)
Jæja eða þannig allavega. Skemmti mér mjög vel í gær bæði fengum við frábærann mat á Strikinu og svo var alveg þrælgaman á Píku sögum. Gaman að sjá Sunnu Borg í þessu verki, hana vantar ekki taktana Mamma er enn veik á Kanarý þó hún sé kannski heldur skárri. En ég er búin að vera býsna dugleg í dag að bóka viðtöl í næstu viku held bara að ég sé að verða búin að fylla kvótann. Verð þvi að vera mjög dugleg um helgina að undirbúa mig fyrir þetta allt samann. Nú kemur Heimir minn heim úr vinnu sennilega svangur og þreyttur best að kíkja aðeins á hann.
15.3.2007 | 14:07
Gaman, gaman
14.3.2007 | 18:42
Hugurinn er á Kanarý
Enn liggur mamma veik þetta er að verða frekar leiðinlegt og hugurinn festist ekki við það sem þarf að gera hér heima. Við systur vildum helst fá foreldra okkar heim strax en það gæti nú reynst erfitt því það eru allar flugvélar fullar. Við vissum svo sem að það eru margir sem eru þarna á þessum árstíma en það er samt ömurlegt að vita af mömmu veikri og pabbi situr á svölunum þannig að hann geti hlaupið inn ef hana vantar eitthvað. Ferðin er þeim auðvitað ónýt. En að öðru í morgunn var ég í EES í skólanum og ég verð alltaf sannfærðari um það að aðalhugsunin um inngöngu í ESB snýst um hvað við græðum við viljum bara bestu molana úr konfektkassanum en helst ekki annað Það er talað um að lauma evruni inn bakdyramegin kannski við viljum bara fá hlutina bakdyramegin. Mín skoðun er sú að annaðhvort förum við alla leið eða látum bara vera að vasast í þessu. Tímarnir í stjórnun eru alltaf skemmtilegir og í dag var þar engin undantekning eitt af því sem rætt var um var hversu lélegir eiginmenn kæmu út úr ungu kynslóðini í dag þar sem tölva og fótbolti væri alls ráðandi í forgangsröðun karlpeningsins. Það væri ábyrgðarhlutur mæðra 40 ára og eldri að hafa leyft drengjunum að vera að spila fótbolta og tölvuleiki. Einu sinni voru drengir ónýtir af því að þeir voru ekki látnir taka til og elda. Hvað verður það næst? Jæja þar með er ég búin að pústa í bili
Over and out
Heiða
13.3.2007 | 21:24
Dagur að kveldi kominn
Búin að vera ansi dugleg í dag koma þó nokkrum orðum á blað, gera lista yfir væntanlega viðmælendur í viðtölum sem ég þarf að gera í sambandi við lokaverkefnið mitt. Fór lika út að ganga í þvílíku dýrðar veðri um kaffi leytið. Er svo líka búin að heyra í öllum mínum systkynum í dag auk þess sem ég hringdi í mömmu á Kanarý. Hún er enn lasin blessunin en fær núna einhverjar sprautur á hverjum degi til að drepa þessa sýkla. Vonum að það gangi og hún njóti góða veðursins þarna með pabba næstu tvær vikurnar. Á morgunn er skóladagur þ.e skóli fram að hádegi og svo ætla ég mér að fara í smá dekur eða þannig á snyrtistofu hér í bæ. Er annars hægt að kalla það dekur þegar maður fer í plokkun og litun? Held varla. Ekki veit ég hvar þessi pressa um upptöku Evru og inngöngu í ESB endar en eitt er víst að fyrir mánuði voru allir á leið í Evruna en nú heyrir maður ekki betur en að það séu mikið færri sem vilja fara í ESB en maður hélt og Frjálslindir vilja meira að segja endurskoða schengen. Kannski það sé rétt sem maður las þegar maður var að kynna sér evru umræðuna að á meðan illa gengur í efnahagslífinu vilja allir evru en þegar fer að ganga betur þá vill engin evru. En hvað um það mér fer ekki þessi stjórnmálaumræða. Ég hef alltaf haldið því fram að ég sé ekki til pólitísk og ættla að halda því fram áfram En nú er ég hætt að bulla í bili.
kveðja
Heiða