Færsluflokkur: Vinir og fjölskylda
29.3.2007 | 19:23
Væmin út í eitt
29.3.2007 | 08:41
Ungviðið
Börn eru yndisleg, ekki hvað síst þegar þau koma með skemmtileg tilsvör. Litla ömmuskottið mitt er þar engin undantekning. En í gær hringdi þessi elskka (auðvitað með hjálp móður sinnar) til að þakka fyrir pakka sem amma og afi sendu henni. Í pakkanum voru náttföt og á treyjuni er bæn. Ég spurði þá stuttu hvað hefði verið í pakkanum hún var fljót að svara "peysa" ég held áfram að spjalla við hana og spyr svo hvað stendur á peysunni? það stóð ekki á svarinu hjá þeirri stuttu "Drottinn" málið var að mamma hennar var búin að lesa bænina fyrir hana og þetta mundi sú stutta. En hún var komin í náttföt kl. 6 í gærkvöld af því að það þurfti auðvitað að prufa þau strax. Jæja ég ætla að drífa mig í að bæti í lokaritgerðina nokkrum orðum því hún á að fara í smá ritskoðun (eða það sem komið er) á eftir. Síðan er viðtal við bæjarstjóra kl. 11 út af ritgerðini það er alltaf að komast betri og betri mynd á þetta.
Þar til næst over and out
p.s Annars væri nú gaman að sjá hverjir eru að kíkja hér við, þannig að skiljið endilega eftir far
kv. Heiða
28.3.2007 | 12:32
Leiðtoginn og Ásdís Halla
Í gærkveldi fór ég á fyrsta hluta námskeiðsins um leiðtogann sem Ásdís Halla Bragadóttir gerði. Hún er greinilega snilldar fyrirlesari, talar blaðlaust og er einungis með glærur til að styðjast við eða allavega gat ég ekki betur séð. Hvað um það námskeiðið er haldið í fyrsta sinn á Akureyri og sækja það 550 konur á öllum aldri. En skyldi ekki vera gott fyrir karlmenn að fá svona námskeið líka? Þarna kemur upp í mér smá púki þar sem ég er alfarið á móti að draga fólk í dilka eftir kynferði. Eftir þetta frábæra kvöld dreymdi mig bara vel. Í morgunn beið svo skóli og meiri skóli þannig að ég sleppi ræktini í dag en á morgunn fer ég þangað. Nú styttist óðum í páska og þar af leiðandi í að ég sjái litlu familíuna í R.vík. Hlakkar ekki smá til að sjá framfarir nöfnu minnar á þessum mánuðu sem þá verður liðinn frá því að ég sá hana síðast. Er komin í þvílíka þörf fyrir að knúsa hana aðeins. Ekki skrítið að ég gæti ekki látið mín börn af hendi nema vera kvalin af þrá eftir þeim þegar þau voru lítil er þetta eigingirni eða hvað? Jæja hér er sól og blíða þannig að allir hljóta að vera glaðir. Verst að þurfa að sitja inni í viðtölum og skriftum væri betra að vera úti á tölti eða bara taka snemmbúna vorhreingerningu í garðinum Hætt þessu blaðri og farin að skrifa vonandi eitthvað gáfulegra
27.3.2007 | 13:44
Vítamín sprauta
Kannski er þetta ekki góð fyrirsögn hjá mér. En mig vantar samt smá stuð núna til að koma mér í gang að skrifa. Fór í ræktina í morgunn og tók svo eitt viðtal, það gekk mjög vel. Fór svo í eitt af þessum leiðinda verkum það er að versla í matinn. Slysaðist samt inn í eina tusku búð og verslaði mér tvo boli svona svo ég hefði eitthvað að vera í þegar sólin fer að skýna. Auðvitað verður maður líka að búa sig undir að vera léttklæddur í Tallin og Pétursborg í sumar Er búin að skoða börnin á barnalandi sem ég heimsæki reglulega og eins nokkra skemmtilega penna í bloggheiminum. Vildi að ég gæti skrifað svona uppbyggilega. Nú er víst einhver að baula í mér að koma að gera eitthvað svo ég kveð að sinni.
Heiða
26.3.2007 | 11:32
Margt er skrýtið í kýrhausnum
25.3.2007 | 20:44
Mistök
25.3.2007 | 20:38
Vinur
Vinur
Vinur er sá er í hönd þér heldur
og hjarta þínu veitir skjól.
Aldrei vinur sorgum veldur
en veitir jafnan hlýjast ból.
og sorgir þínar fælir brott,
alltaf glaður og aldrei bitur,
æva færir kærleiksvott. Vinur er sá er í kulda kemur
og kalið hjarta þiðið fær.
Vinur er sá er tregann temur
og tekur þig að hjarta nær. Vinur er sá er vill þér halda
og vernda þá er sorgin knýr
að dyrum þér og um aldir alda
alltaf kemur hann sem nýr. Vinur er sá er brosir breiðast
er brosir hamingjan þér við,
og jafnan hönd í hönd vill leiðast,
hamingjunnar að stytta bið. Vinur er sá gleðst æ glaður
er gleðin brosir ljúft við þér.
Þér við hlið æ stendur staður,
sterkastur kletta jafnan er.
Ég held að ég sé að því komin að setja bara vísur eða ljóð sem að mér finnast falleg hér inn. Það er nú kannski alveg satt en allavega rakst ég á þetta áðan þegar ég var að leita að gögnum í tölvunni minni. Hafði tekið þetta af einhverri vefsíðu og geymt og notað stundum inn í kort brot út þessu ljóði. Vel við hæfi eftir góða helgi þar sem maður hefur aðeins ræktað vináttu og frændsemi.
Ekkert varð af skíðaferðinni hjá Sigurgeir enda varla mikill snjór eftir. Hefði nú samt kannski sloppið til en ágætt samt að hafa hann heima. Búin að vinna aðeins úr viðtölunum sem ég tók í síðustu viku , þarf svo að taka nokkur í næstu viku og vinna svo úr þeim gögnum sem komin eru. Er líka á leið á leiðtoganámskeið í næstu viku mjög spennandi í boði sjálfstæðisfélaganna á Akureyri. Læt fylgja hér mynd af Aðalheiði Karen skautaskvísu sem fór á fyrsta sinn á skauta í gær. Hringdi svo í ömmu sína alsæl því þetta var svo gaman.
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 20:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.3.2007 | 12:22
Framsókn
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 12:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.3.2007 | 15:13
Tíminn líður hratt
Það er víst óhætt að segja að tíminn líður hratt. Mér finn ég vera rétt komin í námsleyfi en það eru víst að verða fimm mánuðir síðan. Bara rúmlega einn og hálfur mánuður eftir. Í morgun skrapp ég aðeins niður í vinnu og viti menn ég gat gert smá gagn. Var nú samt ekki meiningin að vinna neitt þegar ég fór af stað. Var að taka viðtal við bæjarlögmann út af verkefninu mínu en frestaði svo tveimur viðtölum. Eðalfrænkan mætti ekki á svæðið í gærkveldi eins og búist var við því það var ekkert flogið milli Akureyrar og Reykjavíkur í gærkveldi. En nú er hún mætt og vænti ég þess að eiga góða kvöldstund með þeim hjónum í kvöld. Ritgerðarsmíðin gengur hægt og rólega en ég er nú samt alveg róleg. Sýnist ég ekki vera neitt á eftir öðrum allavega með þetta. Er reyndar aðeins að bíða eftir kommenti frá leiðbeinandanum mínum varðandi viðtölin, en ég held mínu striki á meðan ég heyri ekkert. Ég er auðvitað farin að bíða eftir að getað knúsað stelpurnar mínar bý við algjört karlaríki eða þannig. Sigurgeir er á leið upp á fjöll á morgunn fer sem fararstjóri yfir Tunguheiði. Það verður nú samt bannað að fara ef veðrið verður eins og um síðustu helgi. Þoli ekki svona einhverja hræðslu um hvar menn eru. Það var nú svo gáfulegt ferðalagið á síðasta sunnudag að hópurinn gekk eftir GPS tæki allan daginn og þau voru ekki komin heim fyrr en kl. rúmlega 20. Voru sótt af Björgunarsveit upp í Kröflu því það var ófært. Ætla að láta þetta duga í bili en set hér með mynd af einum göngugarpnum um síðustu helgi svo þið getið séð hverslags veðurlag var þarna.
Þarna eru menn komnir eigum við að segja til byggða en takið eftir skeggið er frosið. Held að þetta sé fararstjórinn úr þessari ferð.
22.3.2007 | 15:31