Færsluflokkur: Vinir og fjölskylda
25.5.2007 | 19:47
Raus
Nú er ég komin á að það hafi verið rétt að hætta við Hríseyjarferðina það er örugglega mikið betra að leggjast í sjónvarpssófan með rauðvínsglas eða eitthvað annað ámóta gott og gera ekki neitt. Er nú samt alveg að leggjast í þetta strax. Ætla mér að gera einhverja bragarbót á heimilinu þó ekki væri nema að ryksuga og þurrka af.
Hér fyrir nokkrum bloggum síðan sagði ég að ég myndi ekki fara meira í skóla. Ekki veit ég hvað er að mér. Sá auglýsingu um aukið fjarnám frá HÍ og fór auðvitað að skoða hvað væri í boði. Það er svo sem ýmislegt en ég er samt ekki búin að sækja um neitt og ætla mér ekki að gera það núna, en ef ég sæi einhvern spennandi stjórnunarkúrs gæti ég alveg trúað því upp á sjálfa mig að slá til.
Er búin að pæla svolítið í Aðgerðarrannsóknunum og held að ég eigi nú alveg að hafa þetta. Ætla nú samt að reikna það sem ég get um helgina.
Eitthvað er að bilast í hausnum á mér ég er búin að vera að leita að stjórnarsáttmálanum á netinu en finn hann ekki, hef aldrei verið mikið fyrir pólitík en nú vil ég endilega lesa þetta plagg. Ef þið vitið um slóð á sáttmálann lesendur góðir þá væri vel þegið að fá hana. Kannski ég hafi fengið meiri áhuga á þessari tík sem pólitíkin er eftir vinnuna við ritgerðina mína.
Samviskubitið er alveg farið yfir eyðslunni á snyrtistofunni í gær svo er Kristbjörgu eðalfrænku minni að þakka. Hún hefur alltaf getað peppað mig upp þó langt virðist stundum á milli okkar.
Það er pínu skrítið að vera farin að vinna aftur held að ég hafi rétt verið búin að ná því að ég var ekki í vinnuni heldur bara skóla þegar skólinn var að mestu búin og vinnan byrjuð aftur. Nú ætla ég að horfa á kastljós og hella á kaffi handa pabba sem var að koma inn um dyrnar.
Over and out.
24.5.2007 | 22:31
Ýmislegt
Ég er nú ekki vön því að bruðla mikið í sjálfa mig en ákvað fyrir prófin að ef ég næði átta í prófunum og ritgerðini þ.e. í þeim fögum sem ég var í eftir áramót þá myndi ég sko fara í smá snyrtistofu ævintýri. Þetta gerði ég í dag eftir vinnu og viti menn ég lét dekra við mig pína mig og gera mig fína í tvo klukkutíma lá ég á bekknum hjá yndislegum snyrtifræðingi, fékk nett áfall þegar ég vissi hvað þetta dekur kostaði en Vísað rann nú samt ljúft í gegn. Myndi nú samt fljótt verða blönk ef ég gerði þetta einu sinni í mánuði. Er samt ekki komin með gevineglur á það eftir:) ef ég fæ sjö eða yfir í har þá splæsi ég í það:) mætti álíta að ég hefði dottið á höfuðið. En ég er búin að ákveða að ég útskrifist bara einu sinni úr Háskólanum og því þá ekki að leyfa sér að njóta þess að gera sig fína fyrir það.
Sigurgeir flaug suður í kvöld og kemur ekki norður aftur fyrr en á mánudagskvöldið. Þannig að ég verð grasekkja þessa hvítasunnuhelgi. Ætla mér líka að læra aðgerðarrannsóknirnar þessa daga og svo þarf ég að ákveða hvernig ég ætla að hafa útskriftina það er ef þetta tekst allt saman. Það er skíta veðurspá svo ég freistast ekki til að fara í garðvinnu það er á hreinu. Annars var Sigurgeir ekki að fara neina skemmtiferð suður hann er í Grindavík að smíða fyrir Guðrúnu Jónu og Óla Björn, hefði alveg viljað fara líka og hitta systur mína og mág og svo Eyfa bróður líka. Þau koma nú samt væntanlega norður í júní:)
Ég er búin að dobbla pabba til að setja nýja dælu í þvottavélina fyrir mig á morgunn svo ég geti nú þvegið fötin mín hér heima. Vonandi tekst honum það.
Það átti að fara út í Hrísey á morgunn úr vinnuni hjá mér en því hefur verið frestað í annað sinn vegna veðurs enda hríðarspá fyrir helgina. Mér varð nú á að spyrja hvort menn ættu ekki kuldagalla. Þetta kætir þá sem stunda skíði. Ásgeir bróðir kemur norður með Erlu á morgunn til að vera á skíðum og Þóra Björg er komin hingað kom í dag hún er nú reyndar á skíðaþjálfara námskeiði sem haldið er hér um helgina. Erla verður aftur á móti við æfingar ásamt fleiri skíðakrökkum. Jæja nú er ég hætt þessu og farin að sofa hugsa að ég fari samt ekki í leikfimi aftur fyrr en í næstu viku. Er búin að vera hálf léleg í bakinu síðan ég fór á mánudaginn hef sennilega gert æfingu sem ég þoli ekki.
Góða nótt
21.5.2007 | 10:09
Helgin
Ný vinnuvika er hafin með nýjum áherslum. Vaknaði sem sagt fyrir sex í morgunn og dreif mig í ræktina. Verð að koma þessum þjálfunar málum mínum í lag. Skrapp heim og hengdi út þvott áður en ég fór í vinnuna. Gott mál. Verst að ég þori ekki að þvo meira því þvottavélinn míglekur dælan er víst ónýt. Jæja hvað um það ég á eitthvað af hreinum fötum svo þetta sleppur til. Helgin sem var að líða var nú bara ljúf og góð. Tengdó komu í bæinn og fóru með mér á tónleika Karlakórsins á laugardagskvöldið. Tónleikarnir tókust mjög vel og var Glerárkirkja full af tónleikagestum, tónleikarnir skiptust í þrennt fyrst voru hefðbundin karlakóralög síðan kom drengjakór og söng nokkur lög og í endann söng kórinn nokkur lög úr prógrammi sem þeir hafa verið að æfa með lögum sem Vilhjálmur Vilhjálmsson söng. Eftir tónleikana fór ég með Sigurgeir upp í Lón þar sem drengjakórnum var boðið í pizzu, en það er svo sem viðtekin venja að koma saman eftir tónleika og pústa aðeins. Við keyrðum tengdó reyndar heim áður en við fórum upp í Lón (var nú samt búin að búa um þau og svoleiðis þannig að þetta tók ekki langa stund).
Í gær var svo brugðið út af venjunni og eldaður matur í hádeginu. Við buðum líka systur tendamömmu og hennar manni í mat með okkur. Það er nú ekki svo oft sem tengdó koma inn á Akureyri. Ég held að allir hafi verið ánægðir þannig að þá er ég ánægð:)
Heimir var alla helgina að gera bílinn sinn fínann búinn að massa í lakkskemmdir og bóna hann allan hátt og lágt. Gaman að sjá árangurinn. Gat nú samt ekki annað en hlegið þegar hann hafði orð á að nú skildi hann að pabba sínum þætti gott að fá hjálp þegar hann væri að bóna.
Jæja nú er best að vinna það sem eftir lifir dags og fara svo heim að læra
Over and out
Heiða
18.5.2007 | 18:45
Sæl og glöð
Því verður ekki neitað að ég varð óskaplega glöð þegar ég fékk póst frá leiðbeinandanum mínum í lokaverkefninu mínu með einkunn í morgunn og ekki varað ég síður kát þegar kom einkunn út stjórnunarprófinu. Bíð samt enn eftir einkunn í EES og svo er síðasta prófið ekki fyrr en fyrst júní. Það stefnir nú samt allt í að ég fara að baka eitthvað til að eiga með kaffinu þann níunda júní. Ætla ekki að hafa þetta lengra núna þarf að þrífa hér. Á von á tengdó á morgunn og þá vil ég ekki standa á haus í húsverkum.
17.5.2007 | 21:04
Dagurinn í dag
Dagurinn í dag er kannski góður til að ljúka verkum. Allavega þá er nú loks búið að taka ákvörðun um að slíta ríkisstjórnarsamstarfi sjálfstæðis- og framsóknarmanna. Þannig að nú er nóg að gera hjá fréttamönnum í að veiða blessaða stjórnmálamennina. Það verður fróðlegt að sjá hvort Geir og Ingibjörg Sólrún geti komið sér saman. Seinnihluta kosningarbaráttunar hefur varla heyrst minnst á ESB en það er nú samt ofarlega á lista samfylkingarmanna að sækja um aðild þar og sækja um að taka upp Evru. Sjálfstæðismenn hafa verið alfarið á móti því. Sjáum hvað setur með það.
Annað verk og auðvitað eitthvað sem kemur bara mér og mínum við var klárað í dag, Sigurgeir og Heimir náðu sem sagt asparhniðjunum sem eftur voru á lóðinni hér í burtu svo nú get ég farið að planta í holurnar (gæti nú hæglega sett tjarnir í götin) ætla að láta fylgja þessu bloggi myndir af þeim feðgum við þetta verk.
Seinnipartinn horfði ég á svarta reykjarsúlu stíga upp frá Krossanessvæðinu og viti menn hjartað í mér sló hraðar mér verður alltaf illt þegar eldur er einhverstaðar minnug þess að fyrir tæpum 30 árum lenti pabbi í bruna í Krossanesi. Það er ekki fögur sjón þegar fólk fær djúp brunasár. Jæja en í þessu tilviki var eldur í dekkja og rusla hrúgu sem Hringrás er með þarna á svæðinu. Við brugðum okkur í bíltúr að skoða þetta bál og kolsvartann reykinn sem skreið út með firðinum en lagðist ekki yfir bæinn eins og sagði í kvöldfréttum. Kannski fór hann samt inn til fólks í Hlíðinni. Jæja ætla að hætta þessu bulli en læt myndirnar fylgja hér með. Hér er líka ein af Heimi þar sem hann er að fara á rúntinn með Evu sinni.
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 21:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.5.2007 | 18:42
Hjólum
Í morgunn fór ég á porsinum í vinnuna (fyrir þá sem ekki vita þá er porsin reiðhjólið mitt) Hjólaði sem sagt í hálfgerðri slyddu þangað var löngu hætt að sjá þegar ég kom í vinnuna því það vantar rúðuþurrkur á gleraugun í svona veðri. Auðvitað vann ég svo í allan dag og hjólaði svo heim í sólskyni en það er nú samt ekki hlýtt algjört glugga veður. Þar sem ég var líka að vinna seinnipartinn í gær þá lærði ég nú ekki mikið í þessum blessuðu aðgerðarrannsóknum verð því að taka mig til í andlitinu í kvöld svo ég klúðri þessu nú ekki endanlega. Sigurgeir fer á kóræfingu svo ég verð örugglega ekki trufluð:) Heimir fer í sitt síðasta próf á þessari önn á morgunn svo nú fara allar námsbækur á þessu heimili að fara í kassa. Það verður fróðlegt að frétta í kvöld hvort það er búið að ákveða endanlega hvert utanlandsferðin í júní verður en eins og ég var búin að segja frá þá stóð til að karlakórinn færi til Thaillin og Pétursborgar en nú er verið að breyta á síðustu stundu því það er einhver ófriður þarna á milli svo það er ekki talið vænlegt að fara frá Thallin til Pétursborgar. Mamma og pabbi skruppu til Grindavíkur í dag. Gamli ætlar að smíða eitthvað í bátinn hjá Óla og svo á hann 50 ára útskriftarafmæli úr vélskólanum og af því tilefni ætla gamlir bekkjarfélagar að koma saman. Gaman að þessu. Vonandi á ég nú eftir að skreppa og knúsa skotturnar mínar bæði þá stóru og litlu seinna í mánuðinum eða allavega um mánaðarmótin. Dúi Grímur er á sýningu eða námskeiði á vegum R. Sigmundssonar þessa dagana þannig að þær mæðgur eru einar heima þessa dagana. Jæja ætla ekki að rausa meira í dag. Farin að sjóða graut handa körlunum mínum.
13.5.2007 | 13:50
Vorið
Yndislegur tími vorið. Var að koma inn frá því að hreinsa beðin í garðinum, þó frekar sé nú kalt hér á norðurlandi í dag þá skín sól þannig að þetta er fallegur dagur. Nú getur maður líka sagt skilið við blessuðu pólitísku hugsanirnar í bili og svona svo það sé á hreinu þá tek ég ábyrga afstöðu í kjörklefanum þó ég kjósi nú stundum frekar eftir mönnum en flokkum. Samt má ég til með að segja eitt þrátt fyrir allá þá umræðu sem átt hefur sér stað til að rakka Framsóknarflokkinn niður þá eru stjórnarandstöðu flokkarnir strax farnir að biðla til hans. Hvað er að þeim eiginlega? Kristbjörg mín það að enimena er að nota þuluna ugla sat á kvisti sat á grein og missti, eða úllen dúllen doff kikki lani koff koffilani bykki bani úllen dúllen doff. Mannstu ekki eftir þessu svo varð alltaf einn úr þar til aðeins einn var eftir og vann. Ég notaði samt ekki þessa aðferð í kjörklefanum
Nú er ég að hugsa um að skreppa út að hjóla áður en ég fer að læra fyrir Hagnýtar aðgerðarrannsóknir sem ég þarf að taka próf í 1. júní. Þarf súrefni fyrir þann lærdóm.
11.5.2007 | 22:38
Kosningar á morgunn
Þá er að koma að því einu sinni enn að kjósa. Eins og venjulega þá er ég tvístígandi kjósandi í dag sagði ég við samstarfskonu mína að ég myndi enimena í kjörklefanum og viti menn hún spurði hvað er það:) Mér finnst pólitík leiðinleg allir flokkar hafa plúsa og mínusa og allir kenna hver öðrum um. Ég mun þó mæta í gamla grunnskólann minn á morgunn og láta einhvern flokk hafa atkvæðið mitt eins og venjulega.
11.5.2007 | 08:14
Söngvakeppni
9.5.2007 | 21:09