2.8.2007 | 09:55
Villur
Ég er búin að gera ítrekaða tilraun til að vista blogg á borðvélina mína en það kemur alltaf sama villan þ.e. að það sé neitað að vistina nema skráin sé dulkóðuð og að hún sé það ekki, veit einhver hvernig ég kemst út úr þessu dæmi. Þetta var ekki vandamál en poppar skyndilega upp núna
Það fór að rigna hér á þriðjudag og rigndi þá eins og hellt væri úr fötu, enda veitti svo sem ekki af vætunni því það er allt ansi þurrt hér. Í gær rofaði nú til aftur en það eru engin hlýindi samt. Ég byrjaði að vinna aftur eftir fríið í gær, en Halldóra og Dúi komu til Akureyrar í fyrrakvöld. Skotta litla þarf ekki smá athygli frá þeim núna eftir að hafa verið í tvo daga ein með ömmu sinni enda ekki skrítið, samt þá spyr hún ekki einu sinni eftir þeim þegar hún er ein hér. Það er ekki mikið mál að hafa hana nema þá að ég sef ekki vel því ég er alltaf á nálum um að vakna ekki ef hún vaknar. Taugaveiklun á háu stigi:) Ekki spennandi veður til að fara í útilegu framundan allavega finnst mér það ekki. Það er samt viðbúið að það verði uppi fótur og fit þegar húsbóndinn á heimilinu kemur heim og vill halda áfram að búa í óbyggðum. Nema hann verði búinn að fá nóg eftir gönguna.
Heimir er veikur heima með ælupesti man bara ekki eftir honum svona lösnum síðan hann var lítill. Gott að hann er ekki á leið á útihátíð nema þá bara hér í bæ. Eva kom aðeins í gærkveldi kannski hann sakni hennar bara svona mikið að hann haldi engu niðri þar til hún kemur aftur á föstudag jæja ég má ekki stríða honum meðan hann er lasinn.
Þar til næst farið vel með ykkur
30.7.2007 | 20:34
Ísland í dag.
Í dag hafa margir verið í sjokki vegna atburðanna í Reykjavík í gær. Menn hafa tjáð sig um að fjölmiðlar ættu að láta vera að blása þessar hörmungar upp í fréttum, samt sem áður er þetta mál forsíðu frétt DV í dag. Skyldu menn aldrei getað hugsað til aðstandenda þeirra sem hlut eiga að máli?
Fréttum og kastljósi er ný lokið. Mikið finnst mér sorglegt þegar þingmenn láta hafa sig út í að koma fram með málflutning eins og Ágúst var með áðan. Hvaða rök eru fyrir því að við þurfum að herma eftir öðrum í einu og öllu, því má ekki hefta aðgengi manna að áfengi eins og mörgu öðru. Því þarf líka alltaf að segja að verðlag annarsstaðar sé miklu lægra en hér. Eru launin sem fólk hefur í þeim löndum sem miðað er við þau sömu og hér? Oft hefur mér fundist að það ætti eftir að skoða þá hlið málana. En hvað um það þeir sem þekkja til alkaholista vita að þeir drekka hvað sem rennur ef út í það er farið. Ég efast stórlega um að þeir sem verst eru haldnir myndu nokkuð kaupa sér áfengi þó svo að það væri ódýrara. Það sem ég óttast mest er að aldur þeirra sem drekka myndi lækka mikið þó ekki væri nema vegna þess að það yrði auðveldara fyrir krakkana að safna sér fyrir flösku eða slá saman í hana en er í dag.
Í morgunn las ég frásagnir erlendra skiptinema við HÍ sem bera dvölinni hér misvel söguna. Mest kom mér á óvart að skólinn skuli ekki vera búin að útvega þessum nemendum boðlegu húsnæði áður en þau koma. Einnig var sérstakt að lesa að fólk vildi ekki tala íslensku við þessa nema því það þyrfti sjálft að æfi sig í ensku.
Jæja þetta er hálf neikvætt og rauskennt blogg þannig að nú er kannski best að láta þetta gott heita í dag.
28.7.2007 | 20:02
Reykjavík
Nú er ég búin að vera í borgini í 3 daga og er farin að hlakka til að koma heim. Búin að vera að farast úr höfuðverk þessa daga og tel það vera af hraðanum hér. Vildi nú samt taka fólkið mitt með mér norður sakna þeirra alltaf þegar ég hef það ekki nærri mér.
Nóg um það við mæðgur erum búnar að skottast þó nokkuð hér en nú er ég ein heima með nöfnu mína þar sem þau eru í brúðkaupi hjónakornin. Í dag fórum við í sund og svo í Kringluna þar sem ég hitti bæði Laufeyju með Lárus Björn og svo Kristbjörgu og Ragnar. Mikið fannst mér það gaman, eitt er heldur aldrei leiðinlegt það er að borða ís með Kristbjörgu en það gerði ég einmitt í Kringluni:) það var nú samt algjör tilviljun en þær eru líka skemmtilegastar. Takk fyrir þennan hitting Kibba mín vona að bakið sé batnað.
Jæja ég ætla að sinna ömmu skottinu mínu aðeins
24.7.2007 | 16:13
Sumarfrí
Við erum sem sagt í sumarfríi. Fórum á laugardag sem leið lá austur í Mývatnssveit það sem við fórum í jarðböðin og héldum svo áfram austur og stoppuðum næst í Möðrudal. Þar er verið að byggja heilmikið upp og búið að smíða hús í burstabæjarstíl meira að segja utan um bensíndælurnar. Þaðan lá leiðin til Egilsstaða þar sem við hugðumst tjalda eða þá kaupa okkur gistingu á Edduhóteli, en við gengum beint í fangið á vinafólki okkar sem var með sumarhús á leigu þar og buðu okkur gistingu sem við þáðum með þökkum. Þarna var kærkomið að eyða tíma með Erlu og Má sem við höfum séð alltof lítið af undanfarin ár. Á sunnudaginn drifum við okkur svo til Eskifjarðar, Reyðafjarðar og á Neskaupstað. Mér finnst persónulega alltaf mjög gaman að koma á Eskifjörð enda á ég rætur að rekja þaðan en afi Lórenz var fæddur þar og uppalinn. Húsið sem hann átti heima í og langamma bjó í til dauðadags stendur enn og finnst manni skrítið hvernig margt fólk gat búið í jafn litlu húsi og það er. En svona er þetta. Húsið heitir Bakki og ég man að mér fannst ég rík þegar ég var lítil að eiga ömmu á Bakka þegar sungið var "afi minn og amma mín út á Bakka búa" Eftir þennan rúnt okkar gistum við aftur hjá Erlu og Mása en fórum svo á mánudagsmorgun sem leið lá upp í Mývatnssveit og til Húsavíkur þar sem við tókum tengdó með okkur austur í Kelduhverfi. Við fórum auðvitað í Ásbyrgi og skoðuðum líka nýja Gljúfrastofu sem hefur verið opnuð það. Keyrðum svo bæði að Bjarnstöðum og á Landsbæjina. En héldum svo til baka því við áttum eftir að huga að leiðunum í kirkjugarðinum og gerðum það í bakaleiðini. Þurfum að lagfæra þar næsta vor leiðið hennar Halldóru Friðnýjar og sjálfsagt eitthvað meira. Komum svo aðeins við í Garði og köstuðum kveðju á Fljóðu. Sigurgeir þurfti auðvitað að mynda æskustöðvarnar aðeins eins og gengur og gerist. Við fórum þó ekki inn í kirkjuna núna. Skiluðum svo þeim gömlu aftur heim á Húsavík eftir góðan dag þeim leiðist aldrei að fara í hverfið þó svo að margt hafi breyst á þessum fáu árum síðan þau fluttu ínn á Húsavík.
Í dag erum við svo bara í leti eða þannig erum að undirbúa brottför á ný en ég fer suður og Sigurgeir á Hornstrandir á fimmtudag meðan Heimir fær ekkert frí og er bara heima.
20.7.2007 | 19:04
Komin í sumarfrí
Þá er loks komið að því ég er komin í sumarfrí. Á eftir er ég að fara út á Hjalteyri þar sem við ættlum að hittast sex skólasystur og fá okkur kaffi:) Það verður örugglega fínt. Hvað við gerum fleira í fríinu er óráðið en reikna þó með að við förum eitthvað austur um á morgunn. Kannski bara að líta yfir Kelduhverfið. Það er ekki amalegt að sitja hér núna og hlusta á soninn spila á gítarinn. Veðrið hefur verið yndislegt í dag en nú er spáð versnandi tíð þannig að kannski verð ég bara heima þar til ég fer suður.
Jæja nú er að taka sig til fyrir Hjalteyri þar til síðar over and out
19.7.2007 | 19:50
Hvað er í gangi
Hjá mér er frekar lítið í gangi þessa dagana. Nema hvað ég er að fara í sumarfrí á ný núna um helgina. Það stendur til að fara um Langanes á laugardag en annað er óráðið, enda rigningaspá um og eftir helgi. Ég er þó á leið til Reykjavíkur á fimmtudag í næstu viku og Sigurgeir fer þann sama dag vestur á Hornstrandir í viku gönguferð.
Nú er ég líka að velta fyrir mér hvort ekki er kominn tími til að leita sér að nýrri vinnu. Ég var ekki að læra til að sitja áfram í sama farinu. Það er ekki minn stíll að staðna svo gjörsamlega. Þannig að ábendingar um skemmtileg störf yrðu vel þegnar:)
Jæja ég ætla ekki að hafa þetta lengra í bili
15.7.2007 | 20:28
Helgin komin að lokum
Jæja þá er komið að lokum þessarar helgar. Því miður hefur hún liðið mjög hratt. Litla ömmuskottan farin heim með mömmu sinni og pabba og nú sjáumst við ekki í tæpar tvær vikur en þá fer ég suður að passa þessa elsku. Á morgunn er vinna og eitt starfsviðtal. Fróðlegt að skoða það. Annars er hugurinn á fullu að hugsa hvað maður vill taka sér fyrir hendur, ef þið þarna úti vitið um eitthvað spennandi starf þá væri gott að frétta af því. Annars þá sá ég að Steingerður klukkaði mig því ætla ég að láta fylgja hér 8 atriði um sjálfa mig.
1. Ég er ég sjálf og þoli ekki þegar fólk þykist annað en það er
2. Ég hef dýrann smekk fyrir fötum þó ég sé ekki merkja frík
3. Ég vil líka skartgripi úr gulli ekkert skran.
4. Ég er handavinnu og handverks sjúklingur , á alltaf eitthvað í handraðanum að grípa til.
5. Ég er metnaðarfull og vil gera vel það sem ég geri
6. Pollyanna er uppáhaldið mitt, ef allir færu eftir hennar uppskrift af lífinu þá væru sko engin leiðindi
7. Ég ætlaði að læra hjúkrun þegar ég var unglingur en snéri við blaðinu og lærði viðskiptafræði þegar ég var orðin fullorðin.
8. Ég elska að vera með fjölskylduni og finnst ég allt of langt í burtu frá sunnan partinum.
Vinir og fjölskylda | Breytt 17.7.2007 kl. 09:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
12.7.2007 | 21:46
Íþróttir og skemmtun.
Um síðustu helgi var nóg um að vera hér á Akureyri. Litlir strákar spiluðu fótbolta á KA vellinum en stórir strákar og stelpur eltust við bolta á íþróttasvæði Þórs. Ég kíkti aðeins á þórssvæðið en er ekki mikill fótboltaaðdáandi þannig að ég stoppaði ekki lengi. Fór þó þangað á laugardagskvöldið og skemmti mér konunglega með systur minni og mági ásamt Eyfa bróður og mínum manni. Vélsmiðjan var svo heimsótt af okkur skötuhjúunum. Það kostaði okkur klukkutíma biðröð eftir leigubíl heim ótrúlegt hvað biðin getur verið löng. Jæja en þetta var fín helgi. Vinnan hefur verið ansi krefjandi undanfarið enda útborgun á morgunn og annríki því mikið en nú er sú törn að baki svo maður andar léttar. Á von á góðum gestum á morgunn. Litla skottið mitt kemur ásamt foreldrum sínum. Hlakka mikið til
Nóg í bili
9.7.2007 | 19:56
Ferðin til Tallin og Finnlands
Þá er loksins komið að því að ég setji hér nokkra punkta inn um ferðina út. Við flugum sem sagt til Tallin héðan frá Akureyri um miðnættið 20. júní og lentum í Tallin um kl. 6 að morgni að Eisnenskum tíma. Hótelherbergin voru nú samt ekki laus fyrr en um hádegi þannig að það þurfti að drepa tímann fram að því. Við fengum morgunmat á öðru hóteli og gátum nytt okkur gufu og pott þar. Allir fengu sér í svangin en fáir höfðu áhuga á gufu og potti. Menn voru að vonum þreyttir þegar við fengum loks Hótelherbergin en allt í lagi þó. Kórinn átti að syngja kl. sex sem gestakór með þrem Eistnenskum kórum. Um kvöldið var svo farið í sameiginlegan kvöldverð þar sem bjórin er bruggaður á staðnum, þar voru líka gömlu félagarnir hans Valmars að spila og fyrirfram ákveðið að hann spilaði með þeim þetta kvöld. Mér tókst að týna mínum manni og missa af rútuni þetta kvöld en það varð bara til þess að ég lærði vel leiðina í og úr bænum:)
Á degi tvö var farið í skoðunarferð til Pärnu Þar sem við skoðuðum nýtt tónlistarhús og fleiri merkilega staði, fengum mat á svona þjóðlegu veitingahúsi Síðan var farið niður að strönd og menn gátu aðeins dýft tánum í sjóinn. Um kvöldið fórum við svo út að borða á Old Hansa sem er veitingastaður í fornum stíl. Menn voru búnir að róma staðinn mikið en ég varð fyrir vonbrigðum með matinn. Kvöldið var engu að síður gott í góðra vina hópi.
Á þriðja degi var farið í göngu um gamla bæinn og ýmsir merkilegir staðir skoðaðir. Á þessari göngu sá maður hvað þessi þjóð er vinaleg Við stoppuðum um stund á útsýnisstað þar sem fullt var af litlum búðum fararstjórinn benti okkur á að það væri hægt að fara á klósett hjá búðareigendunum. Ég fann mér eina slíka búð og fékk að nota salernið, þegar ég kom inn þangað blasti við mér skrítin sjón því þetta var ekki eingöngu salerni heldur kaffiaðstaða starfsfólksins og þarna héngu yfirhafnir starfsmanna líka þar að auki voru eitt sett karmenrúllur í sambandi þarna, sennilega hefur einhver afgreiðslustúlkan átt eftir að laga á sér hárið. Eftir gönguferðina var smá laus tími fyrir fólk en síðan var farið í rútuferð um borgina. Síðan var hópurinn allur boðin í mat þar sem við borðuðum í leikhússal og fengum meðal annars heilgrillað svín. Skemmtilegt kvöld eins og hin voru.
Dagur fjögur þá mátti sofa aðeins lengur því það var engin dagskrá fyrir hádegi en karlarnir þurftu að mæta á æfingu fyrir konsert sem er kl. 5. þeir æfðu frá 12-2 en á meðan fóru konur ýmist í magasínið sem var á móti hótelinu eða röltu í gamla bæinn sem er líka steinsnar frá hótelinu. Kl. 5 var svo farið á konsert og eftir það var farið á Jónsmessu hátið sem er árleg og sett upp í svona safni með gömlum húsum í líkingu við Árbæjarsafn. Þarna var hægt að kaupa sér grillaðan mat og drykki, bálkestir voru víða á svæðinu og ýmsar uppákomur við þá. Þetta var virkilega skemmtilegt og gaman að vera þar sem sér Eistnenskt jónsmessukvöld var.
Nú er komið að degi 5 og þá þurfa ferðalangar að segja skilið við fína hótelið í Tallin sem heitir Talink. Lagt er upp í dagsferð til Haapsalu ýmislegt er skoðað á þeirri ferð bæði Kastali og hús þar sem Ilon Viklund átti heima í. Ilon þessi teiknað myndir í bækur Astridar Lindgren. Þegar skoðunarferðinni var lokið var haldið um borð í ferju sem sigldi yfir í eyjuna Saaremaa. Það var nú upplifun að vera þar því við gistum í smáhúsum þar sem aðeins voru 2 rúm í einu herbergi svo voru klósett hús eins og á tjaldstæðum og eitt hús sem matur var framreiddur í. Gaman samt.
Dagur 6 er runnin upp og það er nú svosem vert að segja frá því að þetta er líka sjötti sólardagurinn sem sólin skín:) Nú liggur leiðin um eyjarnar og síðan aftur í ferjuna og til Tallin þar sem ná þarf Ferju til Finnlands. Við komum um borð í Nordlandia um kl.17 og þá var farið að tékka sig inn á káetur og svo mætt í kvöldverðarhlaðborð þar sem kræsingarnar flóðu svo sannarlega. Skipið sigldi svo yfir til Finnlands og var komin þangað um 22 þá fóru menn að týnast í koju því það var sofið um borð í ferjunni .
Þá er það dagur 7 við förum í rútuferð um Helsinki og svo er keyrt til Lahti þar sem við fáum Hótel herbergi. Tónleikar eru haldnir í Kirkju þarna en því miður var aðsókn að þeim léleg með eindæmum og hefur sennilega eitthvað klikkað í sambandi við auglýsingar. Síðan er farið um borð í pramma eða eitthvað því um líkt og þar er sjávarréttarhlaðborð. Það er búið að rigna þennan dag í Finnlandi og heldur kalsasamt þannig að það var ekki spennandi að sitja í tjaldi og borða. Maturinn var þó góður og hefði verið reglulega gaman að vera þarna í góðu veðri. Fórum heim á hótel á eftir kíktum á einn bar þar við hliðina en forðuðum okkur fljótt því hann var ekki spennandi.
Dagur 8 Nú fer að líða að seinnihluta ferðarinnar. Í dag er ferðinni fyrst heitið í móttöku hjá bæjarfélaginu þar sem Lathi er vinarbær Akureyrar. Móttakan er kl. 9 að morgni og þar tekur bæjarritari staðarins á móti okkur. Það þótti nú svolítið sérstakt að okkur var boðið upp á kampavín en hvað um það svo talaði þessi maður í klukkutíma. Þá var farið í skoðunarferð um Sibeliusarhöll sem er hreint frábær. Síðan er svofarið í siglingu þar sem við fáum að borða um borð í skipi sem siglir um stórt vatn Harmonikkuleikar spilar líka meira og minna alla ferðina. Þegar við komum aftur að landi er farið aftur um borð í Nordlandia sem á að flytja okkur aftur til Tallin. Í þetta skiptið komum við um borð eftir kvöldmat og nú förum við að sofa áður en siglt er.
Klukkan 8 um morgunn er siglt af stað og komið rétt undir hádegi til Tallin. Þá er farið á generalprufu af dans festivali þar sem 8000 börn koma saman og sína ýmsa dansa þessi uppákoma var þvílík skemmtun. Hefðum gjarnan viljað sjá meira af þeirri sýningu. Eftir þetta er lagt af stað á spa hótel sem við eigum að gista á síðustu nóttina á ferðalaginu. Það er þó komið við í einu magasíni á leiðinni þar sem menn geta hvort heldur er verslað eða bara fengið sér kaffi. Síðan er haldið áfram og komið á Hótelið um kvöldmat. Þar er boðið uppá hlaðborð sem aðallega saman stendur af grænmeti og grænmetisréttum þetta var fín tilbreyting frá kjötinu. Þessi staður er þó afskekktur og lítið um að vera þarna. Við dvöldum þó fram eftir kvöld í sal sem var þarna og menn tóku lagið og svona.
Þá er komið að 10 og síðasta deginum í dag á að keyra inn til Tallin og fara fyrst á æfingu á söng festivali sem fer þar fram um kvöldið. Þarna koma margir kórar saman og syngja þessir kórar telja um 24000 manns þannig að þeir sem þekkja til kórasöngs geta ímyndað sér hversu stórt þetta er. Eins og dans festivalið þá var þetta hreint og klárt frábært. Síðan er laus tími í Tallin og nýttu flestir hann til að fara í búðir á markað og rölta í gamlabænum enda nóg að sjá. Menn fengu sér líka að borða kvöldmat áður en haldið var á flugvöllinn til heimferðar. Það voru þreyttir en ánægðir Eistlands og Finnlands farar sem lentu á Akureyrarflugvelli um kl. 23:30 um kvöldið og dásamlegt að geta keyrt beint heim að sofa.
7.7.2007 | 10:13
Undarleg vika
Þá er komið að síðasta degi í þessari viku en hún er ein sú undarlegasta sem ég man eftir í mínu lífi. Skrítið hvernig fólk getur tekið völd og þóttst vera meira en annað fólk. Það er hegðun sem ég hef aldrei kunnað við. En hvað um það maður gefur nú ekki mikið fyrir þannig hegðun og vonar nú svona hálfpartinn að fólk þroskist og sjá villu síns vegar.
Ég er nú ekki mikill fótboltaunnandi en þó hefur umræðan um leik ÍA og Keflavíkur ekki farið fram hjá mér og er mér alls óskiljanlegt að menn hagi sér eins og þessi tvö lið hafa gert undanfarið og er mér þá alveg sama hvort braut af sér eftirhegðunin er til skammar fyrir báða aðila.´
Litli bróðir er í heimsókn á norðurlandinu þessa dagana og fær nú afnot af rúmi sonar míns á næturnar. það er gott að hafa hann en auðvitað sakna ég sonarins á meðan. Ég ætla að grilla handa okkur eitthvað gott í kvöld og síðan að hafa það gott á meðan Eyfi og Sigurgeir fara að horfa á fótboltaleik Ísland og Danmörk old boys í kvöld. Spurning hvað við gerum svo. Kannski hittum við Guðrúnu systur og Óla mág því þau eru hér líka á pollamóti. Ásgeir og Þóru vantar til að þetta sé fullkomið systkinasamfélag núna. Mamma fékk báða albræður sína og mágkonur til sín í gær þannig að það er fullt að gera í að hitta fólk.
Ferðasagan bíður enn betri tíma því ég er einfaldlega ekki búin að vera í stuði til að skrifa hana þessa vikuna. Á líka eftir að vinna úr myndum sem ég læt kannski fylgja með henni.
En nú ætla ég að eyða þessum degi í að vinna og segi því bara farið vel með ykkur og verið góð við hvert annað.
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 10:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)