10.4.2007 | 09:51
Heima er best
Já þannig er það, heima er best. Ég er svo heppin að mér líður óendanlega vel heima hjá mér. Það eina sem mér finnst leiðinlegt er að hafa ekki litlu fjölskylduna í borgini hér líka. En enga væmni ég er sem sagt komin heim heilu og höldnu. Eftir að við lentum í hundleiðinlegri færð alla leið norður í gær. Vorum á nýum sumardekkjum þannig að það bjargaðist en það var snjór og hríð frá því í Borgarnesi og alla leið norður. Frá Reykjavík og í Borgarnes var ausandi rigning sem sagt algjör viðbjóður að keyra. Við ekki komin á leiðarenda fyrr en kl. 2 í nótt:( En parketið er komið á í Safamýrinni og eins er fataskápurinn kominn upp nýjar grindur í hinn skápinn og svo búið að græja þetta allt að mestu. Þegar gamla parketið var rifið af vöru ein 2 eða 3 lög af gólfefnum undir sem sagt alltaf verið lagt á það sem fyrir var. Ömurlegt þegar fólk gerir svona. En við brosum bara nú er þetta fínt. Heimir fór á Sigló í gær á bíl ömmu sinnar ætlar að koma heim aftur í dag en ég er ekki viss um að það verði hægt því bíllinn er á sumardekkjum og hálka alla leið. Sjáum hvað finnst út úr því En nú verð ég að halda mig við lærdóminn því ég tók ekki upp bók í gær og kveikti ekki heldur á tölvu þannig að nú er allt í mínus.
Vetrar kveðja að norðan
8.4.2007 | 12:08
Gleðilega páska
Sit hér ein í Grafarvoginum og reyni að hugsa næsta skref í ritgerðini, búin að koma þó nokkru í verk í morgun þrátt fyrir Gin og greip í gærkveldi, fórum í mat til Öllu Gunnu og Gústa þar sem við fengum þessa flottu nautasteik með tilheyrandi að hætti húsbóndans og auðvitað góðu rauðvíni. Síðan rann kaffi og grand ljúflega niður. Að lokum var öllu skolað niður með G&G. Eftir á að hyggja tókum við skötuhjúin svo þann dýrasta leigubíl sem ég hef nokkurtíma farið í heim á eftir. En hvað um það ekki nennti ég að labba frá Öldugrandanum upp í Smárarima bara ekki að ræða það. Sendi Sigurgeir með páskaegg handa snúlluni áðan, hann er enn að leggja parketið, ég fer svo og græja með Halldóru þegar parketi og listar verður komið á síðar í dag. Ætlum svo að elda og borða saman í kvöld liðið vill fá mömmu mat:) Enda allt í lagi langt síðan ég hef eldað handa þeim.
Best að halda áfram í ritgerð
6.4.2007 | 14:21
Reykjavík
Er sem sagt stödd í borg óttans eins og sumir segja. Naut þess í gær að rusla til hjá dótturini og tengdasyninum í gær. Sigurgeir er að leggja parket á fyrir þau svo ég hjálpaði aðeins í gær. Annars er ég best í að hafa dóttur dótturina því hún var eins og frímerki á mér á meðan ég stoppaði þar. Í dag er engin miskun ég sit hér ein upp í Grafarvogi og reyni að einbeita mér að lokaverkefninu Sigurgeir fór kl. 9 í morgunn til þeirra í gær kláraðist herbergið og nú skal parketið á stofuna. Við erum svo á leið til Grindavíkur í kvöldmat þannig að það er nóg að gera. Verð samt að viðurkenna að þó mér finnist gaman að skrifa og stúdera í kringum verkefnið mitt þá langar mig ósegjanlega mikið í ömmuskottið mitt:) Kannski ég sé bara ekki heilbrigð. Heimir er heima og vinnur í páskafríinu eins og ungum manni sæmir en eigingirnin í mér segir líka til sín þar ég sakna þess að hafa hann ekki hér hjá okkur. Hvernig verður þetta þegar hann fer að heimann geri ég þá ekki annað en sakna þeirra? já það er spurning. Hef löngum sagt að ef hann flytur suður líka þá flyt ég á eftir þeim vonandi færi pabbi þeirra líka því annars færi ég varla Jæja ég rausa bara svo nú ætla ég að reyna að snú mér að verkefninu og gera eitthvað af viti.
Passið ykkur á páskaeggjunum
Kveðja Heiða
3.4.2007 | 14:41
Sumir dagar
Það er misskemmtilegt sem kemur uppá hjá manni. Áðan var ég við það að brenna ofan að mér íbúðina (slapp fyrir horn) kveikti undir hamsatólg sem ég ættlaði nú bara rétt að velgja, gleymdi henni á helluni og kom fram þegar allt var orðið fullt af reyk en þetta slapp nú allt fyrir horn. Engin slasaður og ekkert skemmt nema dregillinn í þvottahúsinu og kannski potturinn. Mamma og pabbi komu frá Kanarý í morgunn og eru bara nokkuð spræk eftir ferðina. Heimir minn skrapp á Siglufjörð að hitta Evu sína, þau vilja nú ekki sjá af hvort öðru of lengi. Fór á hjólinu niður í ráðhús í morgunn sko meira að segja kl. rúmlega 8 tók tvö viðtöl og hjólaði síðan heim. Ánægð með það en finn nú samt að þolið þarf að fá æfingu núna. Fór í nudd í gær og gerði merka uppgötvun þar, er svo stíf í öklunum að það getur hæglega orsakað verkina í mjöðm og nára. Kannski er það rótin að öllum mínum nára meiðslum að ég missteig mig mjög illa fyrir einum 10 árum Allavega þá er það möguleiki. Vonandi fer ég að geta lokað viðtalahringnum á þó eftir tvö mjög mikilvæg viðtöl annað fæ ég vonandi á morgunn og hitt strax 11. apríl. Jæja nóg komið í bili þarf að hugsa um ritgerðina mína áður en ég fer í Viðskipti við Kína.
2.4.2007 | 18:42
Kunnum við að meta þetta?
Kærleiksgjöf.
Hann gleður ei neinn þessi óður sem aldrei var kveðinn.
Og ástin sem gleymdist að sýna þér visnar og deyr.
En gefirðu af kærleik, mun sérhverri bæn sem er beðin
í blómagarð almættis plantað sem ilmandi reyr.
Við skulum þess vegna vanda það vel sem við gerum.
Hvert vinarhót þakka og gjalda með hlýju hvert orð.
Við skulum muna að ábyrgð á öllu við berum
sem okkur er boðið að njóta við skaparans borð.
Ingibjörg Bjarnadóttir
Gnúpufelli
Stal þessu nú reyndar af heimasíðu Skúla einum af mínum mætu föðurbræðrum
http://www.simnet.is/lorenzson/index.php
hjá honum er alltaf eitthvað fallegt að finna.
1.4.2007 | 15:45
1. apríl
31.3.2007 | 19:45
Húsgagnið
Systir mín og mágur geta áfram brosað breytt því verslunarstjórinn í Húsgagnaverslunini hringdi rétt fyrir sjö í kvöld og sagði þeim að þau gætu skilað sófunum og tekið út nýja sófa eða hvað þau vilja í staðinn. Farsæll endir áður en farið var lengra.
Annars eru þessar elskur alltaf hress og kát það vantar ekki. Enda gott að koma til þeirra í Grindavík þegar maður á leið suður. Sé þau vonandi um páskana, þarf nú að ath. hvort nýji báturinn verður ekki komin svo maður fái að berja djásnið augum. Skipstjórinn og kennarinn eru sem sagt komin í útgerð aftur eftir stutt hlé.
Best að leggja höfuðið í bleyti og ákveða hvort maður fer út á lífið í kvöld eða hvort maður heldur sig við ritgerðarvinnuna.
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 20:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
31.3.2007 | 12:18
Húsgögn
Hver er réttur neytend? Getum við látið bjóða okkur hvað sem er? Hér ættla ég að opinbera smá hrakfarir í sófakaupum. Reyndar er það systir mín sem keypti sér tvo mjög fallega sófa. Hún fékk sófana auðvitað heim og samansetta enda dýrir sófar. Mjög fallegt sett eins og maður segir en eftir stutta notkun fer að bera á því að annar sófinn er aðeins skakkur. Ég benti henni á þetta en hún vildi nú ekki trúa stóru systur þá. En þó kom að því að mark var tekið á mér
Enda má augljóslega sjá þetta hér Bæði hallar stólbakið vinstamegin lengra niður en hægra megin og svo geta menn séð skekkjuna hægramegin bæði hvað grindin virðist vera hærri og bilið sem kemur á milli skammelsins hægra og vinstra megin. Sem sagt sófinn er meingallaður búið að kvarta og verslunin lét senda eftir sófanum og fór með hann í einhverja athugun. Hann sendur aftur heim til systur minnar en hann er nánast alveg eins. Til að gera langa sögu stutta þá var aftur kvartað og nú í verslunarstjóran. Því miður hefur hann sennilega hvorki þroska né kunnáttu til að taka á svona málum því hann svaraði með dónaskap og lygum (allavega þá ber sá sem átti að hafa gefið honum skýrslu um gallan á sófanum af sér þau orð sem þessi ljúfi verslunarstjóri tjáði systur minni að hann hefði sagt). Ég ættla ekki að hafa þau orð eftir. En það er spurning hvort fólk sættir sig við að kaupa sér 200.000 kr hlut sem er gallaður án þess að fá honum skipt ef fram kemur slíkur galli. Þetta mál á nú vonandi eftir að fara lengra því menn eiga ekki að taka hverju sem er. Kannski hefði verið betra að sófarnir hefðu ekki verið staðgreiddir því þá hefði verið hægt að stöðva greiðslur en því er ekki til að dreifa í þessu tilfelli. Eitt er víst að Það er stór hópur fólks í kringum eigendur sófans og þeir munu ekki leggja leið sína til þessarar húsgagnaverslunar. Maður vill ekki eyða stórpening í húsgögn sem ekki er tekin ábyrgð á að séu ekki bara einnota. Jæja nóg um þetta, nema þið getið fengið upplýsingar um hvaða verslun þetta er ef þið eruð í húsgagnaleit og takið ekki séns á svona þjónustu.
Nú styttist í að gamla settið komi heim búin að sóla sig á Kanarý í heilan mánuð, það verður gaman að vita hvort pabbi er svartur miðað við mömmu sem lá jú í rúminu hátt í tvær vikur. Nú verð ég að hætta að slóra og fara að skrifa.
30.3.2007 | 22:05
Skróp
Ég skrópaði á ræðunámskeiðinu. Var eiginlega bara sprungin á limminu því um kvöldmat var allur vindur úr mér og ég ákvað bara að vera heima. Núna er ég að bíða eftir að vita hver verður sendur heim í x-factor. alltaf spennandi að hafa svona þátt þar sem gefst jafnvel tilefni til að koma saman og horfa:) Rétt eins og eurovision. Hvað um það hef ekki meira að deila með ykkur núna
Kveð því í leti kasti
Heiða
29.3.2007 | 23:26
Sjúkket
Í hvað er ég nú búin að koma mér. Var að koma heima af leiðtoganámskeiðinu sem breytist í framkomu og ræðunámskeið í dag. Mjög gaman:) En samt er ég í bobba því annað kvöld er seinasti hlutinn og þá þarf maður að halda ræðu, það að koma fram er ekki mín deild. Ef ég væri forstjóri jafnvel prestur myndi ég kannski semja ræðurnar en ég myndi alltaf fá einhvern annan til að flytja þær. Hef ekki glóru um hvernig ég ættla að tækla þetta. Fer því með hnút í maganum að sofa og vona að mig dreymi hvernig ég geri þetta.
Góða nótt