14.12.2009 | 07:57
Hún mamma mín á afmæli í dag.
Mamma er sjötíu og þriggja ára í dag. Til hamingju með daginn mamma mín. Þessum degi fagnar hún auðvitað í fæðingarbæ sínum Reykjavík. Ekki það að hún eigi heima þar en hún er hjá gamla sínum. Allt er til betri vegar þar hann útskrifast sennilega á morgunn. Jibbí. Helgin var pínu tregafull með hann. Hann fékk hita sem menn eru hræddir við eftir svona aðgerðir því hiti getur verið ávísun á ígerð eða sýkingu. Sem betur fer var ekki um neitt svoleiðis að ræða og þegar ég talaði við hann í gærkveldi var hann mikið hressari en hann hefur verið.
Helginni eyddi ég að mestu í jólaundirbúning hef aldrei áður verið búin að skreyta svona mikið um miðjan desember en ákvað að vera snemma í þessu þetta árið. Nokkrar smákökur eru komnar í bauka og svo er búið að skrifa hluta jólakorta og svo og svo. Það sem toppaði samt var að setjast niður og mála. Nú verður næstu kvöldum eytt í það. Ég elska að mála hvort heldur er á kerti, keramik eða bara eitthvað annað Við fengum líka góða gesti frá Húsavík á laugardaginn, alltaf gaman þegar góðir vinir rekast inn.
Ég talaði við stelpurnar mínar í Reykjavík sú stærsta (dóttirin) tjáði mér að tengdasonurinn fer í brjósklos aðgerð næsta föstudag sem er þá 18. desember. Þannig að þá verður hann óvirkur í tiltekt og umönnun dætranna um jólin. Ekki gaman það. En svona er þetta bara. Vonandi verða þá amma og afi til einhvers.
Eigið ljúfan dag, það ætla ég að gera
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
Innilega til hamingju með mömmu þína Skilaðu kveðju til hennar frá mér
Birna Dúadóttir, 14.12.2009 kl. 09:21
Til hamingju með mömmu þína
Jónína Dúadóttir, 14.12.2009 kl. 14:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.