Yndislegt líf

Það er yndislegt að vakna við tifandi fótatak hjá litlum skvísum sem skríða uppí rúm til ömmu sinnarInLove Jóhanna Kristín er meira að segja farin að koma sjálf og skríða uppíWink. Þessi sæla er samt á enda í bili því ég fer heim í dag. Það var ljúft að koma til pabba í gær þar sem hann mókti eftir að hafa verið vakinn af svæfingunni um morguninn. En það er allt á góðri leið og hann er með húmorinn í lagi. Nú er maður fullur bjartsýni á framhaldið svo mér finnst ég mjög rík kona og við í raun rík fjölskylda. Það er ekki sjálfgefið að eiga báða foreldra sína á lífi þegar maður er orðin fimmtugur en það eigum við bæði skötuhjúin.

Jæja ég ætla svo sem ekki að pára meira hér í bili. Er að skrifa jólakort og ætla að ath. hvort ég fæ að kíkja á pabba áður en ég fer í flug. Þó svo að það sé gott að vera hjá sínu liði í Reykjavík þá verður yndislegt að koma heim því auðvitað sakna ég karlanna minna. Hlakka til að hitta þá þegar ég kem norðurInLove


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Birna Dúadóttir

Það er einmitt málið, maður er svo ríkur af fólkinu sínu  

Birna Dúadóttir, 9.12.2009 kl. 15:21

2 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Eina ríkidæmið sem eitthvað er varið í, gott að pabba þínum heilsast vel

Jónína Dúadóttir, 10.12.2009 kl. 13:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband