Jólahlaðborð nr. 1

Flugið heim á laugardag var fínt. Engar dýfur eða neitt. Sigurgeir sótti mig á flugvöllinn þessi elska, við áttum líka eftir að græja eitthvað heima fyrir kvöldið. Nokkrir vinnufélagar hans ætluðu að koma til okkar áður en haldið yrði á jólahlaðborð á KEA. Þetta gekk nú allt vel nema hvað maturinn vildi ekki niður hjá mér heldur vildi hann leita upp;) Ég mátti sem sagt yfirgefa samkomuna kl 20:30 komin með ælupestinaFrownþannig að jólahlaðborðið fór fyrir lítið. Hvað um það ég er orðin frísk og hlakka bara til að fara í Hangikjöt hjá Karlakórnum annað kvöld.

Á morgun koma væntanlega fréttir af aðgerðardag hjá pabba. Ég er alltaf að vona að aðgerðin verði gerð sem fyrst svo hann þurfi ekki að veltast lengi þarna á spítalanum þar sem menn geta magnað upp spennu og kvíða. Illu er best aflokið segir einhverstaðar og ég er sammála því.

Í vinnunni er nóg að gera og í dag hófst líka hinn árlegi leynivinaleikur sem er alltaf í vikunni fyrir jólahlaðborð. Þetta er alltaf spennandi hver er vinur hvers osfrv. Ég eignaðist yndislegan vin í dag sem ég hef svo sem enga hugmynd um hver er en hann gaf mér spil í dag sem ég þakka bara kærlega fyrir.Smile Anna Jóna samstarfskona mín var líka algjör snillingur í að setja jólaskrautið á sinn stað í vinnunni í dag á meðan lyfti ég ekki litlafingri til hjálpar. Reyndar af því að ég var með verkefni sem ég þurfti nauðsynlega að klára í dag. Ég kunni vel að meta dugnaðinn í henniHalo

Jæja nú ætla ég að fara að gera smjörkrem inn í mömmukossa sem eru ómissandi á mínu heimili um jólin. Þetta verður nú fyrsta jólköku gerðin á þessu heimili fyrir þessi jól. En vonandi fer þetta allt að gera sig.

Ekki meira héðan í biliWizard

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Gott þú ert orðin frísk

Jónína Dúadóttir, 30.11.2009 kl. 22:52

2 Smámynd: Birna Dúadóttir

Sjáumst fljótlega

Birna Dúadóttir, 4.12.2009 kl. 08:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband