Maggi Lór. 75 ára í dag

Þá er komið að því Pabbi er sjötíu og fimmára í dag. Einu sinni fannst mér þetta rosa hár aldur en í dag eru þetta bara unglingarSmile Þessum merka afmælisdegi eyðir gamli í Reykjavík byrjar á rannsóknum á Landspítalanum svo hlýtur hann þó að gera eitthvað skemmtilegt. Sennilega má hann þó ekki fá sér góðan mat eða kökur því hjartaþræðing bíður hans á morgunn.

Við fórum í afmæli á föstudagskvöld þar sem var líf og fjör. Fullt af skemmtilegu fólki, hljómsveitin Flakkarar eða Geislar steig á stokk eftir fjörutíu ára fjarveru en afmælisbarnið spilaði með þeim á sínum tíma. Þetta var bara gaman.

Það eru komin jólaljós í alla glugga hjá mér og þeir auðvitað orðnir hreinir. Úti jólaseríurnar fóru líka upp. Síðustu helgi var sem sagt varið í að þvo glugga og gardínur sem og setja upp jólaljós. Fórum líka austur á Húsavík þar sem bæði inni og úti jólaljós fóru upp.

Heimir og Þorsteinn þurfa að losa íbúðina sem þeir hafa leigt núna um mánaðarmótin og þá vantar íbúð til að flytja í. Það þykir ekki mjög spennandi að flytja aftur heim til mömmu og pabba en kannski endar nú samt með þvíHalo

Fyrsta jólahlaðborðið er á næsta laugardag en þá verður farið með vinnufélögum Sigurgeirs og möku á KEA. Það hefur oft verið farið þangað og það klikkar aldrei. Hlakka bara til.

Ekki meira í dag. Eigið bara ljúfan og góðan dag.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Til hamingju með pabba þinn

Jónína Dúadóttir, 25.11.2009 kl. 09:01

2 Smámynd: Birna Dúadóttir

Til hamingju með Magga Lór  

Birna Dúadóttir, 25.11.2009 kl. 10:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband