12.11.2009 | 07:54
Lúin
Hvernig má það vera að maður vakni þreyttur eftir sjö tíma svefn? Ótrúlegt. Ég fór á Bjarg í gær eftir vinnu og það gerir það að ég er alveg til í að sofa lengur í dag, en það er nú ekki í boði. Annars hef ég gott af þessu. Hafði ekki mætt í ræktina í heilt ár fyrr en á mánudaginn síðasta. Ég var víst heldur lengi í pottinum á eftir þannig að það lá við að það væri búið að kalla út leitarflokk Gamli minn hefur sennilega verið farin að hafa áhyggjur af því að ég hefði hnigið niður eða eitthvað Í kvöld er svo seinna námskeiðskvöldið í glerbræðslunni það verður bara gaman. Á morgunn fæ ég svo lifandi pakka með flugimikið hlakka ég til. Fæ að ammast fram á mánudag. Að vísu kemur bara annað ömmuskottið mitt í þessari ferð en vonandi koma Halldóra og Dúi bara aftur norður um afmælið hans pabba, en hann verður 75 ára núna 25. nóvember og ég held að hann sé að komast inn á það að vera með kaffi á laugardeginum.
Jæja meira kaffi og svo að spíta í lófana og renna ljúflega inn í daginn.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
Ertu nokkuð að ofgera þér ? Það er ekki gott heldurEigðu góðan dag
Jónína Dúadóttir, 12.11.2009 kl. 08:00
Dugnaðurinn í þér kona
Birna Dúadóttir, 16.11.2009 kl. 08:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.