10.11.2009 | 08:40
Strengir
Ekki gítarstrengir þó. Ég druslaðist niður á Bjarg í gær eftir vinnu í fyrsta sinn í heilt ár, sú ferð skilar mér auðvitað strengjum á vissum stöðum En þetta var bara fínt. Í kvöld er ég svo á leið á glerbræðslunámskeið sem ég er viss um að verður bara gaman. Fór á svona námskeið í Punktinum fyrir nokkrum árum síðan og hafði mikið gaman af. Ég myndi nú telja svona frekar miklar líkur á að ég komi við á Keramikverkstæðinu og kaupi mér eitthvað að mála, er komin í þörf fyrir það Veit að ég er skrítin skrúfa en svona er þetta bara.
Það eru búið að setja upp jólaseríur á þó nokkuð mörgum stöðum hér í bæ. Fólk er greinilega að stytta skammdegið, eða það hreinlega er að reyna að stytta biðina eftir að þetta ár klárist. Kannski er það von um betri tíð. Ég sjálf er ákveðin í að njóta jólaljósa og jóladóts með fyrra fallinu í desember. ég bara elska jólin.
Over and out
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 08:42 | Facebook
Athugasemdir
Ég elska líka jólin
Jónína Dúadóttir, 10.11.2009 kl. 17:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.