7.11.2009 | 16:59
Tíminn líður
Síðasta vika hefur liðið hratt eins og svo oft vill verða þegar maður hefur nóg að gera. Það er nú þannig að í minni vinnu er nóg að gera hjá mér. Þó ekki þannig að maður sé að drukkna í yfirvinnu og látum heldur þá þarf að halda þétt áfram til að verkin klárist.
Í dag réðist ég loksins í að gera slátrin mín þetta haustið. Mikið er gott að það er frá. Maður þarf víst að fara að þrífa glugga og gardínur svo maður geti hengt upp jólaljósin sem ég er ákveðin í að gera snemma þetta árið.
Það er víst óhætt að segja að tíminn líður og það allt of hratt. Það verða komin jól áður en ég veit af. Allavega er komin föndur og sköpunarfílingur í mig núna. Ætla að skella mér á glerbræðslunámskeið í næstu viku og svo þarf ég auðvitað ná mér í eitthvað til að mála. Veit ekki hvort það verður eitthvað jóla eða bara eitthvað sem mig langar til að gera. Ég á líka eftir að mála á kertin mín fyrir jólin, var líka að hugsa um að mála dagatalskerti fyrir desember en það á nú eftir að koma í ljós hvað ég geri með það.
Sigurgeir er að syngja á tónleikum með KAG og Karlakórnum Drífanda frá Egilsstöðum. Í kvöld er svo skemmtun og matur með þeim upp í Lóni. Ætli maður drífi sig ekki þangað Er nú samt ekki í miklu stuði til þess núna. En þá er bara að ná sér í smá jákvæðni og drífa sig svo bara. Kannski ég fái mér bara fegurðarblund þá kemur þetta Ég er með suður þrá og veit að ég fullnægi henni fljótlega á bara eftir að ákveða hvaða dag. Sennilega þó ekki fyrr en 27. nóv. þá get ég bæði farið til augnlæknis og gert gagn því það er starfsdagur á leikskólanum hjá nöfnu minni eftir hádegið þann dag Það er svo yndislegt að geta gert eitthvað fyrir þessar elskur.
Jæja ekki meira bull í bili.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
Þú ert dugleg
Jónína Dúadóttir, 8.11.2009 kl. 08:11
Drífa sig suður kona
Birna Dúadóttir, 9.11.2009 kl. 08:36
Birna
Verð sennilega að setja Reykjavík á hold til 23. des. Get samt varla beðið svo lengi með að sjá mitt lið. Fæ ekki tíma hjá augnlækninum fyrir jól!
Aðalheiður Magnúsdóttir, 10.11.2009 kl. 11:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.