29.10.2009 | 08:04
Hlakka til
Góðan dag.
Hér í höfuðstað norðurlands er fljúgandi hált í morgunsárið. Það hefur rignt og svo frosið þannig að það er ísing á öllu. Hvað um það menn verða bara að fara gætilega. Ég sigli góð inn í þennan dag. Kláraði tásupúslið í gærkveldi og ætla eftir vinnu í greifynjunudd hvernig sem það fer svo fram. Allavega ætla ég að slaka á og taka bara á móti þessu dekri. Ég fékk gjafabréf á snyrtistofu sem bíður upp á þetta nudd í afmælisgjöf.
Annars er allt rólegt í kringum mig þessa dagana reyndar nóg að gera í vinnunni sem er jú gott, en eftir vinnu er ég frekar löt um þessar mundir. Hyggst þó reyna að snú þeirri leti við á allra næstu dögum. Held reyndar að þessi flensu skrambi hafi farið heldur illa í mig.
Það er farin að grípa um sig ferðahugur í mig ég er farin að sakna liðsins míns sunnan heiða. Þó er nú ekki mánuður síðan ég hafði alla í kringum mig síðast. Held samt að ég þurfi að bæta úr þessu áður en langt um líður Ég átti líka að koma til augnlæknis í október þannig að það er hægt að slá tvær flugur í einu höggi.
Megið þið eiga góðan dag. Það ætla ég að gera
Over and out
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
Leti er nauðsynleg annað slagið
Birna Dúadóttir, 2.11.2009 kl. 10:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.