Helgin

Á fimmtudaginn síðasta fórum við í áttræðis afmæli eins og ég vara búin að tjá mig um hér. Það var fínt og gaman að sjá að Lórenz systkynin voru öll á svæðinu færri vorum við systkynabörn Gunnars enda svo sem ekki við öðru að búast þar sem flest eru búsett á Reykjavíkursvæðinu. Alla Gunna kom í heimsókn um kvöldið og sat hjá okkur dágóðan tíma. Gott að fá hana.

Föstudeginum var auðvitað eytt í vinnu og svo bauð ég syninum í mat og Þorsteini vini hans líka. Gaman að gefa þeim að borða annað slagið. Halo Ég er ekki enn farin að skoða íbúðina sem þeir fengu leigða. Er nú samt alveg að fara þangaðSmile 

Á laugardaginn var svo farið austur á Raufarhöfn þar sem verið var að jarða Magnús pabba hennar Ágústu svilkonu. Við fórum að heiman rétt um átta og tókum tengdamömmu með á Húsavík. Þetta var látlaus og falleg útför. Söngurinn fallegur og vel valin lög. Laufey María toppaði sönginn með því að syngja lagið Ást fyrir langafa sinn. Mjög flott hjá henni. Við stoppuðum svo aðeins á Húsavík á heimleiðinni þar sem tengdapabbi beið eftir kellu sinni en hann treysti sér ekki austur.

Það fer nú ekki neitt fyrir því að ég sé komin í jólahugleiðingar nem hvað ég er búin að verða mér út um tvær jólagjafir. Ömmu skotturnar eru sem sagt í höfn. En þessi stemming hlýtur að koma í desember, mér finnst allt of snemmt að fara í jólagír í október. Hinir sem vilja mega það samt alveg fyrir mér.

Jæja ég ætla að sigla inn í daginn með bros á vör og hætta að bulla hér að sinni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Takk fyrir "bullið" og eigðu góðan dag

Jónína Dúadóttir, 26.10.2009 kl. 08:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband