21.10.2009 | 07:52
Alveg var ég búin að gleyma þessu.
Engum myndi detta í hug að segja að ég væri duglegur bloggari. Gafst reyndar upp á að skrifa hér þar sem að það eina sem virtist vera merkilegt lengi í byrjun árs var tjáning um fjárglæfra menn og annað misyndis fólk sem notaði sér saklausa einstaklinga og steypti þeim beint í gjaldþrot. En þarna er hver sinnar gæfusmiður eins og í flestu öðru.
Heilmargt hefur þó gerst skemmtilegt á þessu ári allavega hjá mér og mínum. Ekki ætla ég að tíunda það allt hér. Það er best að halda sig bara við það sem er í núinu en ekki fortíðinni. Núna er ég tildæmis að hugsa um hvað við fjölskyldan eigum að færa Gunnari föðurbróður mínum á morgunn en þá verður kappinn áttræður. Já Gunni Lór, eldist þó svo að manni finnist hann hafa verið eins í mörg ár. Gamli ætlaði reyndar að stinga af en ákvað svo að það væri kannski bara tilefni til að gefa ættingjum og vinum sem vildu hitta hann kaffisopa.
Ég veit líka að það getur verið auðvelt að fara bara eitthvað þegar maður á stórafmæli en það er líka voða gaman að fá fólkið sitt og halda veislu. Það gerði ég um daginn þegar ég varð fimmtug og skemmti mér stórkostlega. Það fer ekki meira á blað að þessu sinni þar sem ég er að byrja vinnudaginn og hér er nóg af verkefnum sem bíða mín.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
Takk fyrir að samþykkja mig sem bloggvinOg ... til hamingju Gunnar
Jónína Dúadóttir, 21.10.2009 kl. 07:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.