21.1.2009 | 18:00
Ástand landans
Skrítið finnst mér að upplifa það að menn sem eru að mótmæla ranglæti við Alþingishúsið skulu vera að berjast fyrir réttlæti með því að skemma eigur okkar allra. Hverjir bera kostnað af hreinsun málningar sem skvett er, nýjum rúðum og öðru sem skemmt er? Erum það ekki við þjóðfélagsþegnarnir?
Málið er nú samt ekki þannig að ég finni ekki fyrir aðgerðarleysi eða hreinlega vanmætti gagnvart því sem er að gerast í fjármálum og atvinnulífi landans. Það kemur við mitt heimili eins og svo margra annarra. Ég myndi samt sem áður ekki tíma að kaupa mér egg til að grýta í dauða hluti. Því síður finnst mér sniðugt að henda mat eins og lamba lærum í menn sem eru að sinna störfum sínum. Lögreglan gæti líka haft meiri tíma til að uppræta glæpi í þjóðfélaginu ef það þyrfti ekki að standa vörð við alþingi og aðra staði þar sem menn fara fram úr sjálfum sér.
Annars finnst mér sem það geti verið að margir séu farnir að reyna að nota sér vanmátt almennings. Það eru margslags námskeið auglýst og margt í boði fyrir þá sem hafa tíma, margir atvinnulausir ættu kannski að geta nýtt sér eitthvað af þessu en því miður sýnist mér sem það sé samt hæpið því það kostar nokkra þúsundkalla lágmark á hvert námskeið og þá peninga á atvinnulaust fólk ekki til.
Jæja ég ætlaði alls ekki að tjá mig um þessi mótmæli en mátti þó til. Kannski á ég líka eftir að fara í æsingaham einhvern tíma en ég vona þó svo sannarlega ekki.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 18:03 | Facebook
Athugasemdir
Tek undir það með þér. Það er ekkert unnið með því að eyðileggja dauða hluti.
Steingerður Steinarsdóttir, 26.1.2009 kl. 20:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.