7.1.2009 | 18:27
Jóla lok
Gleðilegt ár og takk fyrir það gamla.
Jólin og áramótin voru góð á þessum bæ. Um jólin höfðum við tengdó hjá okkur og svo brunuðum við suður þann 28. des. Lögðum af stað kl. 7 og vorum komin í höfuðborgina um hádegið. Við fórum beint í Laugarneskirkju þar sem var fjölskyldu samkoma hjá hluta af móður ætt minnar. Það var bara tær snilld að hitta mikið af fólkinu sínu á þessum degi t. d. hitti ég báða bræður mína og systkini mömmu og svo auðvitað börnin hennar Gunnu frænku og barnabörn. Þetta er annað árið sem þessir tveir leggir koma saman milli jóla og vona ég að áframhald verði á þessum hittingi.
Ásgeir bróðir hefði ég ekki hitt nema þarna því hann, Þóra og Erla fóru til Austurríkis á skíði á milli jóla og nýjárs. En það var gott að sjá þessar elskur aðeins.
Við gerðum svo sem víðreist í þessari ferð. Heimsóttum fyrst Binna og Ágústu (bróður Sigurgeirs og mágkonu) fórum þaðan til Jóhanns og Þorbjargar sem við höfum ekki gefið okkur tíma til að kíkja til lengi. Kvöldið eftir vorum við boðin í mat hjá Öllu Gunnu og Ágústi þar sem við borðuðum og spjölluðum fram á kvöld. Þau vildu nú fá okkur aftur á nýjárskvöld en við ákváðum að fara heim á nýjársdag og því varð ekki breytt.
Einn dag skruppum við út á Álftanes til Grindavíkur og Sandgerðis. Við byrjuðum sem sagt á Álftanesi þar sem Sveinn bróðursonur Sigurgeirs var hjá tengdamóður sinni en hann eignaðist son þann 26. des og við kíktum á þá fjölskyldu. Þarna var auðvitað lítill gullfallegur drengur sem nefndur hefur verið Einar Ágúst. Svo fórum við til Guðrúnar systur í Grindavík og hittum þar börnin hennar fjögur, Óla mág og svo mömmu og pabba en þau eyddu áramótunum hjá þeim. Eyjólfur bróðir var í Reykjavík þennan dag svo hann hittum við ekki. Síðan var haldið til Jóns og Þorbjargar (bróður Sigurgeirs og mágkonu) í Sandgerði þar sem við vorum borðuðum kvöldmat ásamt þeirra börnum og dótturdóttur. Sú litla er fædd 14. des. 2008. Halldóra og fjölskylda fóru með okkur. Við vorum því búin að ná að taka myndir af öllum þrem langömmu og langafabörnum tengdó sem fæddust á 11 vikum nú í vetur í þessari ferð. Gaman að þessu öllu saman. Aðalheiður Karen fór svo með ömmu og afa að sofa. Hún var nú eiginlega bráðfyndinn því það kom skeifa á hana þegar við vorum lagstar uppí en hún vildi nú ekki segja mér af hverju. Ég þóttist auðvitað vita að hún væri með heimþrá og daginn eftir sagði hún við mömmu sína að hún hefði saknað hennar pínulítið. Það er mikið lagt á litla sál að verða stórasystir og sofa svo allt í einu hjá ömmu og afa út í bæ í stað þess að vera heima. Hún hefur nú samt komið nokkrar ferðir ein norður til okkar og aldrei verið neitt mál. Kannski var það nálægðin við heimilið sem gerði þetta.
Áramótunum eyddum við annars með dóttur, tengdasyni og tveim yndislegum dætrum þeirra. Við elduðum góðan mat og höfðum það gott. Skötuhjúin áttu 5 ára brúðkaupsafmæli sem var ekki haldið uppá og svo átti Dúi líka afmæli eins og venjulega á gamlársdag. Þannig að nú eru þau hjónakornin jafn gömul í þrjá og hálfan mánuð. Nafna mín fór á kostum þegar farið var að skjóta upp og vildi bara sprengja meira og meira. Sú litla kúrði nú bara vel dúðuð í ömmu fangi á meðan.
Á nýjársdag komum við við hjá Binna og Ágústu og borðuðum áður en við keyrðum norður. Þetta var fín ferð og gott að vera með dóturinni og fjölskyldu nokkra daga. Auðvitað söknuðum við samt Heimis og Evu sem voru á Siglufirði þessi áramót en stundum þarf maður að sleppa hendinni af ungdómnum ekki satt?
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 18:30 | Facebook
Athugasemdir
Júbb, stundum þarf að sleppa þeim aðeins.. Þú ert nú lika með þau hjá þér miklu meira en okkur þó þau séu flutt að heiman!
Halldóra F Sigurgeirsdóttir (IP-tala skráð) 8.1.2009 kl. 10:32
Já, gleðilegt ár kæra frænka og takk fyrir gömlu. Ég skal skila kveðjunni til karlsins.
Steingerður Steinarsdóttir, 9.1.2009 kl. 09:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.