21.12.2008 | 13:06
Jólin nálgast
Þá styttist í jólin. Vonandi allir sáttir og óstressaðir. Það er svo merkilegt að jólin koma alveg sama hvort maður er búinn að þvo alla veggi og gardínur eða ekki. Sem betur fer held ég að flestir séu nú hættir þessu mikla stressi fyrir jólin. Eina sem ég þarf nauðsynlega að klára fyrir jól er að skrifa á jólakortin og ganga frá jólagjöfunum. Ef það er í höfn er allt annað bónus. Jú eitt er líka nauðsynlegt það er hreint og hvítt á rúmunum. En það er það nú líka aðra daga
Við skötuhjúin brugðum okkur í jólagarðinn í gærkveldi það er fastur liður hjá okkur fyrir jól og kemur mér endanlega í jólaskap. Læt fylgja hér myndir sem við tókum þar og svo var líka svo jólalegt þegar við fórum á fætur í morgunn að það kemur líka hér.
Annars segi ég bara gleðileg jól.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
Gleðileg jól
Rúnar Haukur Ingimarsson, 22.12.2008 kl. 13:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.