28.10.2008 | 20:14
Hvar endum við
Mér er nú farið að verða mál á að vita hvar við endum. Maður er að verða hálf kvíðin fyrir að hlusta á fréttir þar sem ekki virðist vera nokkuð jákvætt eða rétt gert hjá þeim sem ráða ríkjum hér. Alla vega eru alltaf nógu margir sem segja að þær aðgerðir sem framkvæmdar eru séu ekki til neins. Hvað bíður handan við hornið, uppsagnarbréf úr vinnu, skortur á nauðsynjum eða hvað.
Kanski eru þetta bara misvitrir spekingar sem tjá sig allan daginn út og inn um fjármálin allavega er áreitið orðið of þrúgandi fyrir mína parta. Ég held að fólk þurfi nú eitthvað til að létta lundina. Kanski við ættum bara að flýta því að setja upp jólaskraut og svona til að lífga upp á tilveruna.
Jóhanna Kristín dafnar vel og Aðalheiður Karen er jafn æðisleg og verið hefur. Hún hringdi í mig á sunnudag og bað mig að koma á tölvuna í myndavélina. Þá var hún að uppgötva að hún getur talað við okkur og séð í webcam um leið það er ekki ónýtt að hafa þau í beinni
Tengdamamma er á sjúkrahúsi fékk hjartaáfall í dag og var flutt hingað inneftir en síðasta sunnudag var hún lögð inn á sjúkrahúsið á Húsavík vegna einhvers í ristli. Vona að það gangi allt vel með hana.
Í næstu viku kemur Halldóra norður með skvísurnar báðar en það hefur staðið til að halda upp á 60 ára brúðkaupsafmæli tengdó um aðra helgi. Það verður þó allt að koma í ljós. Maður getur ekki vitað hvernig statusinn verður þá. En allavega koma þær mæðgur því það er búið að kaupa flug.
Bræður mínir eru báðir bæklaðir þessa dagana. Sá eldri fór í hné aðgerð á föstudag og sá yngri í aðgerð á olnboga í morgunn. Auðvitað hugsar maður til þeirra þessa dagana.
Jæja ég er búin að rausa nóg hér í dag
Vona að þið eigið gott kvöld og sofið rótt
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
Við hlökkum til að koma :)
Halldóra F Sigurgeirsdóttir (IP-tala skráð) 29.10.2008 kl. 17:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.