Komin heim

Eftir rúmlega viku dvöl í Safamýrinni er alvara lífsins tekin við. Komin til vinnu og allt það. Hugurinn leitar þó mikið suður yfir heiðar.

Litla daman dafnar vel og kallar mamma hennar hana stundum hámu þegar hún drekkur þannig að það vellur út úr henni. Á laugardaginn var sú stutta skírð og heitir hún Jóhanna Kristín, það er í höfuðið á tendamömmu minni og tengdaföður Huldu Karenar (hinnar ömmunar). Séra Jón Helgi skírði heima og var athöfnin hin fallegasta. ég má til með að setja hér inn myndir af henni seinna. Aðalheiður Karen var nú ekki alveg sátt í byrjun þar sem hún var búin að ákveða að litla systir ætti að heita Karen Sigga, en hún var orðin sátt fyrir kvöldmat.

dscf5778

Læt þetta duga í bili.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband