Fréttir úr borginni

Héðan er allt gott að frétta. Litla daman dafnar vel og er bara yndisleg. Eins er stóra systir hún er þvílíkt góð við þá litlu vill bara fá að horfa á hana, klappa henni og kyssa. Amman er því alsæl með stelpurnar sínar allar þrjár, því auðvitað er mamman líka stelpan hennarSmile Á laugardags morguninn á svo að skíri litlu dömuna. Séra Jón Helgi ætlar að skíra hér heima. Það verður auðvitað bara yndislegt. Það verður ekki nein stór veisla en samt ætlum við nú að gleðjast saman og næra okkur aðeins. Ég bíð spennt eftir nafninu sem er auðvitað leyndarmál hjá þeim hjónum. Aðalheiður Karen er hörð á að litla systir eigi að heita Karen Sigga veit nú ekki af hverju henni dettur það í hug.

Sigurgeir, Heimir og Eva María koma keyrandi á morgunn og Bergur og Þóra Kristín koma á morgunn en Hulda Karen kom í dag. Ekki er neitt spennandi sjóveður fyrir þau en vonandi blessast þetta allt. Einnig ætla langamma Ella og Langi Maggi að keyra hingað suður á morgunn.

Hlakka til að fá ferðalangana á morgunnCool

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Til hamingju elsku englarnir mínir, hlakka til að heyra nafnið á litlu dísinni.

Kristbjörg Clausen (IP-tala skráð) 17.10.2008 kl. 11:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband