27.9.2008 | 22:18
Komin heim
Nú er liðin heil vinnuvika síðan við komum heim frá Rhodos. Þetta var mjög skemmtileg ferð hjá okkur að því undanskildu að ég var illa bitin og fékk ígerð strax á fyrstu dögunum þannig að það dugði ekki annað en pensilín og bólgueyðandi sem gerir mig afskaplega sljóa þar sem ég tek nánast aldrei þvílíka lyfjablöndu. Ekki mátti heldur svala þorsta sínum með neinu áfengu á þeim tíma sem ég var á lyfjunum. Ég lét þetta þó ekki skemma ferðina sleppti bara bjórnum og öðru áfengi og var í síðbuxum enda með milli þrjátíu og fjörutíu bit á hvorum fæti.
Við fórum í þrjár skoðunarferðir og svo á grískt kvöld það nægði mér nú alveg. Hitinn var mikill svona á bilinu 26 og upp í 38° og glampandi sól alla daga nema þann sem við fórum heim. Það byrjaði að rigna á okkur í rútunni á leiðinni á flugvöllinn. Ég er búin að setja nokkrar myndir í albúm sem heitir bara Rhodos en á væntanlega eftir að bæta þar í slatta enda mikið myndað að vanda.
Ætla ekki að setja neina heildar ferðasögu hér en mæli eindregið með þessum stað. Á vonandi eftir að fara þarna aftur sjálf.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
Vehelkohomin heim.. hlakka til að sjá þig hér fyrir sunnan á næstu vikum...
Halldóra F Sigurgeirsdóttir (IP-tala skráð) 29.9.2008 kl. 13:16
Velkomin heim og takk fyrir hlýjar kveðjur á blogginu. Hef einu sinni komið til Grikklands og heillaðist alveg af landi og þjóð. Vona að næst þegar þú ferð verðir þú laus við lyf og flugur.
Steingerður Steinarsdóttir, 7.10.2008 kl. 09:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.