Smá pistill.

Nú styttist óðum í sumarfrí hjá okkur skötuhjúunum. Áður en ég get sagt skilið við vinnuna þarf ég samt að klára ýmsa hluti þar. Þ.e. svo ég þurfi ekki að byrja á þeim þegar við komum til baka. Því hef ég setið í sól og blíðu veðri í dag við tölvuna og unnið.

Heimir og Eva eru enn að bíða eftir að geta flutt. En það styttist þó verulega í það. Skrítið að verða bara tvö eftir í kotinu í vetur. Pabbi hennar og mamma eru búin að koma tvær helgar í röð til að reyna að hjálpa til við að mála og svona. Sigurgeir hefur líka aðeins verið að aðstoða við að koma íbúðinni í lag. Málið er að sá sem á hana ákvað að taka hana alveg í gegn áður en þau flyttu svo flutningarnir töfðust eðlilega en húsnæðið verður þá líka bara betra. 

Halldóra kom eina helgi um daginn með Aðalheiði norður það var auðvitað mjög ljúft. Hætt við að maður sjái þær ekki aftur fyrr en í október þegar fjölgar hjá þeim;) en þá ætla ég suður og leika við skottu mína og hjálpa eitthvað til. Lúri á nokkrum sumarleyfisdögum til þess.

Við erum búin að týna slatta af berjum undanfarið. Búin að gera bláberjasultu og hrútaberjahlaup plús það að búa til skyr ís með bæði bláberjum, aðalberjum og aðalbláberjum í. Frysti svo líka fullt af þessum berja tegundum. Spurning hvort maður verður svo duglegur og tekur slátur í haust.

Eyfi bróðir er búinn að vera hér fyrir norðan undanfarna daga í fyrstu námslotunni sinn í kennsluréttinda námi. Hann er bara ánægður með þetta svo vonandi gengur bara vel.

Jæja ætlaði bara að setja nokkrar línur hér meðan ég fengi mér smá pásu svo nú er best að vinna meira eins og maður segir stundum. Svo bíður mín tveggja vikna frí í sól og sælu eftir mánudaginn.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég lofa að fara varlega og gera mitt besta til að halda í mér þangað til þið eruð komin heim aftur

Halldóra F Sigurgeirsdóttir (IP-tala skráð) 7.9.2008 kl. 19:07

2 identicon

Hafið það gott í sólinni á Rhodos:-)

kv. Kristín

Kristín (IP-tala skráð) 14.9.2008 kl. 17:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband