16.8.2008 | 16:16
Afmæli ofl.
Þann 14. ágúst varð Einar móðurbróðir minn sjötíu ára og af því tilefni brá ég mér til Reykjavíkur með kaffivélinni þann dag. Var mætt ásamt Halldóru minni í afmæli kl. rúmlega fimm þetta verður sko veisla sem seint líður úr minni. Þarna voru öll móðursystkini mín mætt og fullt af öðru skemmtilegur fólki. Það er svo skrítið að manni líður alltaf svo vel þegar maður hefur hitt alla og ég fæ líka smá hnút yfir að vera ekki duglegri að heimsækja þetta fólk mitt þegar ég er fyrir sunnan. En það er nú bara svona tíminn fer alltaf svo hratt í borginni. En hvað um það ég skemmti mér og hafði gaman af þessari óvæntu ferð minni. Upplitið á mömmu varð ekki smá skrítið þegar hún sá mig því ég ætlaði mér ekki að fara suður í fyrstu svo hún átti ekki von á mér frekar en afmælisbarnið og hans kona. Jæja en ég dvaldi ansi marga klukkutíma hjá þeim yndishjónum Einari og Bergþóru, dóttirin var líka orðin útkeyrð þegar við fórum heim til hennar um kvöldið eða nóttina. Ég mætti svo í flug kl. 7 í gærmorgunn og var mætt í vinnu um 8:30 frekar framlág en það gerir ekkert til. Þessi ferð var bæði peninga og þreytu virði. Takk kærlega fyrir mig.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
Sæl og bless; takk fyrir síðast;-) Það var gaman að hitta ykkur á Húsavík á afmælisdag Sigurgeirs. Það er nú meira hvað þú ert búin að vera dugleg að ferðast í sumar, það er annað en ég! Er á leið til RVK á morgun í jarðarför kem aftur á laugardag. Heilsa í bæinn, Kristín
Kristín Björnsdóttir (IP-tala skráð) 20.8.2008 kl. 09:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.