13.8.2008 | 07:37
Dalvík, Akureyri og Hrafnagil
Um síðustu helgi var mikið um að vera hér norðanlands. Á föstudag brunuðum við á Dalvík ásamt Önnu og Gunna til að skoða mannlífið og fá okkur fiskisúpu að hætti Dalvíkinga. Mannfjöldinn var mikill þetta kvöld enda ekki skrítið þar sem þessi hátíð hefur fest sig vel í sessi. Við röltum um og byrjuðum á að fá súpu hjá Hólfríði frænku minni og co. (reyndar borðaði ég hana ekki því flestir setja lauk í súpuna og fyrir honum hef ég ofnæmi) löbbuðum síðan áfram og var meiningin að rölta um og skoða mannlífið. Á þessu tölti okkar sáum við þvílíkar raðir við sum súpuhúsin að allavega ég varð hissa. Kannski meðal annars vegna þess að ég myndi aldrei nenna að bíða í langri röð eftir súpubolla Jæja en svo sáum við heim að húsi Svanhildar Hólm og Loga Bergmann þar sem auk súpu var hægt að hlusta á Hvanndalsbræður Þar var ekki bara röð heldur troðið að mér sýndist. Örugglega marga langað að berja þau augum og smakka á þeirra súpu. Við hittum Binna og Ágústu á þessu rölti og auðvitað fleiri sem við þekktum, en áfram var haldið og þau hin smökkuðu á súpu í einu húsi á leiðinni. Ég fékk mér ekki súpu fyrr en við vorum komin til Marsýjar og Vals þar fékk æðislega súpu (lauk lausa) og hvítvín með. Takk fyrir það kæru hjón. Ég varð eftir hjá þeim en hin röltu áfram. Guðný Rut og Óli komu líka þangað en ekki fleiri af skólasystkinunum þar sem Sigga var lasinn og Systa fyrir sunnan var ekki smalað fleirum þangað. En það var ljúft að hitta þær stöllur ásamt mökum þó ekki væru nein rólegheit hjá frú Marsibil, þar sem súpan þeirra hjóna rann út. Dalvík var svo yfirgefin um kl. 23 og haldið heim, það var bíll við bíl alla leið inn á Akureyri þannig að við keyrðum bara rólega og vorum komin heim um kl. 24.
Á laugardag fór Sigurgeir í göngu með hóp frá Ferðafélaginu um hinn forna Bláskógarveg sem liggur af Reykjaheiði austur í Kelduhverfi. Gangan tókst vel og hann kom hæst ánægður heim um kvöldmat. Ég aftur á móti eyddi deginum í að koma tölvunni minni í réttan gír þ.e. átti eftir að græja internetið, vírusvörnina og koma prentaranum í gang með þessu öllu. Það tókst svo nú get ég farið að vinna á hana heima. Skrapp svo í bæinn og smá búðaráp þar sem ég á eftir að fá mér Sandala fyrir utanlands ferðina. Fann nú samt ekki það sem ég leitaði að.
Sunnudagurinn var ljúfur sofið lengi og morgunkaffið drukkið úti á palli. Skruppum svo rúnt á handverkssýninguna í Hrafnagili. Ég sá svo sem ýmislegt fallegt en þó ekkert sérstakt. Finnst þessi sýning ekki lengur vera fyrir þá sem eru að dunda sér við að föndra í frístundum heldur eru þarna orðnir hönnuðir og atvinnumenn í sumum greinum og fannst mér keyra um þverbak þegar ég sá að bakarí eða brauðgerðarhús var þarna með sama brauð og selt er í stórmörkuðum. Allavega þá var ég hálf spæld eftir að skoða sýninguna í ár.
Ég kveð í bili og held áfram að gera mitt handverk sjálf því ég keypti ekkert um helgina
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
Gaman að lesa um þessa upplifun. Mig hefur alltaf langað á fiskidaginn mikla en aldrei tekist.
Steingerður Steinarsdóttir, 13.8.2008 kl. 10:21
Úps þarna vantar að komast aftan á setninguna.
Steingerður Steinarsdóttir, 13.8.2008 kl. 10:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.