Fljótt líða dagarnir

Já það er víst óhætt að segja að tíminn æði áfram. Mér finnst stutt síðan ég skrifaði hér síðast en þó eru það orðnar einar þrjár vikur. Á þessum tíma erum við búin að skreppa einu sinni í útilegu, reyndar bara eina nótt. Við fórum sem sagt hring héðan frá Akureyri til Dalvíkur, Ólafsfjarðar, Siglufjarðar þar sem við stoppuðum aðeins hjá Evu Maríu, Heimir var þar og vildum við fá þau í grill um kvöldið en ungafólkið vildi frekar leika sér en koma til okkar. Svo sem ekki skrítið og að mörgu leiti bara fínt því Heimir fór og spilaði golf í fyrsta sinn og þótti það mjög gaman. Á þessu ferðalagi okkar komum við líka við í Lónskoti og á Hofsósi. Ætlunin var svo að tjalda á Hólum en þar var allt pakkað svo við héldum áfram og fórum á tjaldstæðið í Varmahlíð. Þetta er nýtt tjaldstæði en allavega ný tekið í gegn og var mjög notalegt að vera þar. Við fórum þó aftur á Hóla á sunnudeginum og hlustuðum á Rússnenskann karlakór syngja, það var hreint út magnað. Að heyra sextán karla syngja eins og um 50 manna kór væri að ræða það er frábært. Við keyrðum svo um Skagafjörð, stoppuðum meðal annars í Glaumbæ og fengum okkur kaffi þar. Fórum síðan í sund í Varmahlíð áður en við fórum á tjaldstæðið þar sem við fengum okkur kvöldmat og nutum góða veðursins þar til við pökkuðum saman og héldum heim.

Sigurgeir tók sér frí á mánudeginum og fór með foreldra sína í dagsferð að Dettifossi í Forvöð, Hljóðakletta og Ásbyrgi. Ég fór aftur á móti að vinna.

Um verslunarmannahelgina vorum við bara heima. Tókum lífinu rólega fengum gesti og svona. Fórum á orgeltónleika á föstudagskvöldinu þar sem organisti Akureyrarkirkju fór á kostum við orgelspil. Hittum þar góða vini bæði akureyrska og annarstaðar í frá.

Á laugardagskvöldinu komu Alla Gunna, Ágúst og Aron í mat til okkar. Það var svo yndislegt veður að við borðuðum úti og sátum þar reyndar langt frameftir. Eyjólfur bróðir kíkti líka aðeins á okkur ásamt vini sínum og börnum.

Á sunnudeginum kom Jón, Þorbjörg og Sandra Rún við hjá okkur einnig Binni og Ágústa og svo Erla, Már og Hilmar. Um kvöldið fórum við svo í fjörutíu ára afmæli til Helgu Þyríar. Það var mjög skemmtileg og vel heppnuð afmælisveisla hjá henni stelpunni.

Á mánudeginum bauð ég svo Eyfa bróður og hans fylgi fiskum ásamt mömmu og pabba í mat. Þannig að það var svo sem ýmislegt haft fyrir stafni þessa daga.

Síðasta vika hefur svo farið í að vinna og gera verkin sín eins og vant er,

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Vildi bara kvitta fyrir í þetta skiptið en ég kíki hér inn reglulega. Jú og svo auðvitað takk fyrir síðast, gaman að rekast á ykkur í bænum um Versló.

Kveðja í bæinn

Kolla Sjöfn og co

Kolla Sjöfn (IP-tala skráð) 11.8.2008 kl. 15:21

2 Smámynd: Aðalheiður Magnúsdóttir

Takk fyrir þetta Kolla mín. Það er alltof sjaldan sem við sjáumst orðið.

Aðalheiður Magnúsdóttir, 12.8.2008 kl. 11:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband