8.6.2008 | 16:15
Bloggleti
Ekki er það fyrir það að ekkert gerist þessa dagana sem ég blogga ekki. Annað hvort er þetta helber leti, of mikið að gera eða ritstífla.
Við erum búin að fara suður og flytja með dótturinni og tengdasyninum. Tókum í leiðinni tvær veislur önnur var í tilefni útskriftar systkinadætra minna þeirra Þóru Bjargar Ásgeirsdóttur sem útskrifaðist sem Stúdent frá fjölbrautarskólanum í Garðabæ og Karenar Lindar Óladóttur sem útskrifaðist sem stúdent úr Versló af náttúrufræðibraut eftir þriggja ára nám. Til lukku með þetta báðar tvær.
Á sunnudeginum var svo hún Erla Ásgeirsdóttir bróðurdóttir mín fermd og þá var nú heldur betur tilefni til veislu. Hér má sjá fermingarbarnið með foreldrum sínum.
og mynd af pakka borðinu. Mér fannst snilldar skreyting á því þar sem stúlkan er algjör skíða stelpa enda á hún nú ekki langt að sækja það áhugamál.
Á sunnudagskvöldinu skruppum við svo í Sandgerði til Jóns bróður hans Sigurgeirs og hans fjölskyldu. Auðvitað þurfti Geiri aðeins að skreppa í húsin með bróður sínum eins og sjá má hér
Þetta eru nú einu sinni sannir sveita piltar.
Læt þetta duga frá síðustu suður ferð en kem fljótt með fleiri fréttir og kannski myndir líka. Ég má nú samt til með að bæta einni mynd af nöfnu minni við en hún fann fullt af grænum þríhyrningum á kransakökunni hjá Erlu.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 16:17 | Facebook
Athugasemdir
Alveg dásamlegur svipurinn á sætabrauðinu mínu þarna ;)
Halldóra F Sigurgeirsdóttir (IP-tala skráð) 9.6.2008 kl. 09:15
Flottar myndir og sammála, frumleg og skemmtileg skreyting.
Steingerður Steinarsdóttir, 9.6.2008 kl. 10:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.