12.5.2008 | 16:27
Hvítasunnan nánast búin
Þá er litla fjölskyldan lögð af stað til Reykjavíkur á ný. Sú stutta vildi alveg verða eftir hjá ömmu og afa en fór þó sátt þegar hún vissi að við kæmum eftir nokkra daga. Það er búið að hjóla og leika sér auk þess sem við skruppum á Húsavík í gær. Í morgunn skruppu Halldóra, Dúi og Aðalheiður Karen á sjó með karli föður mínum og leiddist þeirri stuttu það ekki. Hún veiddi líka einn fisk pínulítinn þorsk:) Sigurgeir fór aftur á móti á skíði upp í Víkurskarð þannig að það var rólegt hjá mér á meðan. Fór reyndar að reyna að finna eitthvað um Rhodos því þangað erum við búin að panta ferð í haust en finnst við samt vita ósköp lítið um staðinn og geta lesið fátt um hann. Gaman væri ef einhver þarna úti getur sagt mér eitthvað um þennan stað. Á ég kannski að hætta við og fara eitthvað allt annað? Jæja það verður að koma í ljós.
Nú er aftur á móti komin tími til að vinna aðeins hjá mér því það eru bara fjórir vinnudagar í þessari viku og eins verður í þeirri næstu hjá mér þar sem við förum suður. Heilmikið að gera þá helgi fyrir sunnan tvær útskriftir, flutningar og ein ferming.
Þar til næst hafið það gott.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
Mér finnst yndisleg tilhugsun að þurfa aðeins að vinna fjóra daga í þessari viku þótt nóg sé að gera. Ég kann ágætlega við alla þessa frídaga. Maður spýtir bara í lófana og vinnur svolítið hraðar.
Steingerður Steinarsdóttir, 12.5.2008 kl. 17:49
Hæ,hæ takk fyrir síðast;-) Nú hittist maður í Bónus en ekki Kaupfélaginu! Ég veit því miður ekkert meira en þú um Rodos, en ég gæti hugsað mér að fara þangað einhverntíman síðar. Það hefur ekki verið leiðinlegt fyrir Aðalheiði Karen að veiða fisk. Valur keypti einmitt litla veiðistöng fyrir Dagný um daginn en það fara engar veiðisögur af henni enþá. Þær eru jafnöldrur og verða stóru systur sama ár
Kristín Björnsdóttir (IP-tala skráð) 13.5.2008 kl. 19:06
Rhodos er æðisleg - a.m.k. gamli bæjarhlutinn. Væri alveg til í að vera þar nokkra daga. Ég skal lána þér bók sem ég keypti í vor, flottar myndir og smáupplýsingar um goðafræði, arkitektúr og sögu staðarins.
Áslaug (IP-tala skráð) 15.5.2008 kl. 21:04
takk fyrir þetta Áslaug held að það sé alveg kominn tími á hitting núna
Aðalheiður Magnúsdóttir, 16.5.2008 kl. 11:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.