Beina brautin

Hvað er bein braut? Er það braut sem við veljum okkur eða er það eitthvað sem aðrir ákveða fyrir okkur? Stundum vildi ég að ég gæti ráðlagt börnunum mínum og þeim sem leita til mín eina rétta uppskrift af henni en því miður kann ég hana ekki. Sonurinn er ekki búinn í prófum fyrr en 15. maí og er ferlega óráðinn með framtíðina. Á eftir ca. eitt og hálft ár í stúdent, sem ég reyndar vil helst að hann ljúki en það á eftir að koma í ljós. Halldóra Friðný kláraði sýn próf með stæl að vanda en ætlar þó að fresta sýnu námi um eitt ár. Ég hef þó fulla trú á að hún fari að ári í sína Heilbrigðisverkfræði.

Mér finnst þetta vor yndislegt þar sem ég er ekki í neinum prófum né ritgerðarsmíðum. Hef þó nóg að gera í vinnunni og er enn að læra fullt af nýjum hlutum þar.

Litla fjölskyldan ætlar að koma til okkar um Hvítasunnuhelgina, en turtildúfurnar fóru á Siglufjörð áðan, þar sem á að læra fyrir síðasta próf vetrarins.  Aðalheiður Karen ætlar að koma með hjólið sitt og fara út að hjóla með ömmu og afa. Nú er hún orðin svo stór enda orðin þriggja ára.  Við förum suður í útskrift og fermingu 23. maí og 25. maí. Þá ætla þau líka að flytja á milli blokka í Safamýrinni og getum við vonandi lagt þeim lið við það.

Í sumar erum við búin að fá sumarhús í Minni Mástungu eða ég held að húsið heiti það, litla fjölskyldan ætlar að vera þar með okkur. Þetta verður eina fríið hjá Halldóru í sumar því hún kláraði sitt frí í skólanum í vetur. Við erum ekki búin að plana allt fríið okkar en ég ætla nú samt að taka meira en eina viku í einu.

Jæja það er best að láta þetta gott heita í bili.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það var of gaman í skólanum til að ég haldi bara áfram að vinna sko... :)

Halldóra F Sigurgeirsdóttir (IP-tala skráð) 7.5.2008 kl. 22:58

2 identicon

Vorið er yndislegt, og mér líður eins og þér, er fegin að vera ekki að berjast við ritgerðir og próf. Mér finnst vorið ólga í brjóstinu á mér, yrði ekki hissa þó það færu að spretta blóm og tré út úr bringunni , segi svona

Kristbjörg Clausen (IP-tala skráð) 8.5.2008 kl. 09:52

3 identicon

Sæl Aðalheiður! Takk fyrir síðast;-) Já hvað er beina brautin? það eru örugglega magir sveittir við að reyna feta hana! Enda er engin uppskrift til að henni, svo ég viti.  En vorið er komið og ég á eftir tvö próf, síðasta 15. maí. Bið að heilsa snúllunum þínum kanski sér maður ykkur á hjóli?

kv. Kristín

Kristín Björnsdóttir (IP-tala skráð) 8.5.2008 kl. 10:44

4 Smámynd: Aðalheiður Magnúsdóttir

Já Kristín ég hugsa til þín í lestrinum. Hjólið var brúkað í morgunn en ég sá nú eitthvað lítið nema götuna þá

Aðalheiður Magnúsdóttir, 8.5.2008 kl. 13:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband