9.4.2008 | 21:04
Er að koma vor?
Tíminn hefur liðið svo hratt þetta ár að ég held að það sé alvegað koma vor og sumar;) Enda ekki langt í sumardaginn fyrsta.
Við erum búin að vera á ferð og flugi síðust tvær helgar og verðum það væntanlega næstu tvær helgar líka. Um síðustu helgi keyrði ég suður með tengdaforeldra mína og Heimi. Sigurgeir kom svo fljúgandi á sunnudag og við brenndum beint í Sandgerði þar sem fermingarveislan hennar Söndru Rúnar var haldin í Grunnskólanum. Þetta var auðvitað fínasta veisla og gaman að hitta alla þar. Ég set nokkrar myndir hér inn, og líka úr veislunni hans Einars Ómars um þar síðustu helgi.
Um helgina ætlum við að gista í stúdíó íbúð á Sogavegi, það verður væntanlega mjög ljúft. Á laugardag er svo fermingin hennar Laufeyjar Maríu og á sunnudag er afmælið hennar Halldóru Friðnýjar. Þá ætla ég að hafa afmælis kaffi fyrir þær mæðgur báðar því skotta verður þriggja ára þann þriðja maí og þá verð ég ekki í Reykjavík. Við ætlum að fagna fertugs afmælinu hennar Sillu frænku það laugardagskvöld.
Enn er meira en nóg að gera í vinnunni og ég með hálfgert samviskubit yfir að fara suður á föstudag en það verður nú samt svo að vera því ég þarf að fara til augnlæknisins í eftirlit ég hefði átt að fara það fyrir einum og hálfum mánuði síðan.
Framkvæmdir hér heima ganga rólega enda alltaf verið að sinna einhverjum öðrum hlutum en þetta kemur allt. Með hækkandi sól verður allt klárt. Við höfum ekki enn ákveðið hvert eða hvenær við förum í sumarfrí. Þó ætlum við að reyna að verja einni viku með litlu fjölskyldunni í sumarhúsi einhverstaðar hér á landi.
Læt þetta duga í bili Þar til næst over and out.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
Það er nóg um að vera í kringum þig heyri ég. Alveg ertu ótrúlega dugleg.
Steingerður Steinarsdóttir, 11.4.2008 kl. 10:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.