31.3.2008 | 22:24
Annasamir dagar
Það hefur ekki verið tími eða þrek í að skrifa neitt hér að undanförnu. Mikið að gera í vinnunni og unnið frá því snemma á morgnana og fram yfir kvöldmat þá heim og það nauðsynlegasta gert og síðan sofið.
Þó var nú flugið tekið til Reykjavíkur á laugardaginn síðasta lentum í borginni um kl. 16. Dóttirin og dóttur dóttirin tóku á móti okkur, yndislegt. Gott að hitta litlu fjölskylduna og eyða smá tíma með henni. Á sunnudag var svo ferming í Grindavík þar sem Einar Ómar fermdist og komst í fullorðinna manna tölu eins og sagt er. Þetta var vel heppnuð fermingarveisla og allir glaðir og kátir það best ég veit. Síðan var keyrt norður með mömmu og pabba á sunnudagskvöld í frekar leiðinlegu veðri eins og svo oft á þessum árstíma.
Áfram verður mikið að gera í vinnunni næstu 1 - 2 vikurnar en þá er bara að fara snemma að sofa og snemma á fætur það er besta formúlan mín til að halda út. Svo er stefnan tekin á borgina um næstu helgi þá með tengdaforeldrana með í bílnum því nú er komið að fermingardegi Söndru Rúnar. Þau ætla að vera fyrir sunnan vikuna á eftir því það á svo að ferma Laufey Maríu 12. apríl. Þá helgi rennum við aftur suður en ætlum þá að stoppa aðeins. Ég á tíma hjá augnlækninum þann 11. apríl og svo á nú dóttirin afmæli þann 13.
Jæja læt þetta duga í bili
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
Ég er að verða göööömuuuul... ;)
Halldóra F Sigurgeirsdóttir (IP-tala skráð) 1.4.2008 kl. 17:29
Hey... er vorið ekki að koma á Akureyri?
Linda Lea Bogadóttir, 1.4.2008 kl. 17:51
Halldóra mín þú ert ekki að verða gömul heldur þroskuð. Það er enginn eldri en hann vill vera, ég er ung þannig að þú getur varla verið mjög öldruð.
Linda mín hér er frost og kuldi en vonandi fer að koma vor. Það eru búnir að vera margir bjartir og fallegir dagar undanfarið
Aðalheiður Magnúsdóttir, 1.4.2008 kl. 21:20
Já, til allrar lukku þroskast maður og þroskast.
Steingerður Steinarsdóttir, 3.4.2008 kl. 11:19
Átta dögum síðar leit vetur konungur við í heimsókn.
Kannski þetta sé allt að koma. Hey ef þú verður í bænum fyrstu helgina í maí þá er ég að spá í að halda eitt ærlegt partý fyrir HA félagana?
Linda Lea Bogadóttir, 9.4.2008 kl. 20:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.