18.3.2008 | 07:01
Keila í kvöld
Má til með að skjóta inn einni stuttri færslu. Hér á Akureyri er Keilu æði þessa dagana og enginn maður með mönnum nema hann hafi prufað nýja Keilusalinn sem var opnaður hér fyrir ca 2 vikum ( Við ætlum sko ekki að láta þennan langþráða draum fara aftur) Þannig að nú skellum við vinnufélagarnir okkur í keilu í kvöld. Svo er fimmtugsafmæli annað kvöld þannig að það er nóg að gera með allri vinnunni. Um síðust helgi var haldið kveðjupartý fyrir okkur sem hættum um síðustu áramót í gömlu vinnunni minni. Fengum við frábæran mat og viðgjörning og skemmtum okkur vel yfir ljúfum tónum og spjalli. Skrifa meira síðar þegar tími gefst.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
Lukky þið. Æðislega gaman alltaf að spila keilu.
Skora á þig í keppni þegar ég kem norður næst
Linda Lea Bogadóttir, 18.3.2008 kl. 20:22
Það væri nú bara gaman að spila við þig Reyndar var ferðinni frestað fram yfir páska því miður
Aðalheiður Magnúsdóttir, 19.3.2008 kl. 06:55
Ahh - maður verður sennilega að prufa til að vera eins og hinir, hef aldrei spilað keilu nema í WII leikjatölvu heimilisins og er bara nokkuð góður þar
Rúnar Haukur Ingimarsson, 21.3.2008 kl. 11:33
Rúnar þú ættir að prufa að spila keilu það er þræl gaman
Aðalheiður Magnúsdóttir, 22.3.2008 kl. 13:51
Skemmtu þér vel í keilu og gleðilega páska.
Steingerður Steinarsdóttir, 22.3.2008 kl. 20:50
Takk, Aðalheiður mín, fyrir skeytið
Kristbjörg Clausen (IP-tala skráð) 25.3.2008 kl. 07:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.