Hver er sinnar gæfu smiður.

Oft rata mér þessi orð á munn. Eiginlega má segja að þetta sé eitt af þeim orðtökum sem ég vil halda í heiðri. Hver er það sem skammtar okkur í launaumslögin reyndar ekki við sjálf en við höfum þó eitthvað um það að segja hvernig við uppskerum. Það þýðir t.d ekki að vola og væla yfir launum en halda sig samt í sama fari ef við erum ekki ánægð með okkar þá sækjum við okkur meiri menntun eða betur launað starf. Þar af leiðandi höfum við áhrif á hvar við lendum. Það eru ekki allir að eltast við allar stóru fúlgurnar sem betur fer. Enda bíður lífið upp á mikið meira en brauðstrit ef við viljum bara hugsa um hvað við getum gert fyrir okkur sjálf.

Við leggjum líka grunn að því sambandi sem við búum í og hlúum að því á þann hátt sem við teljum vænlegast. Aftur á móti má segja að ef par eða hjón vinna ekki úr sínum málum þá er engum um að kenna öðrum en þeim sjálfum. Þarna liggur líka gæfu smíði hvers og eins. Vinina þarf líka að rækta ekki endilega á hverjum degi en samt annað slagið, stundum sakna ég þess að vera ekki duglegri að heimsækja og rækta sambandið við frændgarðinn og vinina.  Þó held ég að ég sé ekki mjög léleg í því. Samt vil ég ekki heldur ota mínum tota of mikið. En þetta er eitthvað sem ég ræð sjálf hvernig ég hef.Kannski rausa ég svona núna eftir skemmtilega helgi þar sem árshátíð bæjarins var haldin með pompi og prakt. Ég skemmti mér stórvel þó svo að ég færi í gömlum kjól og karlmannslaus að auki. Aftur á móti heyrði maður svona smá tón ég á ekkert að fara í, maðurinn kemst ekki , eða konan og þar fram eftir götunum. Það er bara val hjá hverjum og einum hvort hann fer eða ekki burt séð frá maka eða fötum.  Reyndar mætti minn maður áður en kvöldið var allt en það var nú ekki vitað fyrirfram því hann var með félögum sem gengu á Hornstrandir síðastliðið sumar. Ég hitti nokkra ljúfa vini þarna og skemmti mér vel með vinnufélögunum en var líka ánægð með að sambýlingurinn skyldi mæta þó seint væri. 

Um næstu helgi er planaður vina hittingur fram í sveit það verður ljúft. En þessi vika verður notuð til að vinna og vinna því nú er loks að sjá fyrir endann stóru verkefni í vinnunni. Halldóra er nú búin með stærðfræði hlutann í undirbúningsnáminu sínu lauk honum með stæl og 9.5 í einkunn enda dugleg að læra konan sú. Nú er hún komin í sumarfrí og notar það til að læra eðlis og efnafræði (að ég held allavega) gaman að þessu. Aðalheiður Karen er söm við sig og heillar okkur upp úr skónum. Þær komu norður mæðgur fyrir rúmri viku síðan og voru eina nótt hér. Ég vissi af þeim en Sigurgeir ekki hann varð heldur betur hissa þegar sú stutta mætti inn á herbergisgólf hjá honum. Hún fékk að mála og hjálpa honum en leist ekki á að herbergið og rúmið hennar ömmu væru ekki í íbúðarhæfu ástandi. Hún skreið nú samt uppí hjá okkur á sunnudagsmorgninum gott að lúlla á sófanum sagði hún bara

Nú ætla ég að hætta þessu bulli í bili og horfa smá á sjónvarp áður en ég legg mig með bókina mína sem er Óreiða á striga.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Eðlisfræði og meiri stærðfræði :P

Halldóra F Sigurgeirsdóttir (IP-tala skráð) 4.3.2008 kl. 18:22

2 identicon

Þú ert vönduð, góð, frændrækin og traust og mér þykir afskaplega vænt um þig. Og loks langar mig að óska þér til hamingju með hana duglegu dóttur þína

Kristbjörg Clausen (IP-tala skráð) 4.3.2008 kl. 20:42

3 Smámynd: Linda Lea Bogadóttir

Góð færsla hjá þér vinkona.
Hélt reyndar í fyrstu að hann hefði verið í kaffi hjá þér hann Pétur Blöndal vinur minn...
Hann lét hafa eftir sér á Bylgjunni um daginn að þeir sem væru óánægðir með launin sín (var þá að tala um kennara og hjúkkur) gætu bara hætt og fundið sér aðra vinnu - Hehe - Það var hans lausn á vandamálinu. Var reyndar spurður hvað hann ætlaði sér að gera þegar skólarnir væru tómir og spítalarnir líka...?  Svaraði þá um hæl; Þá mun ég auðvitað skoða það að hækka launin. Hann er stundum svolítið sérkennilegur hann Pétur karlinn.

Linda Lea Bogadóttir, 4.3.2008 kl. 23:36

4 Smámynd: Aðalheiður Magnúsdóttir

Takk fyrir mig Kristbjörg mín ég held að ég eigi nú ekki allt þetta hrós skilið. Mér þykir nú samt

 líka afskaplega vænt um þig og þína

Linda mín ég meinti nú ekki að kennarar og hjúkkur né aðrir væru ofaldir af launum sínum heldur þá finnst mér oft votta fyrir öfund hjá fólki yfir að aðrir hafi það betra en þeir. T.d. getum við báðar örugglega vitnað um að við höfum bæði hærri laun í dag og meiri ábyrgð en áður en við ljukum námi.  Fórum við ekki í skóla til að víkka sjóndeildarhringinn og fá meðal annars betur borgað fyrir skrifstofuvinnuna okkar 

Aðalheiður Magnúsdóttir, 5.3.2008 kl. 20:52

5 Smámynd: Steingerður Steinarsdóttir

Þetta var góður pistill og alveg kórrétt það sem þú segir.

Steingerður Steinarsdóttir, 6.3.2008 kl. 09:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband