Þreyta eða leti

Stundum getur verið að maður geti ekki greint á milli þess að vera þreyttur eða latur. Í dag var ég ótrúlega þreytt, svaf illa á sófanum í nótt, fór í leikfimi kl. 6 og var svo bara syfjuð. En það má öllu gefa nafn ég var nefnilega bara nokkuð dugleg um helgina, Sigurgeir byrjaði að taka hjónaherbergið í gegn (þess vegna sofum við á sófanum) ég flutti okkur því í nýuppgert tölvuherbergið sem ég reyndar kláraði að græja um leið, þvoði bílinn og þreif íbúðina. Eyfi var í mat hjá okkur og síðan fórum við þrjú í leikhús að sjá Fló á skinni það var mjög gaman. eftir leikhús fórum við svo á skrall byrjuðum reyndar á að fara heim en fórum svo á Vélsmiðjuna sem fær ekki háa einkunn hjá mér. Ég skil ekki með hvaða hugarfari fólk fer út að skemmta sér í dag. Það er dansað með glös og flöskur sem enda oft á tíðum brotin á gólfinu, þannig var þetta þarna, á gólfinu flaut allt í vökva og glerbrotum. Við entumst ekki út ballið enda gott að komast heim og slaka á. Á sunnudaginn var svo haldið áfram í tiltekt og þvotti, Eyfi fór suður eftir kvöldmat auðvitað eldaði ég handa okkur áður en hann fór, enda var kappinn búin að flikka aðeins upp á systur sína með klippingu og svona.

Maður er auðvitað strax farin að sakna skottu litlu og hennar fylgifiskum. En það verður samt örugglega ekki lengi að líða tíminn þar til við sjáumst næst. Gamla settið er flogið til Kanarý að vanda svo nú eru tvö hús að hugsa um. Það er viðbót við annað að hugsa um póst, blóm og fleira. En allt í lagi ekki málið. Guðrún systir fór og skoðaði fyrir mig borðstofuborð og stóla á laugardaginn. Það verður gaman að sjá hvernig það lítur út þegar það ratar heim í stofu til mín í vikunniWhistling já ég sló til og keypti þetta sett sem Geiri sá auglýst í 24 stundum. En við þetta borð rúmast mun fleiri en við það gamla.

Jæja ég gæti nú svo sem farið að blogga um pólitík, kjaramál eða önnur heimsins mál en ætla að láta það vera því það eru nógir að rífa sig þar. Þó verð ég að segja að mér finnst orðið alveg ótrúlegt hvað fólk er tilætlunarsamt í dag. það vill enginn hafa neitt fyrir neinu en samt á allt að vera fullkomið og þjónusta hins opinbera hún má ekki kosta neitt en á samt að vera fullkominn. Stundum finnst mér tilætlunarsemi fólks algjörlega út í hött.

Nú er ég hætt þessu röfli og farin að prjóna svo nafna mín fái nú peysuna sína einhvertíma fyrir sumarið.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hvahh? Hendirðu bara út gamla borðstofusettinu?! Höfum við ekki komist alveg milljón við það borð síðustu ár? :O Hvað ætlar þú eiginlega að fara að hafa stór matarboð góða mín? :)

Hlakka til að koma á laugardaginn :D og stubba örugglega líka, segi henni þetta á eftir :) 

Halldóra F Sigurgeirsdóttir (IP-tala skráð) 19.2.2008 kl. 14:27

2 Smámynd: Steingerður Steinarsdóttir

Einhver sagði einhvern tíma að þreyta væri dulbúin leti en ég elska letilíf svo ekki ætla ég að fara að tala illa um letina. Mér heyrist nú samt að framkvæmdagleði þinni séu engin takmörk sett.

Steingerður Steinarsdóttir, 19.2.2008 kl. 16:50

3 Smámynd: Aðalheiður Magnúsdóttir

Ég er líka búin að segja þessari leti upp í bili

Aðalheiður Magnúsdóttir, 20.2.2008 kl. 11:16

4 Smámynd: Unnur R. H.

Leti er góð í hófi Var einmitt farin að pæla í þessu með sófann. Gangi þér vel að prjóna

Unnur R. H., 21.2.2008 kl. 14:32

5 identicon

Ja miðað við það sem þú hefur gert undanfarið myndi ég segja að þetta væri þreyta en ekki leti. Ertu óstöðvandi kona, þvílíkur kraftur!!  Happy knitting

Rúna (IP-tala skráð) 26.2.2008 kl. 12:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband