6.2.2008 | 21:03
Tími á blogg
Eitthvað fer minna fyrir bloggi hér á nýju ári. Það skýrist fyrst og framst af mikilli vinnu. Þó hefur nú ýmislegt verið brasað. Á miðvikudeginum í síðustu viku kom Aðalheiður Karen norður í flugi með langömmu sinni og langafa. Það var yndislegt að fá hana en jafnframt heilmikið púsl því hún varð lasin fyrstu nóttina ældi og fékk háan hita. Langa kom því og passaði hana meðan ég var að vinna bæði á fimmtudag og föstudag en svo var hún orðin hress á laugardag og var farið út á sleða og á róló þó svo að allt væri á kafi í snjó. Hér sjást myndir af sleðadrottningunni og einnig ein af henni að róla með afa.
Þetta er nú ekki leiðinlegt. Enda var leikurinn endurtekinn á sunnudeginum og þá var líka farið í bollu kaffi til langömmu og langafa. Á mánudeginum var svo plönuð heimferð í flugi, þó ekki fyrr en kl. 12:25 því þurfti að fá pössun fyrir skvísuna þá líka. En nú voru góð ráð dýr því langa var orðin lasin svo afi var heima til kl 10 en þá kom ég heim og tók við. Við mættum svo á flugvöllinn og hittum Elías sem tók hana með sér í flug, hún var sko ekki bangin við hann þó hún hefði ekki hitt hann fyrr. Flugið suður gekk vel og hún glöð að hitta mömmu sína og pabba.
Í dag er Eva María 19 ára til hamingju með það Eva mín. Um næstu helgi stendur til þorrablót hjá karlakórnum og þangað verður farið. Síðan er stefnan tekinn á Fló á skinni þann 16. og svo er árshátíð Akureyrarbæjar 1. mars. Einhvern tíma þarna á milli þyrfti ég svo að skreppa suður til augnlæknis. Gaman hefði líka verið að sjá sýningu Verslunarskólanema sem verið er að setja upp en þar leikur Jón Ágúst eitt hlutverkið. Svo er verið að setja upp brúðkaup fígarós hjá Söngskólanum og þar er Bragi að syngja það hefði verið gaman að sjá hann á sviði hann er þvílíkur bassi og á örugglega framtíðina fyrir sér í söngnum. Fjórar fermingar eru líka í fjölskyldunni á þessum vormánuðum og tvær stúdents útskriftir auk þess sem Bragi lýkur væntanlega Viðskiptafræðinni. Allar þessar fjölsk.samkomur eru sunnan heiða það er svo sem ekki skrítið þar sem ég er ein minna systkina hér norðan heiða og eins er með Sigurgeir.
Jæja ég ætla að láta þessu pári ljúka hér í dag. Skrifa meira fljótlega.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 21:05 | Facebook
Athugasemdir
Það verður augljóslega nóg að gera hjá þér í vor.
Steingerður Steinarsdóttir, 7.2.2008 kl. 10:43
Heiða mín. Þú verður að fá þér afsláttakort í göngin, það verða heilmikil ferðalög hjá ykkur í allar þessar veislur
Rúna K (IP-tala skráð) 10.2.2008 kl. 21:27
Svona er lífið allt að gerast á sama tíma. Ég er nú jafnvel að hugsa um að nýta mér flugið í allavega eitt skipti.
Aðalheiður Magnúsdóttir, 12.2.2008 kl. 14:05
Jæja.. er ekki að koma tími á nýtt blogg? :P
Halldóra F Sigurgeirsdóttir (IP-tala skráð) 18.2.2008 kl. 15:29
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.