Framkvæmdir

Já nú er svo sannarlega allt á fullu.

 Heima er búið að rífa niður úr einu lofti, lagfæra rafmagnslagnir þar og búið að bæta við loftnetslögn þannig að hægt verið að vera með sjónvarp á fleiri stöðum í húsinu. Núna er svo verið að klæða loftið að nýju með fínu klæðningunni sem keypt var fyrir jól.

Í vinnunni er búið að vera nóg að gera undanfarið þannig að flest annað hefur setið á hakanum hjá mér, en nú fer að hægjast um þannig að þá fer maður að sinna því sem trassast hefur.  Mætti meira að segja í leikfimi í gærmorgunnWizard Í gærkveldi fengum við góða gesti í heimsókn og í kvöld ætla ég að taka því rólega. Á miðvikudaginn fæ ég nöfnu mína norður og ætla að njóta þess að hafa hana til sunnudags eða mánudags. Mamma og pabbi eru fyrir sunnan og ætla að koma með hana með sér norður í flugi, en mig vantar enn einhvern til að hafa hana með sér suður í flugi á sunnudag. Það hlýtur nú samt að finnast leið annars fer hún í bíl á mánudag.

Heimir er búin að vera með kvefpest þessa vikuna en þó alltaf farið í skólann einhvern hluta dagsins í gær sagði ég stopp við hann þegar hann ætlaði að fara að vinna kl. 6. Eftir að hafa farið og reynt að fá einhvern til að vinna fyrir sig þar sem hann var alveg búinn á því, enda kominn með tæplega 39° hita blessaður. Ég hringdi niður í Hagkaup og tilkynnti hann veikan.  Halldóra mín hefur sagt að ég sé allt of hörð á að menn mæti í vinnu þó þeir séu veikir þannig að ég held að þarna hafi veikindin verið orðin heldur mikilWink hún liggur líka í rúminu í Rvík lasin í nebbanum sínum og hásinum að sögn Aðalheiðar Karenar.

Jæja ég ætlaði nú bara svona að láta vita aðeins af mér en ég skrifa meira síðar.

Hvert á maður annars að fara í sumarfrí?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ferðalög minnar fjölskyldu verða að flytja aftur heim til Íslandsins góða og kannski eitthvað innanlands.

Annars bara kvittun fyrir innliti. Kv. R :) 

Rúna (IP-tala skráð) 28.1.2008 kl. 12:21

2 Smámynd: Linda Lea Bogadóttir

 Feneyjar er staðurinn - eða Róm...

Linda Lea Bogadóttir, 28.1.2008 kl. 12:38

3 Smámynd: Aðalheiður Magnúsdóttir

Rúna mín það verður gott að flytja aftur á klakann. Linda ég er búin með Feneyjar og Róm það var sko svo sannarlega æðislegt. En hvenær kemurðu norður?

Aðalheiður Magnúsdóttir, 28.1.2008 kl. 18:09

4 Smámynd: Steingerður Steinarsdóttir

Ég mæli með ferðalögum innanlands. Við hjónin eigum Vestfirðina eftir þ.e. saman því Gummi hefur séð þá flesta utan frá sjó.

Steingerður Steinarsdóttir, 29.1.2008 kl. 15:39

5 identicon

Við erum kanski eitthvað skildar ég og þú, dóttir mín er búin að kvarta alla þessa viku yfir hálsbólgu og höfuðverk en fer samt í skólann! Ég held líka að þessi mætingarskilda í skólanum reki þau áfram til að mæta þrátt fyrir veikindi? En mitt sumarfrí þetta sumarið verður í Vinnu á Hlíð og ferðir uppá golfvöll;-)

Kristín Björnsdóttir (IP-tala skráð) 31.1.2008 kl. 08:32

6 identicon

Sæl Heiða, þú hefur aldeilis fengið veðrið til að vera með nöfnu þína úti í snjónum um helgina:-) Er það ekki yndislegt að geta verið með barnabörnin. Ég veit alveg hvernig ég er:-) En nú er ég að fara læra fyrir náttúrufræðipróf úff!

Kristín Björnsdóttir (IP-tala skráð) 5.2.2008 kl. 09:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband