9.1.2008 | 21:01
Áramótaheit
Hvað er nú það jú margir ákveða að hætta að reykja aðrir lofa sjálfum sér einhverju öðru. Ég lofaði sjálfri mér að nú skyldi ég geta vaknað á morgnana kl.5:45 og fara í ræktina þrisvar í viku. Nú skal reynt að standa við það og dragúldin konan hefur komið sér niður á Bjarg þessa vikuna tvisvar sinnum þannig að ég er full bjartsýni. Það hafa greinilega margir horft til þess sama því það eru mun fleiri við æfingar nú en voru fyrripartinn í vetur.
Svo lofa ég líka að vinna minna en síðustu mánuði. Allt gott og blessað bara hvort ég stend við þetta. Kemur í ljós
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
Æi Aðalheiður 5:45, það er ekki hægt í þessu myrkri! Ég get skilið 17:45:-) Mér gengur nú nógu illa að druslast uppí skóla fyrir kl. 08:15! Annars ert þú engri lík þegar þú tekur þér eitthvað fyrir hendur. Gangi þér vel á vakna á morgnana. Hver verður á undan með sokkana? kveðja Kristín
Kristín Björnsdóttir (IP-tala skráð) 11.1.2008 kl. 14:44
Sjálf á ég í mesta basli við að vakna klukkan sjö en skal samt reyna að senda þér styrkjandi hugskeyti gegnum svefninn þarna rétt fyrir sex.
Steingerður Steinarsdóttir, 14.1.2008 kl. 09:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.