Nýtt ár gengið í garð

Gleðilegt ár og takk fyrir það gamla.

Ég segi nú eins og sumir aðrir kannski maður verði að hætta að blogga eftir áramótaskaupið. Annars fannst mér það ágætt, en ég var víst ein um þá skoðun heima hjá foreldrum mínum á gamlaárskvöld. Áramótin voru róleg hjá okkur við borðuðum hjá m og p horfðum á sjónvarpið og svo skutu pabbi og Sigurgeir upp smávegis af flugeldum. Ég fékk ofnæmi fyrir einhverju, sennilega kryddinu í matnum og var því hálf ónýt af þeim sökum. Heimir fór á Siglufjörð strax eftir mat og var kominn þangað áður en skaupið byrjaði. Hann kemur heim á morgunn og væntanlega kemur Eva með honum.

Vinnan hófst aftur strax annan janúar og er það bara ljúft. Nú er ég komin alveg í nýja starfið og þarf því ekki að skipta mér á milli deilda lengur. Auðvitað er margt að læra og hugmyndir ýmsar um í hvaða farveg skal stýra verkum. Þetta kemur samt allt.

Um áramót á ég það til að gera nýliðið ár upp í huga mér og er engin undantekning á því nú. Í heild var árið sem var að líða gott. Allir heilsuhraustir í fjölskyldunni þannig að ekki þarf að kvarta heldur á maður að þakka fyrir það  því heilsan er afar dýrmæt hverjum manni. Ég kláraði skólann, Halldóra Friðný tók ákvörðun um að fara í áframhaldandi nám, byrjar það reyndar á næsta mánudag og Heimir heldur áfram í VMA og í tónlistarskólanum. Utanlandsferðirnar urðu þrjár til fjögurra landa, Eistlands, Finnlands, Spánar og Bandaríkjanna. Tvær voru hópferðir en sú þriðja skemmtileg systra, mágkonu ferð gaman að því.

Jæja ég læt þetta duga í

bili en læt þó fylgja með nokkrar myndir af skottu minni teknum um áramótin.

IMG_3634IMG_3636IMG_3653IMG_3657IMG_3667


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Gleðilegt nýtt ár.

Kristín (IP-tala skráð) 5.1.2008 kl. 16:41

2 Smámynd: Linda Lea Bogadóttir

Var í blogg,blogg,blogg veislu í gær...  fannst skaupið gott og bara nokkuð fyndið að þeir lögðu áherslu á bloggveröldina. Ótrúlegur í raun þessi bloggheimur

Gleðilegt ár... kíki við hjá þér þegar ég kem norður eða við tökum einn kaffi á kaffihúsi... í lok jan vonandi

Linda Lea Bogadóttir, 6.1.2008 kl. 23:00

3 Smámynd: Aðalheiður Magnúsdóttir

Gleðilegt ár Linda mín

Það verður bara gaman að sjá þig þú lætur mig bara vita hvenær þú verður á ferðini

Aðalheiður Magnúsdóttir, 7.1.2008 kl. 07:53

4 identicon

Gleðilegt ár kæra fjölskylda*

Kv frá egilsstöðum

Lilja Hrund (IP-tala skráð) 7.1.2008 kl. 22:18

5 identicon

Gleðilegt ár, Aðalheiður mín, ég saknaði þín líka á laugardaginn, hafði vonast eftir að fá að hitta þig þá. En það var voða gaman, nema að ég fór að gráta og var það í fyrsta sinn í 40 ár sem ég græt á jólaballi. Ég hafði verið að fíflast í litlu strákunum þeim Jóa Gabríel (3 ára) hennar Gunnu Siggu og Erni hennar Gunnhildar (5 ára), var að mana þá í kapphlaup við mig (ég hef svo lítið þroskast). Það fór nú ekki betur en svo að Jói hljóp á borð og mér brá svo að ég fór að gráta. Maður er bilaður.

Kristbjörg Clausen (IP-tala skráð) 8.1.2008 kl. 14:33

6 Smámynd: Steingerður Steinarsdóttir

Gleðilegt ár og mikið er þetta sæt lítil skotta.

Steingerður Steinarsdóttir, 9.1.2008 kl. 14:31

7 Smámynd: Aðalheiður Magnúsdóttir

Hún er yndisleg. Bara of langt á milli okkar. Skil vel að þú sért farin að bíða eftir ömmu titlinum hann er ljúfur

Aðalheiður Magnúsdóttir, 9.1.2008 kl. 21:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband