Yndisleg jól

Þá er maður komin aftur til hversdagsins eða þannig, vinnan tekin við leti undanfarina daga. En jólin hjá okkur eru búin að vera yndisleg. Á aðfangadagskvöld vorum við átta, auk okkar heimafólksins voru foreldrar mínir, foreldrar Sigurgeirs og svo Gunnar föðurbróðir minn hjá okkur. Það vantaði bara litlu fjölskylduna í Safamýri og svo auðvitað Evu Maríu sem er á Siglufirði hjá foreldrum sínum. Jólahefðirnar eru sterkar og hjá okkur hefur matseðillinn verið eins frá því að ég man eftir mér, þ.e. gæs og möndlugrautur á aðfangadag og svo hangikjöt á jóladag. Við borðum heima hjá okkur á aðfangadag og hjá mömmu og pabba á jóladag. Á aðfangadagskvöld fórum við í miðnæturmessu í Glerárkirkju ásamt tengdaforeldrum mínum. Þetta var óhefðbundin messa þar sem séra Arnaldur sá um messuna ásamt djáknanum honum Pétri Björgvin. Kórinn var dreifður um kirkjuna og söngurinn safnaðarsöngur þ.e. söfnuðurinn söng með í öllum sálmum. Siðan var prédikunin líka óvenjuleg þar sem þeir Arnaldur og Pétur tóku textan úr sálminum "'i dag er glatt" og ræddu út frá honum. Ég læt hér fylgja fyrsta erindið.

 

Í dag er glatt í döprum hjörtum,
því Drottins ljóma jól.
Í niðamyrkrum nætursvörtum
upp náðar rennur sól.
Er vetrar geisar stormur stríður,
þá stendur hjá oss friðarengill blíður,
og þegar ljósið dagsins dvín,
:,: oss Drottins birta kringum skín. :,:

Persónulega finnst mér gott að enda aðfangadag á að fara í messu, aðeins eitt sem ég er samt ekki innstillt á það er þessi altarisganga sem alltaf er í messum í dag. En svona er þetta víst bara orðið.

Jóladagur var tekinn rólega heima fram að kvöldmat, en þá var haldið til mömmu og pabba í hangikjöt auðvitað voru tengdó með okkur og svo voru Magga og Sölvi ásamt börnum líka boðin til þeirra í mat. Eftir kvöldmat fórum við heim og horfðum á sjónvarpið og á myndina Mýrina sem tengdó fékk í einum jólapakkanum. Þetta var góður dagur í friði og róSmile

Á annan dag jóla var ekki mikið um að vera heldur Sigurgeir sótti þó Önnu og Friðrik í smá kaffi áður en hann fór með foreldra sína í rútuna austur á Húsavík. Síðan komu mamma og pabbi og borðuðu með okkur kvöldmat.  Um kvöldið var svo horft á sjónvarp þar sem boðið var upp á þrjár íslenskar myndir.

Ég rændi nokkrum myndum af litlu fjölskyldunni sem var í Vestmannaeyjum þessi jólSmile

IMG_3505[1]IMG_3534[1]IMG_3540[1]

Gleðileg jól öll.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þið verðið bara að koma suður næstu jól, við ætlum að vera heima þá :)

Halldóra F Sigurgeirsdóttir (IP-tala skráð) 28.12.2007 kl. 10:27

2 identicon

Gleðileg jól. :)

Kristín (IP-tala skráð) 29.12.2007 kl. 13:12

3 identicon

Sæl Heiða mín.

Óska þér og þínum gleðilegra jóla og takk fyrir reglulegt kíkk á síðuna mína.

Rúna Kristín (IP-tala skráð) 29.12.2007 kl. 13:32

4 Smámynd: Linda Lea Bogadóttir

Gaman að lesa og gott að jólamessan ykkar var ósvikin.

Óska þér og þínum gleðilegs árs með þökk fyrir gamalt og gott.

Linda Lea Bogadóttir, 30.12.2007 kl. 21:26

5 Smámynd: Steingerður Steinarsdóttir

Gleðilegt ár Heiða mín og þakka þér fyrir alla skemmtunina hér á blogginu.

Steingerður Steinarsdóttir, 2.1.2008 kl. 11:30

6 identicon

Sæl heillin og gleðilegt ár, bara láta vita að ég les bloggið þitt, verðum nú að fara að heyrast eða hittast, er alltaf jafnmikið að gera í vinnunni.  kv Marsibil

Marsibil (IP-tala skráð) 4.1.2008 kl. 00:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband