Laufabrauð

Loksins get ég verið sátt við að jólin nálgist því ég var að enda við að gera laufabrauð:) Það er sem sagt algjörlega ómissandi á mínu heimili um jól. Í gærkvöldi var jólahlaðborð hjá starfsfólki ráðhússins fínasti matur og allt það, ég var nú samt ekki upp á marga fiska þar sem ég er búin að vera að drepast úr kvefi að undanförnu. Hef verið með hitavellu í nokkra daga en þetta hlýtur að fara að taka enda.

Nú styttist líka í Baltimor aðeins þrír dagar í brottför. Ekki veit ég út í hvað ég er að fara en er ákveðin í að hafa gaman af. vonandi kem ég afslöppuð heim og verð bara tilbúin að taka á móti jólunum á að vísu eftir að vinna ýmis verkefni fyrst en þetta kemur allt.

Lemjandi hóstann kveð ég í bili

Góðar stundir


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Laufabrauð er ómissandi, en ég er svo frumstæð á því sviði að það er keypt út í búð. Þykir samt algjörlega ómissandi á þessu heimili um jól.

Farðu nú vel með þig og góða ferð til Baltimore, það er gaman að þessum ferðalagadugnaði í þér.

Kristbjörg Clausen (IP-tala skráð) 9.12.2007 kl. 09:07

2 Smámynd: Steingerður Steinarsdóttir

Þú hefur greinilega þjáðst af sömu pest og ég. Alla helgina lá ég hálfgildings út úr heiminum og röddin minnti á talanda Gunnars Birgissonar.

Steingerður Steinarsdóttir, 12.12.2007 kl. 13:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband