4.12.2007 | 22:00
Afmæli aldarinnar
Já það má nú segja að ég hafi farið í afmæli aldarinnar um síðustu helgi. Það var mikið um dýrðir afmælis börnin afþökkuðu allar gjafir en bentu fólki á að söfnunarkassi til styrktar krabbameinssjúkum börnum yrði á staðnum. Það safnaðist drjúg upphæð í kassann og hjónin voru ánægð með partíið sem og veislugestir. Maturinn var frábær og drykkirnir runnu ljúflega niður. Tónlistin var ekki af verri endanum enda sat Óskar Einarsson (oft nefndur Óskar gospel) við píanóið. Karen Lind söng þrjú lög þar á meðal var Bíddu pabbi sem mér fannst einstaklega fallegt hjá henni. Eyrún söng líka bæði með Karen og svo ein og sér, þær voru báðar frábærar frænkurnar.
Ferðin suður heppnaðist á alla kanta vel, að vísu þá heimsóttum við ekki þá sem við ætluðum enda ekki við því að búast. Sigurgeir var hálf lasinn þegar við fórum á stað og því ekki eins mikill kraftur í okkur og stundum áður. En það var ljúft að hitta litlu dömuna hún flaug um hálsinn á mér þegar ég sótti hana á leikskólann. Ekki var heldur neitt leiðinlegt að hitta dótturina og tengdasoninn með þeirri fjölskyldu var mestum tíma eytt í þessari ferð. Íbúðin var frábær, útsýnið geggjað og við endurnærð eftir dvölina í borginni. Fengum leiðinda veður á leiðinni heim alveg frá því á Blönduósi og heim.
Nú styttist óðum í næsta ferðalag en það er Reykjavík á þriðjudagskvöldið 11 og út til Baltimor þann 12:) alltaf á faraldsfæti þessa dagana. Hvenær eru annars jólin?
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
Úps jólin eru tekin að nálgast óhugnanlega hratt.
Steingerður Steinarsdóttir, 5.12.2007 kl. 10:38
Já.. og ég á eftir að:
Henda rusli og fara með kassa í rauða krossinn
Baka piparkökur
Klára jólagjafirnar og jólakortin
Taka til og þrífa
Fara í klippingu með hele familien
Hitta skólasysturnar, fara á jólakvöld og helst hafa eins og eitt matarboð ef það kemst fyrir...
Finna jólagjafir handa manni og barni og kaupa og pakka inn..
Vinna eins og 110% vinnu....
Ég verð eiginlega bara þreytt af að hugsa um þetta..
Halldóra F Sigurgeirsdóttir (IP-tala skráð) 5.12.2007 kl. 11:48
Sæl, takk fyrir síðast:-) Það greinilegt að það er verið að vinna upp sl. 3 ár? Það er aldeilis að þú flakkar um þessa dagana;-) Njóttu þess þú átt það skilið. Góða skemmtun.
Kristín Börnsdóttir (IP-tala skráð) 7.12.2007 kl. 11:46
Kristín mín vð verðum að hittast fljótlega yfir kaffibolla. Kannski ég eigi súkkulaði með því eftir allt flandrið:)
Aðalheiður Magnúsdóttir, 9.12.2007 kl. 17:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.