Reykjavík um helgina

Þá er loksins komið að því. Við erum á leið suður á morgunn. Búin að fá íbúð um helgina og skal nú slappað af og leikið sér. Planið er að keyra suður í fyrramálið og auðvitað á ég mér þann leynda draum að sækja skottuna mína í leikskólann en það verður samt að koma í ljós hvort það tekst. Á föstudag förum við skötuhjúin svo bæði til augnlæknis. Ég í þriggja mánaða eftirlit eftir aðgerðina en Sigurgeir fer til Gunnars Ás. Kominn tími á hann að láta skoða sín augu þar sem maðurinn er 51. árs og hefur aldrei til augnlæknis komið. Svo er stefnan tekin í leikskólan til AKD þar sem er jólaföndur milli 2 og 4, amma og afi ætla sem sagt að föndra með blómarósini.

Á laugardaginn er svo heljarinnar veisla hjá Óla mág og Guðrúnu systur þar sem þau eru að halda upp á að hafa bæði orðið 40 ára á þessu ári. Það verður örugglega mjög gaman að gleðjast með þeim, enda ekki mikil leiðindi í kringum þau hjón.

Guðrún Jóna og Óli Björn

Ég segi nú kannski seinna frá þessu partíi.

Í vinnunni er nóg að gera þannig að mér leiðist ekki. Ég er líka aðeins að komast í jólagírinn búin að þvo stofugluggana og gardínurnar þar þannig að jólaljósin fara upp þar næstu daga. Eldhúsið er líka orðið klárt fyrir aðventuljós og jólagardínur enda fyrsti sunnudagur í aðventu um helgina. Jólapóstpokinn er líka langt kominn, þar með er líka upp talið það sem ég er búin að gera fyrir komandi jól. Ég hef þó lært það undanfarin ár að jólin koma alveg jafnt þó ekki náist að bóna alla veggi og baka 20 smáköku sortir. Það eru fínar smákökur í Bakaríinu við brúna og eins frá kexsmiðjuni svo þetta er allt í góðum gír.

Jæja hætt að rugla og farin að vinna

Góðar stundir


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Steingerður Steinarsdóttir

Ég vildi að ég væri eins dugleg og þú á heimilinu. Það er vægast sagt lítið jólalegt um að litast þar um þessar mundir. Karlinn minn verður víst að sjá að mestu um jólaundirbúninginn í ár. Blaðið mitt er helmingi stærra núna í desember og svo þarf að klára janúarblaðið fyrir jól.

Steingerður Steinarsdóttir, 28.11.2007 kl. 11:35

2 identicon

Sæl, alltaf nóg að gera hjá þér! já og til hamingju með nýja jobbið. Ég er líka komin í jólagírin búin að gera hreint og þrífa eldhús og bað! Ég er sammála því að smákökurnar í kexsmiðjunni eru mjög góðar;-) Ég hlakka svo til að setja upp einhver ljós nú næstu helgi. Svo byrja prófin á mánudaginn. Ég bið að heilsa litlu fjölskyldunni fyrir sunnan. Góða skemmtun um helgina. Við verðum bara að hittast hér á netinu því það er alltaf svo lítill tími?

Kristín (IP-tala skráð) 28.11.2007 kl. 13:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband