Nóvember líður hratt.

Laugardagur runninn upp og veðrið ekki upp á sitt besta. Ætlaði að fara við jarðarför í dag austur í Þorgeirskirkju en ákvað að fara frekar í vinnuna. Ekki vegna þess að ég taki hana fram yfir Harald Karlsson bónda frá Fljótsbakka, heldur vegna þess að ég vil ekki vera á ferð í snjókomu og stormi.  Foreldrar mínir og Sigurgeir drifu sig þó austur.  Ég hugsa hlýtt til Helgu, Kalla, Sigga, Óla og þeirra fjölskyldna þau eiga huga minn í dag.

Annars mætti ég í vinnu í gærmorgunn í fyrsta skipti með ráðningarsamning sem viðskiptafræðingur, það er pínu skrítin tilfinning að vera að flytjast á milli hæða, en starfið sem skrifstofustjóri heillar svo það er ekki nema bara spennandi að takast á við þetta nýja verkefni. Jafnframt lít ég svo á að ég hafi allt að vinna en engu að tapa með að sanna mig í þessu nýja starfi. Búið er að breyta uppröðun og fleiru á Framkvæmdadeildinni til að vinnuaðstaðan verði sem best. Ég er samt ekki búin að segja skilið við Starfsmannaþjónustuna, þar þarf að klára ýmis verkefni áður en það verður.

 Annars þá hefur verið svo mikið að gera í vinnunni undanfarinn hálfan mánuð að það hefur ekkert verið gert annað en vinna og sofa. Ég er nú samt farin að hugsa um að skrifa á jólakortin og svona. Jólaföndrið og það sem ég er að mála  bíður aðeins betri tíma (kannski í næstu viku) Þannig að það er bara bjart framundan. Hlakka líka orðið mikið til að fara til Reykjavíkur eftir tvær vikur er komin í virkilega þörf fyrir að knúsa bæði stóru og litlu stelpurnar mínar þar. Þó ég tali við þær báðar nánast á hverjum degi í síma þá nægir mér það ekki. Ég hef ekki séð litlu fjölskylduna í bráðum 2 mánuði og það er of langt.

Nú er tími jólahlaðborða og tónleika að fara af stað. Við fengum boð á jólahlaðborð hjá vinnunni hans Sigurgeirs í gær en því verðum við að sleppa því það er 30 nóvember en þá verðum við í Rvík. Við förum aftur á móti með starfsmönnum Ráðhúss Akureyrarbæjar á jólahlaðborð þann 7. desember svo ætlum við á tónleika með frostrósum þann 6. desember í Glerárkirkju. Líst vel á þessa dagskrá.

Jæja ætla að láta þetta duga í bili

Kveðja úr snjókommuni hér fyrir norðan.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

sæl það er ekki að spurja að þér alltaf sami dugnaðurinn í minni. enn og aftur gangi þér vel í vinnunni, og í föndrinu. kv. MS

marsibil (IP-tala skráð) 18.11.2007 kl. 21:03

2 Smámynd: Steingerður Steinarsdóttir

Til hamingju með nýja starfið. Gangi þér vel.

Steingerður Steinarsdóttir, 19.11.2007 kl. 16:48

3 identicon

Hjartanlega til hamingju með nýja starfið og ráðningarsamninginn. Leiðin getur ekki legið nema upp á við hjá þér eftir allt streðið síðustu ár. Knús og kveðjur til þín og þeirra mæðgna sunnan heiða.

Áslaug (IP-tala skráð) 20.11.2007 kl. 20:52

4 Smámynd: Linda Lea Bogadóttir

Til hamingju með nýja starfið...  Þú ert ótrúleg að vera að hugsa um "jólakortin" - grefillinn... nú þarf ég líka að fara að huga að því !  Spennandi dagskrá hjá þér framundan. Reyndar heljar dagskrá hjá mér líka. Óperukórinn er með tónleika - eina 3 í desember og svo ætla ég líka að sjá Frostrósir... bara í Reykjavík... og svo náttúrulega jólahlaðborð í vinnunni... Gaman að lifa í desember.
Gangi þér vel og bið að heilsa þínum eðalmanni...

Linda Lea Bogadóttir, 22.11.2007 kl. 23:21

5 Smámynd: Aðalheiður Magnúsdóttir

Mikið sammála þér með að það er gaman að lifa í desember, reyndar finnast mér allir mánuðir skemmtilegir en des, þó sérstaklega . Skila kveðju til hans.

Aðalheiður Magnúsdóttir, 23.11.2007 kl. 14:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband