9.11.2007 | 08:29
Smá stikkorð
Búin að vera í vinnunni frá morgni til kvölds undanfarið. Fór í leikfimi á réttum tíma á mánudag, svaf á mínu græna á miðvikudag og mætti hálftíma of seint í morgunn. Náði þessu nú samt og fékk mér kaffi með Rögnu og fleirum eftir spriklið. Ég er nefnilega mikið fljótari að greiða mér og sparsla . Kann ekki á öll þessi krem og dót sem þær nota þessar skvísur, held að komin sé tími til að fara á námskeið í þessu. Um helgina verður eitthvað unnið og svo er kaffihlaðborð hjá Karlakórnum á sunnudag upp í Lóni og þangað stefni ég á að fara. Allavega þarf ég að gera heitan rétt fyrir það.´
Það hlýtur að koma ritgerð hér bráðum en þetta áttu bara að vera stikkorð.
Góða helgi
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
Gott að heyra að svefn sækir að fleirum en mér þessa dagana. Ég svaf eiginlega af mér helgina.
Steingerður Steinarsdóttir, 13.11.2007 kl. 16:58
sæl, alltaf nóg að gera hjá minni. Gangi þér bara vel í nýju vinnunni. kv. MS
marsibil (IP-tala skráð) 16.11.2007 kl. 20:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.