Gengin af göflunum

Það má segja að ég sé gengin af göflunum, er á leið til Madrídar á fimmtudag í helgarferð, auðvitað í boði mannsins míns. Þar sem við ætlum ásamt öðrum vinnufélögum hans að eiga náðuga daga og skemmta okkur vel.

Það er ekki nóg með að ég ætli að flakka þangað heldur er ég á leið til Baltimor þann 12 desember. Þá ætlum ég, Guðrún systir og Þóra mágkona að láta til okkar taka í verslun og skemmtun ekta konu ferð fyrir okkur þrjár. Mér finnst þetta ótrúlega spennandi þar sem ég hef aldrei komið til Bandaríkjanna.

Þar sem ég ætla að hverfa af landi brott svona í jólamánuðinum finnst mér ég þurfa að fara að gera eitthvað hér heima fyrir jólin, svo viti menn mín varð brjáluð í gær og fór að gera eldhúsið hreint, það reyndar veitti ekki af því þar sem ekki hefur verið nema rétt strokið af undanfarin fjögur ár. Samt sem áður spurði Sigurgeir mig hvort nú ætti að hengja upp jólagardínurnar þegar hann kom heim úr vinnu kl. 16. Það skal tekið fram að jólagardínurnar eru enn á sínum stað og fara ekki upp fyrr en í desember. En eldhúsið mitt er orðið hreint með nýþvegnum gardínum þannig að þar er nú lljúft að setjast niður.

Það var ótrúlega góður þurrkur hér norðan heiða í gær þannig að margar vélar af þvotti voru líka þvegnar og þurrkaðar. Gott að nota tímann. Nú er aftur á móti ausandi rigning og logn. Heimir og Eva eru á Siglufirði og ég hef áhyggjur af að það geti farið að snjóa áður en þau koma heim í kvöld. En þetta eru skynsöm ungmenni sem fara varlega vona ég.

Ég reikna með að fara að kynna mér þau störf sem ég kem til með að sinna í nýja starfinu mínu hjá Framkvæmdadeild Akureyrarbæjar fljótlega eftir helgi. Samt ekki á morgunn því ég er hjátrúarfull og vil ekki byrja í nýju starfi á mánudegi. Það verður samt gaman að takast á við ný verkefni.

Sigurgeir og pabbi fóru á sjó áðan svo það er best að ég ráðist á næsta stað og þrífi þvottahúsið mitt næst þannig að ég setji upp hreinar gardínur þar líka. Þeir sem til þekkja vita nefnilega að þvottahús og eldhúsglugginn eru hlið við hlið í mínu húsi og þar vil ég hafa samstæðar gardínur en ekki sitt af hvoru tagi. Nú er sem sagt tölvutíminn úti í dag þannig að ég kveð að sinni. Spurning hvort ég blogga aftur áður en ég held á vit ævintýranna á Spáni.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mér líst nú aldeilis vel á þig, dugnaðarforkur og flökkukind. Góða ferð og góða skemmtun í Madrid. Og svo finnst mér rétt að þú vitir að mér finnst Bíum bíum bambaló mjög yndislegt lag, mér þykir nú bara vænt um það. Lagið í sjónvarpinu í gærkvöldi fannst mér síðri eftirlíking. Takk fyrir afmæliskveðjuna og ég lofa að knúsa mömmukrúttið.

Kristbjörg Clausen (IP-tala skráð) 21.10.2007 kl. 14:36

2 identicon

Já.. endalaust flakk á þér... Þrisvar á einu ári, er það nú ekki too much? :P Og tekur mig ekki með þér?!? HNUSS! ;)

Halldóra F Sigurgeirsdóttir (IP-tala skráð) 24.10.2007 kl. 12:29

3 Smámynd: Aðalheiður Magnúsdóttir

Ég hafði nú aldrei farið til útlanda á þínum aldri dóttir góð þannig að við skulum sjá hver hefur vinniginn þegar þú verður 48 ára

Aðalheiður Magnúsdóttir, 25.10.2007 kl. 10:01

4 identicon

Það eru nú mjög svo breyttir tímar frá því þú varst á mínum aldri... :) Orðið svo miklu ódýrara að fara til útlanda og miklu fleiri ferðir og fleira í þeim dúr.

Ég hætti við að kaupa mér nýja tölvu (sem mig langar btw GEÐVEIKT mikið í) því ég ætla frekar til útlanda fyrir peninginn :P

Halldóra F Sigurgeirsdóttir (IP-tala skráð) 25.10.2007 kl. 10:48

5 identicon

Sæl Heiða.

Mikið hljómar ferðaplönin þín vel, væri til í að vera í þínum sporum. Ég óska þér mjög góðrar ferðar og jafnframt góðs gengis í nýja starfinu, það er alltaf gaman að takast á við eitthvað nýtt.

Kveðja frá danska útlandinu :)

Rúna Kristín (IP-tala skráð) 25.10.2007 kl. 19:55

6 identicon

Sæl Heiða.

Mikið hljóma ferðaplönin þín vel, væri til í að vera í þínum sporum. Ég óska þér mjög góðrar ferðar og jafnframt góðs gengis í nýja starfinu, það er alltaf gaman að takast á við eitthvað nýtt.

Kveðja frá danska útlandinu :)

Rúna Kristín (IP-tala skráð) 25.10.2007 kl. 19:56

7 identicon

Úps alveg óvart, átti ekki að koma tvisvar.

Rúna (IP-tala skráð) 25.10.2007 kl. 19:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband