Skemmtilegur laugardagur

Gærdagurinn var skemmtilegur það verður ekki annað sagt. Ég tók daginn ekkert allt of snemma fór á fætur um níu. Ákvað að eyða hluta dagsins með móður minni og fór með henni í Listfléttuna þar sem hún átti gjafabréf frá því að hún varð sjötug í desember síðastliðinn, Við skoðuðum heilmikið og loksins fann hún sér fallega mynd eftir Þórunni Guðmundsdóttur. Skemmtilegt þótti mér að sjá hvað mikið er komið af listaverkum sem sýna menn í hinum ýmsu bakgrunnum t.d menn úti í náttúrunni, menn að leik, fjölskyldur og fleira í þeim dúr. Kannski þetta sé upphaf kærleiks bylgju í þjóðfélaginu.

Eftir Listfléttuna fórum við á Glerártorg og versluðum í matinn. Síðan í Sunnuhlíð þar sem ég skipti á grautar/súpuskálum frá Rosendal yfir í desertskálar frá þeim sömu. Reyndar finnst mér alveg ótrúlegt hvað þetta er vinsæll varningur frá þeim. Greinilega vinsæl gjafavara fyrir allan aldur. Ég eignaðist nokkra hluti í þessum stíl þegar ég útskrifaðist í vor og sé að stefnan er tekinn á að eignast aðeins meira. En hvað um það eftir Sunnuhlíð var haldið heim. Góður tími sem við eyddum þarna saman mæðgur, enda ekki algengt að við förum saman í svona leiðangra. Þar sem mér leiðist alveg afskaplega að fara í búðir.

Í gærkveldi var svo borðað með góðum félögum í Karlakórnum og auðvitað sungið og trallað fram yfir miðnætti, þá skruppum við á Vélsmiðjuna því miður þá bara þoli ég ekki þennan stað, ekki að ástæðulausu að menn eru farnir að kalla þetta endurvinnsluna það er alveg á hreinu. 

Ég er búin að fara út og klippa niður og hreinsa blómabeðin mín í morgunn og ætla nú að eyða smá tíma í að mála jólakrans úr keramiki. Hef ákveðið að vera dugleg að leika mér þar til ég byrja í nýja starfinu mínu því til að byrja með verð ég í báðum störfunum svo ég þarf örugglega alla mína orku í þau þegar ég byrja þar fyrir sem ég þarf auðvitað að læra heilmikið af nýjum hlutum.

Læt þetta gott heita og tek fram penslana.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

já Heiða þar er ég sammála þér Vélsmiðjan = endurvinnslan, ekki er það nú oft sem ég fer út að skemmta mér á Akureyri, en ég fór þangað um daginn og þvílíkt og slíkt, ég fer allavega ekki þangað í bráð.

marsibil (IP-tala skráð) 26.10.2007 kl. 14:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband