1.10.2007 | 21:11
Ný vinnuvika hafin
Helgin er að baki og aldurinn hefur hækkað um einn. Dóttirin og dótturdóttirin farnar heim. Ég var í fríi til hádegis í dag svo ég gæti leikið við nöfnu mína í morgunn, hún svaf eins og engill þegar ég kom heim úr Gravity tímanum í morgunn en ég freistaðist samt ekki til að skríða upp í og sofa með henni heldur fór að ganga frá dótinu hennar.
Sigurgeir sótti mömmu sína og pabba til Húsavíkur á laugardag og þau borðuðu með okkur kvöldmat síðan keyrði hann þau austur aftur. Það var gaman að þau gátu komið því Halldóra var það slöpp eftir kirtlatökuna að hún treysti sér ekki austur. Annars er hún dugleg að drífa sig austur þegar hún kemur norður.
Annars fórum við skötuhjúin í leikhús með dótturinni og bróðurdóttur Sigurgeirs í gærkveldi og skemmtum okkur vel við að horfa á Óvita. Heimir og Eva voru að passa Aðalheiði Karen á meðan en þau eru að fara í leikhúsið á næsta föstudag þannig að þetta hentaði ágætlega. Þó svo að ég hefði alveg viljað hafa alla fjölskylduna með mér í leikhús á afmælinu mínu. Það eru 18 ár síðan ég eyddi síðast afmæliskvöldi í leikhúsi og þá sáum við Oliver Twist í Reykjavík. Jæja en þegar við komum heim var sú stutta rétt að sofna þannig að maður reyndi nú að hafa hljótt, hvað um það Eva og Heimir komu fram frá því að svæfa stuttu seinna en ég fór þá fljótlega inn til að sofa þar sem fótaferð var fyrir sex, sest þá ekki sú stutta upp og segir að Heimir og Eva hafi skilið sig eina eftir í nóttinni. Ha ha hún var nú samt ekki skilin neitt eftir jæja læt þetta duga í bili og segi góða nótt
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
Til hamingju með afmælið gamla mín:-)
En þú dugleg að drífa þig í leikhús, það er eitt af því skemmtilegra sem maður gerir en samt er maður alltof latur við það, eða allavega ég en stefni að því að bæta úr því. Las að þú hefur átt skemmtilega afmælishelgi enda er ekkert betra en að vera með fjölskyldu sinni og þeim sem manni þykir vænt um því það er svo dýrmætt.
Jæja bið að heilsa í bili og sjáumst vonandi fljótlega
Kv. Kristjana
Kristjana (IP-tala skráð) 2.10.2007 kl. 00:08
Takk kærlega fyrir okkur mamma mín, við höfðum það að vanda gott fyrir norðan :) Nú ætla ég samt að nýta mér frítímann og kúra uppi í rúmi í dag og hafa það gott og reyna að ná mér almennilega í hálsinum! :)
Halldóra F Sigurgeirsdóttir (IP-tala skráð) 2.10.2007 kl. 08:23
Til hamingju með afmælið og takk fyrir kveðjuna Heiða mín.
Steingerður Steinarsdóttir, 2.10.2007 kl. 09:59
Til hamingju með afmælið, elsku frænkan mín
Kristbjörg Clausen (IP-tala skráð) 2.10.2007 kl. 12:34
... og svo átt þú bara afmæli líka... ég sem hélt ég væri sú eina sem er að eldast.
Til lukku með daginn, gaman að sjá að þú áttir góða og fjölskylduríka helgi.
Linda Lea Bogadóttir, 3.10.2007 kl. 13:27
Já stelpur mínar ég eldist líka. Takk kærlega fyri kveðjurnar. Það er þannig með hana mig að mér líður alltaf best ef ég hef sem mest af fólkinu mínu hjá mérþau eru líka öll svo yndisleg við mig;)
Aðalheiður Magnúsdóttir, 3.10.2007 kl. 17:50
Var Heimir fæddur þegar við fórum á Ólíver Twist? Ojæja, kannski var hann það...
Halldóra F Sigurgeirsdóttir (IP-tala skráð) 5.10.2007 kl. 10:33
Úbbosí hehe við eldumst HÆGT OG HLJÓTT
Unnur R. H., 5.10.2007 kl. 18:43
Sæl, hvernig er það á ekki að blogga neitt meira, það er komin vika frá síðustu færslu. kv. Marsbil
marsibil (IP-tala skráð) 8.10.2007 kl. 17:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.