Góður dagur

 

Skrítið hvað maður hefur lítið hjarta þegar eitthvað er í gangi. Halldóra Friðný fór í hálskirtlatöku í dag og ég var að deyja úr stressi fyrir hennar hönd. Fannst ég allt of langt í burtu, hugsaði með mér að ég ætti kannski að taka næsta flug suður og vera með Aðalheiði Karen og létta eitthvað undir. En ég gat hætt að hugsa svona þegar ég var búin að heyra í þeim, aðgerðin gekk vel og þá er bara að bíða til föstudags þegar þær koma norður.  Ég á einnig von á að fá systurdætur mínar tvær í gistingu á föstudaginn þannig að það verður gaman hjá okkur hér. Á sunnudaginn á svo að fara í leikhús og sjá Óvita það er við skötuhjúin og Halldóra Friðný, Heimir og Eva ætla að passa þar sem þau fara með foreldrum Evu á þessa sýningu 5. október. En þar sem ég á nú afmæli á sunnudaginn ætla ég að gera mér dagamun.

Ég er byrjuð að mála, fór um daginn og keypti mér nokkra keramik hluti til að mála og ég get sagt ykkur að nú líður mér yndislega, ég saknaði þess óendanlega að föndra ekki og gera eitthvert handverk meðan ég var í skólanum. Það er líka peysa á prjónunum og ýmislegt fleira í pípunum. Vogin er sem sagt nánast í jafnvægi þessa dagana. Jæja ég ætla að láta þessum pistli lokið hér í bili, það er fótaferð kl. tæplega sex í fyrramálið.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég man að ég saknaði þess ægilega mikið að getað ekki gert handavinnu þegar ég var í Háskólanum og var ægilega dugleg að dunda mér við hana þegar námi var lokið. Ég skil vel hvað þú ert að meina

Rúna Kristín (IP-tala skráð) 1.10.2007 kl. 13:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband